Viðskipti Viðskiptahallinn 51 milljarður Viðskiptahallinn á Íslandi var 51 milljarður króna á öðrum fjórðungi ársins 2007. Á fyrsta ársfjórðungi var hallinn 29 milljarðar og því lætur nærri að viðskiptahallinn hafi tvöfaldast. Í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands segir að aukningin skýrist af meiri halla á vöruskiptajöfnuði sem var 31 milljarður. Viðskipti innlent 4.9.2007 16:49 Atorka hækkaði mest í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa hækkaði lítillega á heildina litið í Kauphöllinni í dag en Úrvalsvísitalan bætti við sig 0,08 prósentum. Gengi bréfa í Atorku hækkaði mest, eða um 2,86 prósent. Bréf í stoðtækjafyrirtækinu Össuri lækkaði hins vegar mest, eða um 2,34 prósent. Viðskipti innlent 4.9.2007 15:40 Eftirvænting eftir næstu kynslóð iPod Apple mun kynna sjöttu kynslóð iPod spilaranna vinsælu á morgun. Miklar vangaveltur hafa spunnist út um í hvaða átt tæknirisinn Apple sé að þróa spilarann. Talið er víst að nýi iPodinn muni svipa mikið til hins margumtalaða iPhone síma. Viðskipti erlent 4.9.2007 15:06 Hlutabréf hækka í Bandaríkjunum Gengi hlutabréfa hækkaði lítillega á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag þrátt fyrir að nýbirtar tölur bentu til að dregið hafi úr framleiðslu og fjárfestingum fyrirtækja. Greinendur segja fjárfesta enn bjartsýna eftir yfirlýsingu Bens Bernanke, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, frá því á föstudag að bankinn muni bregðast við þrengingum á bandarískum fasteignalánamarkaði. Viðskipti erlent 4.9.2007 14:54 Atorka og Alfesca hækka mest Atorka Group og Alfesca hafa hækkað mest í Kauphöllinni það sem af er degi. Alls hefur Atorka hækkað um 2,97% en Alfesca, sem birti ljómandi fínt ársuppgjör í gær, hefur hækkað um 2,39%. Viðskipti innlent 4.9.2007 13:42 Markaðurinn 4. sept. Atvinnulíf 4.9.2007 12:51 Saga Film hluti af fjölþjóðlegu fyrirtæki Saga Film, sem heyrt hefur undir 365 hf, verður hluti af fjölþjóðlegu fyrirtæki sem framleiða mun auglýsingar og sjónvarpsefni og stýra ýmiss konar viðburðum. Saga Film sameinast félaginu European Film Group A/S sem Baugur keypti nýverið og mun hið nýja félag bera nafnið European film Group ehf. Viðskipti innlent 4.9.2007 11:34 Framleiðni í heiminum mest í Noregi Norðmenn eru á toppnum í framleiðni meðal þjóða heims, samkvæmt rannsókn Alþjóða vinnumálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þar er miðað við vinnu per klukkustund. Norðmenn eru talsvert ofar en Bandaríkjamenn og Frakkar, sem koma næst á eftir þeim. Bandaríkjamenn vinna hinsvegar flestar klukkustundir á ári. Viðskipti erlent 4.9.2007 11:03 Lækkun á evrópskum mörkuðum Lækkun varð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í morgun eftir samfelldar hækkanir í fjóra daga í röð. Fréttastofa Reuters segir að fjárfestar haldi að sér höndum þar sem von er á nýjum upplýsingum um ástand bandaríska hagkerfisins. Viðskipti erlent 4.9.2007 10:33 Candover framlengir yfirtökutilboð í Stork Breska fjárfestingafélagið Candover hefur framlengt samþykkisfrest hluthafa í hollenska félaginu Stork vegna yfirtökutilboðs Candover í allt hlutafé Stork. Tilboð Candover-manna hljóðar upp á 1,5 milljarða evra og gildir framlengt tilboð til 18. september. Viðskipti innlent 4.9.2007 09:59 Þriðja kynslóð farsíma tekin í notkun Þriðju kynslóðar farsímakerfi var formlega tekið í notkun á Íslandi þegar Síminn kynnti 3G-þjónustu sína í gær. Helstu nýjungarnar sem 3G-tæknin felur í sér eru þríþættar: Móttaka sjónvarpsútsendinga, tenging við internet með allt að 7,2 megabita hraða og myndsímtöl þar sem viðmælendur sjá hvor annan meðan á símtali stendur. Viðskipti innlent 4.9.2007 00:01 Stærsti banki Evrópu kaupir ráðandi hlut í kóreskum banka Stjórn HSBC Holdings banka, stærsta banka Evrópu, ákvað í dag að kaupa 51 prósenta hlut í kóreska bankanum Korea Exchange Bank. Fyrir hlutinn greiðir HSBC rúma 400 milljarða króna. Viðskipti erlent 3.9.2007 21:52 Hagnaður Alfesca jókst um 87 prósent Hagnaður Alfesca nam 22,4 milljónum evra, jafnvirði tæpra tveggja milljarða íslenskra króna, á síðasta ári, sem lauk í enda júní. Árið þar á undan nam hagnaðurinn 12 milljónum evra og jafngildir þetta að hann hafi aukist um 87 prósent á milli ára. Viðskipti innlent 3.9.2007 20:50 Straumur skráir hlutafé í evrum fyrst íslenskra fyrirtækja Stjórn Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka ákvað á fundi sínum í dag að skrá hlutafé bankans í evrum í stað íslenskra króna frá og með 20. september. Með þessu verður Straumur fyrsta íslenska fyrirtækið til að skrá hlutafé sitt í erlendri mynt. Viðskipti innlent 3.9.2007 17:15 Úrvalsvísitalan lækkaði í Kauphöllinni Úrvalsvísitalan lækkaði lítillega við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Þetta er takti við þróun á erlendum hlutabréfamörkuðum sem legið hafa beggja vegna núllsins. Gengi bréfa í Icelandair Group hækkaði verulega fyrri hluta dagsins, um rúm fimm prósent þegar mest lét, en tók að dala eftir því sem leið á. Gengi bréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri hækkaði mest, eða um 1,99 prósent. Viðskipti innlent 3.9.2007 16:06 Sjónvarpsfrelsi Sjónvarps- eða vídeóflakkari kallast heitasta heimilistækið í dag. Hvern langar ekki til að fylgjast með framhaldsþáttaröð án þess að þurfa að bíða í viku eftir næsta þætti? Ansi marga… og það er þess vegna sem svokallaðir vídeóflakkarar verða vinsælli með hverjum mánuðinum sem líður. Viðskipti innlent 3.9.2007 15:15 NBC slítur samstarfi við Apple NBC Universal hefur ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við Apple iTunes um sölu á stafrænu niðurhali sjónvarpsþátta þar sem ekki náðist samkomulag um verðlag. Viðskipti erlent 3.9.2007 14:45 Digital-tónlist í Nokia Símarisinn Nokia svipti hulunni af eigin tónlistarverslun á dögunum, en hægt verður að heimsækja búðina í gegnum nýjan netaðgang, sem kallast Ovi, sem þýðir „dyr“ á finnsku. Nokia hyggur einnig á framboð leikja í gegnum aðganginn. Viðskipti erlent 3.9.2007 14:30 Mús og fjarstýring Logitech hefur framleitt tölvumús sem er líka fjarstýring. Eftir því sem hlutverk tölvunnar verður viðameira í lífi fólks fleygir tækninni fram og allt er reynt til að hafa hlutina sem einfaldasta fyrir notandann. Viðskipti erlent 3.9.2007 14:15 Apple og Volkswagen í samstarf við iCar Heyrst hefur að Apple-tölvufyrirtækið og bílaframleiðandinn Volkswagen séu í viðræðum um að búa til iCar sem myndi vera búinn ýmsum tæknikostum frá Apple. Talsmaður Volkswagen staðfesti að framkvæmdastjórar fyrirtækjanna hefðu hist í Kaliforníu á dögunum og kastað á milli sín hugmyndum en ekkert væri ákveðið enn. Viðskipti erlent 3.9.2007 13:51 Metmánuður hjá OMX í óróanum Nýliðinn ágústmánuður var metmánuður hjá norrænu OMX-kauphöllinni en Kauphöll Íslands heyrir undir hana. Eftir því sem fram kemur á danska viðskiptafréttavefnum Börsen urðu rúmlega 214 þúsund viðskipti að meðaltali á dag í OMX-kauphöllinni á ágúst. Viðskipti innlent 3.9.2007 13:34 Spá óbreyttum vöxtum hjá Seðlabankanum á fimmtudag Greiningardeild Glitnis spáir því að stjórn Seðlabanka Íslands breyti ekki stýrivöxtum á fimmtudag en þá verður ákvörðun þar um kynnt. Stýrivextir eru nú 13,3 prósent og hefur Seðlabankinn haldið þeim óbreyttum frá því í desember í fyrra. Viðskipti innlent 3.9.2007 11:43 Grænt ljós á kaup Straums í Tékklandi Fjármálaeftirlitið hefur samþykkt kaup Straums-Burðarássá 50 prósenta hlut í tékkneska fjárfestingabankanum Wood & Company. Straumur keypti hlutinn í júní með kauprétt að eftirstandandi hlutum eigi síðar en árið 2011. Viðskipti innlent 3.9.2007 10:39 Nýr stjóri yfir bjórbrugginu Jørgen Buhl Rasmussen hefur ráðinn forstjóri danska bjórframleiðandans Carlsberg. Hann tekur við af Nils Smedegaard Andersen í byrjun næsta mánaðar en í júní var Andersen ráðinn yfir danska skiparisanum A.P. Möller-Mærsk, eins stærsta skipafélags í heimi. Jess Søderberg, fráfarandi forstjóri skipafélagsins, ætlar hins vegar að setjast í helgan stein. Viðskipti erlent 3.9.2007 10:22 Storebrand kaupir líftryggingahluta Handelsbanken Norska tryggingafélagið Storebrand hefur keypt líftryggingahluta sænska bankans Handelsbanken. Kaupverð nemur 18 milljörðum sænskra króna, tæplega 166 milljörðum íslenskra króna. Kaupþing og Exista saman rúman fjórðungshlut í Storebrand.Storebrand stefnir að því að veita líftryggingar sænska bankans í Noregi. Viðskipti erlent 3.9.2007 09:32 Stoðir eignast Keops Íslenska fasteignafélagið Stoðir Group hefur tryggt sér 96,7 prósent hlutabréfa í stærsta fasteignafélagi Danmerkur á markaði, Keops, eftir því sem segir í tilkynningu frá Keops. Stoðir gerðu tilboð í félagið fyrr í sumar og var hluthöfum í Keops boðið 24 danskar krónur á hlut í félaginu eða hlutabréf í Stoðum. Viðskipti innlent 3.9.2007 09:28 Glitnir kaupir norskt fasteignafélag Glitnir Property Holding í Noregi hefur náð samkomulagi um kaup á norska fasteignafélaginu BSA og stefna félögin að því að verða leiðandi í ráðgjöf og fjármögnun í fasteignaviðskiptum í Noregi. BSA er jafnframt með starfsemi í Þýskalandi.Eignir sameinaðra fyrirtækja nema 2,7 milljörðum evra, jafnvirði tæpra 235 milljarða íslenskra króna. Viðskipti innlent 3.9.2007 09:12 Heimsmarkaðsverð á hveiti hækkar um 30% Heimsmarkaðsverð á hveiti hefur hækkað um 30% í ágúst og segir blaðið The Financial Times að þetta sé mesta hækkun á hveiti í einum mánuði síðan í ágúst 1973. Það er einkum mikil eftirspurn í Bandaríkjunum eftir þessari vöru sem hefur keyrt verðið upp. Viðskipti erlent 2.9.2007 11:41 Fjárfestar þurfa ekki einir að taka á vandanum Fjárfestar tóku við sér í Bandaríkjunum í gær eftir að Bush Bandaríkjaforseti og Bernanke seðlabankastjóri fullvissuðu þá um að þeir yrðu ekki látnir einir um að leysa vandamál sem skapast hafa á fjármálamörkuðum vegna vanskila húsnæðislána. Viðskipti erlent 1.9.2007 12:01 FME í Svíþjóð rannsakar innherjaviðskipti í tengslum við slaginn um OMX Sænska Fjármálaeftirlitið hefur fundið sannanir fyrir hugsanlegum ólöglegum innherjaviðskiptum með hlutabréf í norrænu kauphöllinni OMX. Þetta kom upp við rannsókn á hinni fjandsamlegu yfirtökutilraun kauphallarinnar í Dubai á OMX. Upplýsingarnar hafa verið sendar efnahagsbrotadeild sænsku lögreglunnar að því er segir í blaðinu The Financial Times. Viðskipti innlent 1.9.2007 10:49 « ‹ ›
Viðskiptahallinn 51 milljarður Viðskiptahallinn á Íslandi var 51 milljarður króna á öðrum fjórðungi ársins 2007. Á fyrsta ársfjórðungi var hallinn 29 milljarðar og því lætur nærri að viðskiptahallinn hafi tvöfaldast. Í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands segir að aukningin skýrist af meiri halla á vöruskiptajöfnuði sem var 31 milljarður. Viðskipti innlent 4.9.2007 16:49
Atorka hækkaði mest í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa hækkaði lítillega á heildina litið í Kauphöllinni í dag en Úrvalsvísitalan bætti við sig 0,08 prósentum. Gengi bréfa í Atorku hækkaði mest, eða um 2,86 prósent. Bréf í stoðtækjafyrirtækinu Össuri lækkaði hins vegar mest, eða um 2,34 prósent. Viðskipti innlent 4.9.2007 15:40
Eftirvænting eftir næstu kynslóð iPod Apple mun kynna sjöttu kynslóð iPod spilaranna vinsælu á morgun. Miklar vangaveltur hafa spunnist út um í hvaða átt tæknirisinn Apple sé að þróa spilarann. Talið er víst að nýi iPodinn muni svipa mikið til hins margumtalaða iPhone síma. Viðskipti erlent 4.9.2007 15:06
Hlutabréf hækka í Bandaríkjunum Gengi hlutabréfa hækkaði lítillega á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag þrátt fyrir að nýbirtar tölur bentu til að dregið hafi úr framleiðslu og fjárfestingum fyrirtækja. Greinendur segja fjárfesta enn bjartsýna eftir yfirlýsingu Bens Bernanke, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, frá því á föstudag að bankinn muni bregðast við þrengingum á bandarískum fasteignalánamarkaði. Viðskipti erlent 4.9.2007 14:54
Atorka og Alfesca hækka mest Atorka Group og Alfesca hafa hækkað mest í Kauphöllinni það sem af er degi. Alls hefur Atorka hækkað um 2,97% en Alfesca, sem birti ljómandi fínt ársuppgjör í gær, hefur hækkað um 2,39%. Viðskipti innlent 4.9.2007 13:42
Saga Film hluti af fjölþjóðlegu fyrirtæki Saga Film, sem heyrt hefur undir 365 hf, verður hluti af fjölþjóðlegu fyrirtæki sem framleiða mun auglýsingar og sjónvarpsefni og stýra ýmiss konar viðburðum. Saga Film sameinast félaginu European Film Group A/S sem Baugur keypti nýverið og mun hið nýja félag bera nafnið European film Group ehf. Viðskipti innlent 4.9.2007 11:34
Framleiðni í heiminum mest í Noregi Norðmenn eru á toppnum í framleiðni meðal þjóða heims, samkvæmt rannsókn Alþjóða vinnumálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þar er miðað við vinnu per klukkustund. Norðmenn eru talsvert ofar en Bandaríkjamenn og Frakkar, sem koma næst á eftir þeim. Bandaríkjamenn vinna hinsvegar flestar klukkustundir á ári. Viðskipti erlent 4.9.2007 11:03
Lækkun á evrópskum mörkuðum Lækkun varð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í morgun eftir samfelldar hækkanir í fjóra daga í röð. Fréttastofa Reuters segir að fjárfestar haldi að sér höndum þar sem von er á nýjum upplýsingum um ástand bandaríska hagkerfisins. Viðskipti erlent 4.9.2007 10:33
Candover framlengir yfirtökutilboð í Stork Breska fjárfestingafélagið Candover hefur framlengt samþykkisfrest hluthafa í hollenska félaginu Stork vegna yfirtökutilboðs Candover í allt hlutafé Stork. Tilboð Candover-manna hljóðar upp á 1,5 milljarða evra og gildir framlengt tilboð til 18. september. Viðskipti innlent 4.9.2007 09:59
Þriðja kynslóð farsíma tekin í notkun Þriðju kynslóðar farsímakerfi var formlega tekið í notkun á Íslandi þegar Síminn kynnti 3G-þjónustu sína í gær. Helstu nýjungarnar sem 3G-tæknin felur í sér eru þríþættar: Móttaka sjónvarpsútsendinga, tenging við internet með allt að 7,2 megabita hraða og myndsímtöl þar sem viðmælendur sjá hvor annan meðan á símtali stendur. Viðskipti innlent 4.9.2007 00:01
Stærsti banki Evrópu kaupir ráðandi hlut í kóreskum banka Stjórn HSBC Holdings banka, stærsta banka Evrópu, ákvað í dag að kaupa 51 prósenta hlut í kóreska bankanum Korea Exchange Bank. Fyrir hlutinn greiðir HSBC rúma 400 milljarða króna. Viðskipti erlent 3.9.2007 21:52
Hagnaður Alfesca jókst um 87 prósent Hagnaður Alfesca nam 22,4 milljónum evra, jafnvirði tæpra tveggja milljarða íslenskra króna, á síðasta ári, sem lauk í enda júní. Árið þar á undan nam hagnaðurinn 12 milljónum evra og jafngildir þetta að hann hafi aukist um 87 prósent á milli ára. Viðskipti innlent 3.9.2007 20:50
Straumur skráir hlutafé í evrum fyrst íslenskra fyrirtækja Stjórn Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka ákvað á fundi sínum í dag að skrá hlutafé bankans í evrum í stað íslenskra króna frá og með 20. september. Með þessu verður Straumur fyrsta íslenska fyrirtækið til að skrá hlutafé sitt í erlendri mynt. Viðskipti innlent 3.9.2007 17:15
Úrvalsvísitalan lækkaði í Kauphöllinni Úrvalsvísitalan lækkaði lítillega við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Þetta er takti við þróun á erlendum hlutabréfamörkuðum sem legið hafa beggja vegna núllsins. Gengi bréfa í Icelandair Group hækkaði verulega fyrri hluta dagsins, um rúm fimm prósent þegar mest lét, en tók að dala eftir því sem leið á. Gengi bréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri hækkaði mest, eða um 1,99 prósent. Viðskipti innlent 3.9.2007 16:06
Sjónvarpsfrelsi Sjónvarps- eða vídeóflakkari kallast heitasta heimilistækið í dag. Hvern langar ekki til að fylgjast með framhaldsþáttaröð án þess að þurfa að bíða í viku eftir næsta þætti? Ansi marga… og það er þess vegna sem svokallaðir vídeóflakkarar verða vinsælli með hverjum mánuðinum sem líður. Viðskipti innlent 3.9.2007 15:15
NBC slítur samstarfi við Apple NBC Universal hefur ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við Apple iTunes um sölu á stafrænu niðurhali sjónvarpsþátta þar sem ekki náðist samkomulag um verðlag. Viðskipti erlent 3.9.2007 14:45
Digital-tónlist í Nokia Símarisinn Nokia svipti hulunni af eigin tónlistarverslun á dögunum, en hægt verður að heimsækja búðina í gegnum nýjan netaðgang, sem kallast Ovi, sem þýðir „dyr“ á finnsku. Nokia hyggur einnig á framboð leikja í gegnum aðganginn. Viðskipti erlent 3.9.2007 14:30
Mús og fjarstýring Logitech hefur framleitt tölvumús sem er líka fjarstýring. Eftir því sem hlutverk tölvunnar verður viðameira í lífi fólks fleygir tækninni fram og allt er reynt til að hafa hlutina sem einfaldasta fyrir notandann. Viðskipti erlent 3.9.2007 14:15
Apple og Volkswagen í samstarf við iCar Heyrst hefur að Apple-tölvufyrirtækið og bílaframleiðandinn Volkswagen séu í viðræðum um að búa til iCar sem myndi vera búinn ýmsum tæknikostum frá Apple. Talsmaður Volkswagen staðfesti að framkvæmdastjórar fyrirtækjanna hefðu hist í Kaliforníu á dögunum og kastað á milli sín hugmyndum en ekkert væri ákveðið enn. Viðskipti erlent 3.9.2007 13:51
Metmánuður hjá OMX í óróanum Nýliðinn ágústmánuður var metmánuður hjá norrænu OMX-kauphöllinni en Kauphöll Íslands heyrir undir hana. Eftir því sem fram kemur á danska viðskiptafréttavefnum Börsen urðu rúmlega 214 þúsund viðskipti að meðaltali á dag í OMX-kauphöllinni á ágúst. Viðskipti innlent 3.9.2007 13:34
Spá óbreyttum vöxtum hjá Seðlabankanum á fimmtudag Greiningardeild Glitnis spáir því að stjórn Seðlabanka Íslands breyti ekki stýrivöxtum á fimmtudag en þá verður ákvörðun þar um kynnt. Stýrivextir eru nú 13,3 prósent og hefur Seðlabankinn haldið þeim óbreyttum frá því í desember í fyrra. Viðskipti innlent 3.9.2007 11:43
Grænt ljós á kaup Straums í Tékklandi Fjármálaeftirlitið hefur samþykkt kaup Straums-Burðarássá 50 prósenta hlut í tékkneska fjárfestingabankanum Wood & Company. Straumur keypti hlutinn í júní með kauprétt að eftirstandandi hlutum eigi síðar en árið 2011. Viðskipti innlent 3.9.2007 10:39
Nýr stjóri yfir bjórbrugginu Jørgen Buhl Rasmussen hefur ráðinn forstjóri danska bjórframleiðandans Carlsberg. Hann tekur við af Nils Smedegaard Andersen í byrjun næsta mánaðar en í júní var Andersen ráðinn yfir danska skiparisanum A.P. Möller-Mærsk, eins stærsta skipafélags í heimi. Jess Søderberg, fráfarandi forstjóri skipafélagsins, ætlar hins vegar að setjast í helgan stein. Viðskipti erlent 3.9.2007 10:22
Storebrand kaupir líftryggingahluta Handelsbanken Norska tryggingafélagið Storebrand hefur keypt líftryggingahluta sænska bankans Handelsbanken. Kaupverð nemur 18 milljörðum sænskra króna, tæplega 166 milljörðum íslenskra króna. Kaupþing og Exista saman rúman fjórðungshlut í Storebrand.Storebrand stefnir að því að veita líftryggingar sænska bankans í Noregi. Viðskipti erlent 3.9.2007 09:32
Stoðir eignast Keops Íslenska fasteignafélagið Stoðir Group hefur tryggt sér 96,7 prósent hlutabréfa í stærsta fasteignafélagi Danmerkur á markaði, Keops, eftir því sem segir í tilkynningu frá Keops. Stoðir gerðu tilboð í félagið fyrr í sumar og var hluthöfum í Keops boðið 24 danskar krónur á hlut í félaginu eða hlutabréf í Stoðum. Viðskipti innlent 3.9.2007 09:28
Glitnir kaupir norskt fasteignafélag Glitnir Property Holding í Noregi hefur náð samkomulagi um kaup á norska fasteignafélaginu BSA og stefna félögin að því að verða leiðandi í ráðgjöf og fjármögnun í fasteignaviðskiptum í Noregi. BSA er jafnframt með starfsemi í Þýskalandi.Eignir sameinaðra fyrirtækja nema 2,7 milljörðum evra, jafnvirði tæpra 235 milljarða íslenskra króna. Viðskipti innlent 3.9.2007 09:12
Heimsmarkaðsverð á hveiti hækkar um 30% Heimsmarkaðsverð á hveiti hefur hækkað um 30% í ágúst og segir blaðið The Financial Times að þetta sé mesta hækkun á hveiti í einum mánuði síðan í ágúst 1973. Það er einkum mikil eftirspurn í Bandaríkjunum eftir þessari vöru sem hefur keyrt verðið upp. Viðskipti erlent 2.9.2007 11:41
Fjárfestar þurfa ekki einir að taka á vandanum Fjárfestar tóku við sér í Bandaríkjunum í gær eftir að Bush Bandaríkjaforseti og Bernanke seðlabankastjóri fullvissuðu þá um að þeir yrðu ekki látnir einir um að leysa vandamál sem skapast hafa á fjármálamörkuðum vegna vanskila húsnæðislána. Viðskipti erlent 1.9.2007 12:01
FME í Svíþjóð rannsakar innherjaviðskipti í tengslum við slaginn um OMX Sænska Fjármálaeftirlitið hefur fundið sannanir fyrir hugsanlegum ólöglegum innherjaviðskiptum með hlutabréf í norrænu kauphöllinni OMX. Þetta kom upp við rannsókn á hinni fjandsamlegu yfirtökutilraun kauphallarinnar í Dubai á OMX. Upplýsingarnar hafa verið sendar efnahagsbrotadeild sænsku lögreglunnar að því er segir í blaðinu The Financial Times. Viðskipti innlent 1.9.2007 10:49