Viðskipti

Borgin vill ekki selja virkjunina

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri greindi í gær frá ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur um að hafna beiðni bandarískra fjárfesta um viðræður um sölu á Hellisheiðarvirkjun. „Thanks, but no thanks," sagði Dagur í Facebook-færslu.

Viðskipti innlent

Skyrið heitir nú ÍSEY skyr

Mjölkursamsalan (MS) hefur látið hanna nýtt vörkumerki fyrir skyr og gefið því nafnið ÍSEY skyr. Vörumerkið var unnið í samstarfi við innlenda og erlenda ráðgjafa í vörumerkjahönnun.

Viðskipti innlent

Lauf og Oculis fá 70 milljóna styrk

Tækniþróunarsjóður hefur úthlutað 70 milljóna króna öndvegisstyrknum Sprett til sprotafyrirtækjanna Oculis og Lauf Forks. Félögin þurfa á móti að sýna fram á hlutafjáraukningu sem nemur jafnhárri upphæð og styrkurinn.

Viðskipti innlent

Atvinnuleysi í desember nam 2,6%

Að jafnaði voru 197.000 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í desember 2016 en það jafngildir 83 prósenta atvinnuþátttöku. Af þeim voru 191.900 starfandi og 5.100 án vinnu og í atvinnuleit.

Viðskipti innlent

Gló opnar í Kaupmannahöfn

Nýr veitingastaður Gló verður opnaður í Magasin du Nord í Kaupmannahöfn í júní næstkomandi. Staðurinn verður stærsti veitingastaðurinn í dönsku stórversluninni og verður í matarkjallara hennar. Um er að ræða fimmta Gló-staðinn og þann fyrsta utan Íslands.

Viðskipti innlent

Ætla ekki að selja virkjun

„Ég get einungis talað fyrir sjálfan mig og ég sé enga ástæðu til að selja þetta og mun ekki samþykkja það,“ segir S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, um kauptilboð einkahlutafélagsins MJDB í eignarhlut Reykjavíkurborgar í Hellisheiðarvirkjun.

Viðskipti innlent

HB Grandi og Brim vilja ekki Gadus

Sjávarútvegsfyrirtækin HB Grandi og Brim ætla ekki að bjóða í Gadus, dótturfélag Icelandic Group í Belgíu, sem nú er til sölu. Þetta staðfesta Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, og Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, í samtali við breska fjölmiðilinn Under­current News.

Viðskipti innlent

Vill kaupa Hellisheiðarvirkjun

MJDB ehf. sendi Reykjavík, Akranesi og Borgarbyggð tilboð í Hellisheiðarvirkjun. Félagið er í eigu íslensks framkvæmdastjóra America Renewables í Kaliforníu. Bókfært virði þriggja virkjana ON nemur um 107 milljörðum króna

Viðskipti innlent