Sport

Auðvelt hjá Liverpool og Man. Utd

Liverpool og Manchester United komust auðveldlega áfram í ensku deildarbikarkeppninni í gær. Liverpool sigraði Millwall 3-0 í beinni útsendingu á Sýn. Milan Baros skoraði tvö marka Liverpool og Salif Diao eitt. Slagsmál brutust út á meðal stuðningsmanna liðanna. Fjórar fótboltabullur voru handteknar, tvær sem tilheyrðu hvoru liði. 68 sæti á vellinum voru rifin upp og eyðilögð og óeirðarlögreglan var kölluð til. Einn fatlaður stuðningsmaður slasaðist. Stuðningsmenn Liverpool sögðu að upphafið að ólátunum mætti rekja til þess að hinir alræmdu stuðningsmenn Millwall hefðu hrópað óviðurkvæmileg orð vegna slyssins á Hillsbrough fyrir fimmtán árum þar sem 96 stuðningsmenn Liverpool létust. Enska knattspyrnusambandið rannsakar málið. Manchester United sigraði Crewe 3-0. Alan Smith og Liam Miller skoruðu sitt markið hvor og eitt mark var sjálfsmark. Hvorki Heiðar Helguson né Brynjar Björn voru í liði Watford sem sigraði Sheffield United í vítaspyrnukepppni. Óvænt úrslit urðu þegar Burnley sigraði Aston Villa 3-1. Portsmouth lagði Leeds 2-1 og Cardiff lagði Bournemouth í vítaspyrnukeppni. Í kvöld mætast m.a. Manchester City og Arsenal og verður leikurinn í beinni útsendingu á Sýn klukkan 18.45. Ólafur Ingi Skúlason átti að spila með Arsenal sem vinstri bakvörður, að því er hann sagði íþróttadeildinni í morgun, en verður ekki með vegna meiðsla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×