Erlent

Ætlar að bjóða sig fram á ný

David Blunkett, innanríkisráðherra Bretlands, sem sagði af sér í gær, ætlar að bjóða sig fram á ný í næstu kosningum. Blunkett naut mikils trausts Blairs forsætisráðherra, og þykir afsögnin mikið áfall fyrir hann. Blunkett var með áhrifameiri ráðherrum stjórnarinnar, og þykir afsögnin nokkuð áfall fyrir Blair. Afsögn hans kom í kjölfar ásakana um að hann hefði beitt sér fyrir því að barnfóstra fyrrum ástkonu hans fengi landvistarleyfi með hraði. Ástkonan var gift og telur Blunkett sig föður tveggja ára sonar hennar. Hefur hann höfðað faðernismál, og hafa því safaríkar fréttir af einkalífi hans verið áberandi. Blunkett segir að faðernismálið hefði skaðað flokkinn og gæfi hann embættið frekar upp á bátinn en soninn. Hann segist hafa sagt upp af virðingu við Tony Blair, sem hann beri mikla virðingu fyrir. Hann segist ætla að bjóða sig fram á ný í næstu kosningum. Afsögnin kom ekki á óvart, og telja fréttaskýrendur að hann hafi verið neyddur til. Blair skipaði svo menntamálaráðherrann Charles Clarke í stöðu innanríkisráðherra í gærkvöldi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×