Innlent

Mataraðstoð um jólin

Hjálparstarf kirkjunnar verður með mataraðstoð í jólamánuði. Aðstoðin felst í heimilismat og getur hver fjölskylda fengið eina aðstoð. Matarpakkar eru sendir til umsækjenda af landsbyggðinni í samvinnu við presta á hverjum stað. Hjálparstarfið mun og deila út gjafakortum í Bónus til umsækjenda utan Reykjavíkur og einstæðra karlmanna í Reykjavík. Öðrum Reykvíkingum er beint til Mæðrastyrksnefndar. Tekið verður við umsóknum frá 6. til 21. desember að skrifstofu Hjálparstarfsins að Vatnsstíg 3.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×