Erlent

Íbúar Falluja snúa aftur heim

Íbúar í Falluja eru farnir að snúa aftur til borgarinnar eftir að hafa yfirgefið hana skömmu fyrir innrás bandaríska hersins í nóvember. Næstum allir 250 þúsund íbúarnir flúðu borgina sem er mjög illa farin eftir bardaga hermanna og uppreisnarmanna. Í gær var tvö þúsund manns hleypt inn í borgina til að kanna hvort heimili þeirra væru í lagi og íbúðarhæf. Yfirvöld í Írak sögðu að fólkið hefði heimtað að fá að fara inn í borgina þrátt fyrir að enn væri nokkuð um átök þar. Yfirmenn bandaríska hersins sögðu viðbúið að fólk myndi fá áfall þegar það sæji ástand borgarinnar. Þar er bæði rafmagnslaust og vatnslaust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×