Lögmæt skotmörk 27. október 2004 00:01 Atburðurinn í Kabúl - Elías Davíðsson Ég las viðbrögð þriggja þingmanna við atburðinum í Kabúl á laugardaginn, sem birtust á Visir.is undir nafni Guðmundar Magnússonar.Ég var undrandi á því að enginn viðmælenda, né Guðmundur sjálfur, minntust á þjóðréttarlegar hliðar þessa máls.Samkvæmt ákvæðum þjóðaréttar og Sáttmála Sameinuðu þjóðanna, var sjálft árásarstríðið gegn Afghanistan ólögmætt og jafnvel saknæmt árásarstríð. Stríðsaðgerðir eru aðeins heimilar í þjóðarétti við tvenns konar aðstæður: Annars vegar þegar heimild til þeirra er veitt af hálfu Öryggisráðsins og hins vegar í neyðarvörn. Hvorugt var um að ræða í þessu tilfelli. Bandaríkin gáfu í skyn, án þess að segja það berum orðum, að árás þeirra á Afghanistan hefði verið í samræmi við 51. grein í sáttmála SÞ sem kveður á um sjálfsvörn og bentu á meintu árásir Al Qaeda 11. september 2001 til réttlætingar. En hér var ekki um neyðarvörn að ræða heldur um meinta hefndaraðgerð. Það er álit flestra sérfræðinga að jafnvel þótt Bandaríkin hefðu lagt óyggjandi sannanir um að árásirnar 11. september ættu einhver tengsl við starfsemi Al Qaeda í Afghanistan (sannanir sem aldrei voru lagðar fram), hefði árásarstríðið samt verið ólögmætt þar sem ekkert benti til þess að Bandaríkjunum stafaði brýn og alvarleg hætta af árás frá Afghanistan sem krefðist tafarlausrar árásar. Bandaríkjunum var því skylt að leita heimildar Öryggisráðsins til hernaðaraðgerða. Það er auk þess grundvöllur þjóðaréttar að aðilar að vopnuðum átökum, þ.m.t. þeir aðilar sem hernema Afghanistan, eru lögmæt skotmörk gagnaðila. Þar af leiðandi eru íslenskir "friðargæsluliðar" lögmæt skotmörk afghanskra skæruliða. Árásir á íslenska "friðargæsluliða" eru heimilaðar skv. ákvæðum Genfarsáttmála sem Ísland er aðili að. Þessar árásir teljast hvorki morð, hryðjuverk né stríðsglæpir.Erlent herlið í Afghanistan er ekki staðsett þar, andstætt því sem á við hér um herliðið á Miðnesheiði, að beiðni lýðræðislegra kjörinna stjórnvalda. Það er erlenda herliðið sem hefur komið stjórninni í Kabúl á laggirnar og ver hana. Þetta er sannkölluð "leppstjórn". Frjálsar kosningar geta ekki farið fram í hernumdu landi. Sjálfur "forseti" Afghanistans, sem er sagður hafa fengið 64 prósent atkvæða í nýlegum kosningum, treystir sér ekki til að ferðast um götur eigin höfuðborgar nema undir vernd erlends hernámsliðs. Hann treystir ekki landsmönnum sínum til að verja sig. Hvað segir þetta um vinsældir hans og um lögmæti þeirrar stjórnar sem situr í Kabúl? Séu þessi mál skoðuð frá sjónarmiði gildandi þjóðaréttar, kemur berlega í ljós að réttarstaða íslenskra "friðargæsluliða" í Afghanistan er sú sem vopnaðar sveitir njóta í stríði. Gagnaðilinn má fella þá eða taka þá til fanga. Íslendingar hafa ekki bolmagn til að hneykslast á árásunum gegn hernámsliðinu. Vilji Íslendingar tefla lífi landsmanna sinna í þágu ólögmæts hernáms, þá verður þjóðin að taka því sem þetta getur haft í för með sér. Þeir sem fara til Afghanistan til að fá mikil laun og lenda í ævintýrum ættu að gera það á eigin ábyrgð og gera sér fulla grein fyrir að þeir taka þátt í lögleysu og tefla líf sitt og annarra í hættu. Elías Davíðsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Atburðurinn í Kabúl - Elías Davíðsson Ég las viðbrögð þriggja þingmanna við atburðinum í Kabúl á laugardaginn, sem birtust á Visir.is undir nafni Guðmundar Magnússonar.Ég var undrandi á því að enginn viðmælenda, né Guðmundur sjálfur, minntust á þjóðréttarlegar hliðar þessa máls.Samkvæmt ákvæðum þjóðaréttar og Sáttmála Sameinuðu þjóðanna, var sjálft árásarstríðið gegn Afghanistan ólögmætt og jafnvel saknæmt árásarstríð. Stríðsaðgerðir eru aðeins heimilar í þjóðarétti við tvenns konar aðstæður: Annars vegar þegar heimild til þeirra er veitt af hálfu Öryggisráðsins og hins vegar í neyðarvörn. Hvorugt var um að ræða í þessu tilfelli. Bandaríkin gáfu í skyn, án þess að segja það berum orðum, að árás þeirra á Afghanistan hefði verið í samræmi við 51. grein í sáttmála SÞ sem kveður á um sjálfsvörn og bentu á meintu árásir Al Qaeda 11. september 2001 til réttlætingar. En hér var ekki um neyðarvörn að ræða heldur um meinta hefndaraðgerð. Það er álit flestra sérfræðinga að jafnvel þótt Bandaríkin hefðu lagt óyggjandi sannanir um að árásirnar 11. september ættu einhver tengsl við starfsemi Al Qaeda í Afghanistan (sannanir sem aldrei voru lagðar fram), hefði árásarstríðið samt verið ólögmætt þar sem ekkert benti til þess að Bandaríkjunum stafaði brýn og alvarleg hætta af árás frá Afghanistan sem krefðist tafarlausrar árásar. Bandaríkjunum var því skylt að leita heimildar Öryggisráðsins til hernaðaraðgerða. Það er auk þess grundvöllur þjóðaréttar að aðilar að vopnuðum átökum, þ.m.t. þeir aðilar sem hernema Afghanistan, eru lögmæt skotmörk gagnaðila. Þar af leiðandi eru íslenskir "friðargæsluliðar" lögmæt skotmörk afghanskra skæruliða. Árásir á íslenska "friðargæsluliða" eru heimilaðar skv. ákvæðum Genfarsáttmála sem Ísland er aðili að. Þessar árásir teljast hvorki morð, hryðjuverk né stríðsglæpir.Erlent herlið í Afghanistan er ekki staðsett þar, andstætt því sem á við hér um herliðið á Miðnesheiði, að beiðni lýðræðislegra kjörinna stjórnvalda. Það er erlenda herliðið sem hefur komið stjórninni í Kabúl á laggirnar og ver hana. Þetta er sannkölluð "leppstjórn". Frjálsar kosningar geta ekki farið fram í hernumdu landi. Sjálfur "forseti" Afghanistans, sem er sagður hafa fengið 64 prósent atkvæða í nýlegum kosningum, treystir sér ekki til að ferðast um götur eigin höfuðborgar nema undir vernd erlends hernámsliðs. Hann treystir ekki landsmönnum sínum til að verja sig. Hvað segir þetta um vinsældir hans og um lögmæti þeirrar stjórnar sem situr í Kabúl? Séu þessi mál skoðuð frá sjónarmiði gildandi þjóðaréttar, kemur berlega í ljós að réttarstaða íslenskra "friðargæsluliða" í Afghanistan er sú sem vopnaðar sveitir njóta í stríði. Gagnaðilinn má fella þá eða taka þá til fanga. Íslendingar hafa ekki bolmagn til að hneykslast á árásunum gegn hernámsliðinu. Vilji Íslendingar tefla lífi landsmanna sinna í þágu ólögmæts hernáms, þá verður þjóðin að taka því sem þetta getur haft í för með sér. Þeir sem fara til Afghanistan til að fá mikil laun og lenda í ævintýrum ættu að gera það á eigin ábyrgð og gera sér fulla grein fyrir að þeir taka þátt í lögleysu og tefla líf sitt og annarra í hættu. Elías Davíðsson
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun