Erlent

Níu létust í fangauppreisn

Að minnsta kosti níu létust þegar nokkrir fangar reyndu að sleppa úr fangelsi í Kabúl, höfuðbog Afganistans, í dag. Fimm hinna látnu voru lögreglumenn og fangaverðir. Þetta er haft eftir yfirmanni lögreglunnar í Kabúl. Tveir fanganna eru sagðir meðlimir al-Kaída samtakanna en þeir náðu að yfirbuga og drepa einn fangavarðanna og lögðu í kjölfarið hald á vopn hans. Þrír fanganna eru taldir vera Pakistanar og einn frá Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×