Kauptækifæri og hægur bati 2. nóvember 2004 00:01 Fjárfestar og miðlarar á markaðnum fóru fremur lystarlitlir í hádegismat í gær. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hafði þá lækkað um tæp sjö prósent. Hlutabréf tóku að hækka á ný eftir hádegið, en eftir sem áður lækkaði úrvalsvísitalan tíunda daginn í röð. Lækkunin nam 2,71 prósenti og hefur vísitalan lækkað um 18,5 prósent frá því að hún náði hámarki 8. október. Síðustu dagar hafa verið erfiðir á markaði og raddir gerast nú háværari um að engin skynsemi sé í að markaðurinn lækki mikið í viðbót. "Við teljum að það séu ýmis góð fjárfestingartækifæri á markaðnum eftir þessar lækkanir," segir Sigurður Valtýsson hjá MP fjárfestingarbanka. Jafet Ólafsson tekur í sama streng. Hann segir verð nokkurra fyrirtækja sé komið niður fyrir greiningarvirði og stærri fjárfestar eins og lífeyrissjóðir hljóti að fara hugsa sér til hreyfings. "Ég met það þannig að það séu víða ágætis kauptækifæri á markaðnum." Félög eru afar mis viðkvæm fyrir lækkunum á markaði. Fjárfestingarfélög eru næm fyrir lækkunum á markaði og speglast lækkunin í gengi þeirra. Burðarás, Straumur og Landsbankinn eiga mikið af hlutabréfum og fór um marga á markaði þegar bankinn hafði lækkað um tæp tólf prósent í gærmorgun. Bankinn lauk deginum með 6,69 prósenta lækkun. Landsbankinn hefur verið í örum vexti og skiptar skoðanir á virði hans. Meðal miðlara á markaði telja margir að undirliggjandi rekstur bankans og væntanleg útrás standi vel undir virði hans á markaði. KB banki hefur lækkað mikið og kennitölur bankans sem fjárfestar nota við mat á fyrirtækjum komnar á svipað ról og hjá bönkum á Norðurlöndum sem ekki hafa verið í jafn miklum vexti og KB banki. "Maður spyr sig hvar þeir fjárfestar séu nú sem keyptu í bankanum á genginu 480. Af hverju kaupa þeir ekki nú þegar gengið er komið niður fyrir 450," segir Jafet. Miðlarar sem rætt var við benda einnig á að framleiðslufyrirtæki á markaði hafi verið að skila ágætis afkomu og vexti. Lækkanirnar nú hafi skapað kauptækifæri til lengri tíma. "Það er mjög erfitt að spá um framhaldið næstu daga," segir Jafet. "Menn héldu almennt að markaðurinn væri að róast á mánudag, en í gær var mikið líf í honum." Hann telur að mesti kúfurinn sé yfirstaðinn. Miðlarar bankanna telja að mesti söluþrýstingurinn hafi verið frá smærri og millistórum aðilum á markaðnum. Einnig hafi verið áberandi að verðbréfasjóðir hafi verið að selja úr söfnum sínum. Þar eru eigendur flestir smærri fjárfestar. Einn miðlari hafði á orði að litli maðurinn væri að selja í panikk, meðan stærri fjárfestar biðu rólegir og færu að koma inn á markaðinn þegar þeir sæju fyrir endann á lækkunarhrinunni. Sérfræðingar á markaði velta vöngum yfir því hvað hafi valdið þeim lækkunum sem verið hafa að undanförnu. Nokkrir bautasteinar þeirra leiðar eru nefndir. KB banki sótti sér yfir 90 milljarða í nýju hlutafé, auk þess sem forsvarsmenn bankans gáfu til kynna minni áhuga á kaupumá breska bankanum Singer and Friedlander. Þá hafi stór skuldabréfaútboð verið að undanförnu, auk þess sem nokkur fyrirtæki hafa boðað hlutafjárútboð. Framboð af fjárfestingarkostum hafi því aukist og það ýtt af stað lækkun. Síðan taki hjarðhegðun við. Hjörðin hlaupi saman niður að vatninu; líka þeir sem ekki eru þyrstir. Spurningin nú sé hvert þeir peningar sem innleystir hafa verið á markaðnum leiti og hvenær bros fái dimmu í dagsljós breytt. Flestir miðlarar og sérfræðingar sem rætt var við gera ráð fyrir að markaðurinn fari að rétta úr kútnum fljótlega. Það muni hins vegar taka hann nokkurn tíma að jafna sig á þessari leiðréttingu sem flestir áttu von á, en kom samt á óvart. Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Fjárfestar og miðlarar á markaðnum fóru fremur lystarlitlir í hádegismat í gær. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hafði þá lækkað um tæp sjö prósent. Hlutabréf tóku að hækka á ný eftir hádegið, en eftir sem áður lækkaði úrvalsvísitalan tíunda daginn í röð. Lækkunin nam 2,71 prósenti og hefur vísitalan lækkað um 18,5 prósent frá því að hún náði hámarki 8. október. Síðustu dagar hafa verið erfiðir á markaði og raddir gerast nú háværari um að engin skynsemi sé í að markaðurinn lækki mikið í viðbót. "Við teljum að það séu ýmis góð fjárfestingartækifæri á markaðnum eftir þessar lækkanir," segir Sigurður Valtýsson hjá MP fjárfestingarbanka. Jafet Ólafsson tekur í sama streng. Hann segir verð nokkurra fyrirtækja sé komið niður fyrir greiningarvirði og stærri fjárfestar eins og lífeyrissjóðir hljóti að fara hugsa sér til hreyfings. "Ég met það þannig að það séu víða ágætis kauptækifæri á markaðnum." Félög eru afar mis viðkvæm fyrir lækkunum á markaði. Fjárfestingarfélög eru næm fyrir lækkunum á markaði og speglast lækkunin í gengi þeirra. Burðarás, Straumur og Landsbankinn eiga mikið af hlutabréfum og fór um marga á markaði þegar bankinn hafði lækkað um tæp tólf prósent í gærmorgun. Bankinn lauk deginum með 6,69 prósenta lækkun. Landsbankinn hefur verið í örum vexti og skiptar skoðanir á virði hans. Meðal miðlara á markaði telja margir að undirliggjandi rekstur bankans og væntanleg útrás standi vel undir virði hans á markaði. KB banki hefur lækkað mikið og kennitölur bankans sem fjárfestar nota við mat á fyrirtækjum komnar á svipað ról og hjá bönkum á Norðurlöndum sem ekki hafa verið í jafn miklum vexti og KB banki. "Maður spyr sig hvar þeir fjárfestar séu nú sem keyptu í bankanum á genginu 480. Af hverju kaupa þeir ekki nú þegar gengið er komið niður fyrir 450," segir Jafet. Miðlarar sem rætt var við benda einnig á að framleiðslufyrirtæki á markaði hafi verið að skila ágætis afkomu og vexti. Lækkanirnar nú hafi skapað kauptækifæri til lengri tíma. "Það er mjög erfitt að spá um framhaldið næstu daga," segir Jafet. "Menn héldu almennt að markaðurinn væri að róast á mánudag, en í gær var mikið líf í honum." Hann telur að mesti kúfurinn sé yfirstaðinn. Miðlarar bankanna telja að mesti söluþrýstingurinn hafi verið frá smærri og millistórum aðilum á markaðnum. Einnig hafi verið áberandi að verðbréfasjóðir hafi verið að selja úr söfnum sínum. Þar eru eigendur flestir smærri fjárfestar. Einn miðlari hafði á orði að litli maðurinn væri að selja í panikk, meðan stærri fjárfestar biðu rólegir og færu að koma inn á markaðinn þegar þeir sæju fyrir endann á lækkunarhrinunni. Sérfræðingar á markaði velta vöngum yfir því hvað hafi valdið þeim lækkunum sem verið hafa að undanförnu. Nokkrir bautasteinar þeirra leiðar eru nefndir. KB banki sótti sér yfir 90 milljarða í nýju hlutafé, auk þess sem forsvarsmenn bankans gáfu til kynna minni áhuga á kaupumá breska bankanum Singer and Friedlander. Þá hafi stór skuldabréfaútboð verið að undanförnu, auk þess sem nokkur fyrirtæki hafa boðað hlutafjárútboð. Framboð af fjárfestingarkostum hafi því aukist og það ýtt af stað lækkun. Síðan taki hjarðhegðun við. Hjörðin hlaupi saman niður að vatninu; líka þeir sem ekki eru þyrstir. Spurningin nú sé hvert þeir peningar sem innleystir hafa verið á markaðnum leiti og hvenær bros fái dimmu í dagsljós breytt. Flestir miðlarar og sérfræðingar sem rætt var við gera ráð fyrir að markaðurinn fari að rétta úr kútnum fljótlega. Það muni hins vegar taka hann nokkurn tíma að jafna sig á þessari leiðréttingu sem flestir áttu von á, en kom samt á óvart.
Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira