Sport

Phelps stefnir á átta gull

Bandaríski sundkappinn Michael Phelps ætlar að taka þátt í átta greinum á Ólympíuleikunum í Aþenu í næsta mánuði. Hann stefnir að því að vinna gull í þeim öllum og bæta þar með met landa síns, Mark Spitz, frá Ólympíuleikunum í München árið 1972 en þá vann Spitz sjö gull. Phelps, sem er nítján ára gamall, ætlar að taka þátt í fimm einstaklingsgreinum og þremur boðsundum en hann tilkynnti þetta eftir úrtökumót bandaríska sundlandsliðsins á dögunum. Phelps mætir ástralska heimsmethafanum Ian Thorpe og landa hans Grant Hackett, fyrrum heimsmethafa, í 200 metra skriðsundi og hann sagðist hlakka mikið til jafnvel þótt svo gæti farið að hann ynni ekki til verðlauna í þeirri grein. "Það verður heiður að keppa við Thorpe í hans bestu grein og ég hlakka til þess," sagði Phelps.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×