Viðskipti

Nýr forstjóri hjá Eimskipi í Ameríku

Brent Sugden, forstjóri kanadíska kæli- og frystigeymslufélagsins Versacold, hefur í kjölfar skipulagsbreytinga verið ráðinn forstjóri yfir kæli- og frystigeymslusviði Eimskips í Ameríku. Reynir Gíslason sem gegnt hefur bæði stöðu forstjóra Eimskips í Ameríku frá júlí 2006 svo og forstjóra Atlas frá nóvember 2006 heldur áfram sem forstjóri yfir annarri starfsemi Eimskips í Ameríku.

Viðskipti innlent

Heimsmarkaðsverð á gulli nálgast fyrra met

Heimsmarkaðsverð á gulli hefur stigið ört síðustu vikur þar sem taugaóstyrkir fjárfestar hafa reynt að leita í öruggt skjól með fjármuni sína. Samkvæmt frétt í danska viðskiptablaðinu Börsen nálgast verð á gulli nú fyrra met. Verðið er komið í 707 dollara fyrir únsuna en fór hæst í 730 dollara í maí á síðasta ári.

Viðskipti erlent

Fall á 90 dögum

Straumur - Burðarás fjárfestingarbanki stefnir að því auka heildartekjur sínar upp 1.250 milljónir evra, jafnvirði um 112 milljaða króna fyrir árið 2010. Þá er stefnt að því að 40 prósent starfsmanna verði konur í lok næsta árs. Þetta kom fram í kynningu Williams Fall á framtíðarmarkmiðum bankans, en bankinn hefur lækkað um rétt rúmlega níu prósent frá því að hann tók við fyrir 90 dögum.

Viðskipti innlent

Óttast kreppu á heimsmörkuðum

Óttast er að fyrirsjáanlegur skortur á lánsfé á bankamarkaði í næstu viku muni valda því að bankar víðs vegar um heim dragi verulega úr útlánastarfsemi. Forráðamenn stærstu banka heims óttast þetta komi til með að valda mikilli kreppu á heimsmörkuðum.

Viðskipti erlent

Stærsta skuldsetta yfirtaka sögunnar

Hluthafar í bandaríska orkufyrirtækinu TXU samþykktu í gær stærstu skuldsettu yfirtöku í heimi. Tilboðið hljóðar upp á rúma 2.400 milljarða íslenskra króna fyrir um 25 prósent eignaraðild að fyrirtækinu.

Viðskipti erlent

Nasdaq frestar sölu á hlut sínum í LSE

Nasdaq kauphöllin í Bandaríkjunum hefur frestað sölu á 30 prósent hlut sínum í bresku kauphöllinni, London Stock Exchange, fram í næstu viku. Forráðamenn Nasdaq vonast til þess að fresturinn muni gefa fleiri fjárfestum tækifæri til að bjóða í hlutinn.

Viðskipti erlent

Fjöldauppsagnir hjá stærsta fasteignalánafyrirtæki Bandaríkjanna

Bandaríska fasteignalánafyrirækið Countrywide Financial Corp. tilkynnti í gær að það þyrfti mögulega að segja upp 12 þúsund starfsmönnum til að spara rekstrarkostnað. Fyrirtækið, líkt og önnur fasteignalánafyrirtæki í Bandaríkjunum, hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu sökum mikilla vanskila á lánum og lækkandi fasteignaverðs.

Viðskipti erlent

Peningaskápurinn...

Nokkuð hefur verið rætt upp á síðkastið um netþjónabú, sem bandarísku hugbúnaðar- og netfyrirtækin Microsoft, Yahoo, Google, ásamt öðrum, eru að skoða að reisa hér á landi. Á ráðstefnu Skýrslutæknifélags Íslands í vikunni um netþjónabúin komu upp vangaveltur um nafnið enda gætu bú sem þessi geymt mun meira en netþjóna eina.

Viðskipti innlent

Farsímalaust frí

Farsímabann hefur verið sett á ferðamannaparadís í Karíbahafinu. Stundum er áreitið svo mikið í nútímasamfélagi að marga dreymir um að komast í frí þar sem tæki og tól eins og iPod og farsímar eru hreinlega skilin eftir heima. Nú gætu þeir hinir sömu látið drauminn rætast með fríi á Palm Island, fjölsóttri eyju sem tilheyrir Grenadíneyjunum í Karíbahafinu.

Viðskipti innlent

Dregur úr veltu á fasteignamarkaði

Þinglýstir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 864 talsins í ágúst samanborið við 999 í júlí, samkvæmt tölum Fasteignamats ríkisins. Greiningardeild Kaupþings segir að þótt dregið hafi úr veltu kaupsamninga séu þeir tvöfalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Greiningardeildin reiknar með áframhaldandi hækkun á fasteignaverði í september en telur að eftirspurn muni minnka á næstu mánuðum vegna hærri vaxta.

Viðskipti innlent

Skuldatryggingarálag í hæstu hæðum

Skuldatryggingarálag íslensku viðskiptabankanna hefur hækkað töluvert undanfarinn mánuð í kjölfar óróa á erlendum fjármálamörkuðum. Álagið hefur farið hækkandi frá því um miðjan júní og hefur vísitala yfir skuldatryggingarálag fjármálafyrirtækja rúmlega fimmfaldast á tímabilinu. Skuldatryggingarálag Kaupþings hefur hækkað mest en það hefur þrefaldast.

Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan lækkar í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa lækkaði í Kauphöllinni í dag. Þetta er í takti við lækkun á helstu hlutabréfamörkuðum. Gengi bréfa í FL Group lækkaði mest, eða um 3,75 prósent. Gengi einungis tveggja félaga hækkaði, Atlantic Petroleum og Alfesca.

Viðskipti innlent

Þröng á þingi hjá Marel Food Systems

Þröng mun vera á þingi í höfuðstöðvum Marel Food Systems í Garðabænum þessa dagana en þar stendur nú yfir þriggja daga stjórnendafundur samsteypunnar. Þar koma saman allir forstjórar og framkvæmdastjórar, sölustjórar, þjónustustjórar og fjármálastjórar allra dótturfélaga. Alls eru þetta um 150 stjórnendur frá 25 löndum.

Viðskipti innlent

Störfum fækkaði í Bandaríkjunum í ágúst

Nýbirtar tölur frá bandaríska vinnumálastofnunni benda til að fyrirtæki þar í landi hafi sagt upp 4.000 starfsmönnum í nýliðnum mánuði. Þetta er þvert á væntingar enda talið að fyrirtæki myndu halda áfram að ráða til sín fleira starfsfólk. Niðursveiflu á fjármálamörkuðum vegna vanskila á fasteignalánum í vor er kennt um ástandið.

Viðskipti erlent

Metvelta á gjaldeyrismarkaði í ágúst

Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri nam 750 milljörðum króna í síðasta mánuði og hefur hún aldrei verið jafn mikil í einum mánuði. Greiningardeild Glitnis segir ástæðuna óróa á fjármálamörkuðum heims í kjölfar vandræða í Bandaríkjunum tengdum annars flokks húsnæðislánum (e. subprime).

Viðskipti innlent

Greenspan segir fjárfesta áhyggjufulla

Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir fjárfesta áhyggjufulla og einkenni ótti þeirra stöðuna á fjármálamarkaði upp á síðkastið. Hann líkti ástandinu á hlutabréfamörkuðum í kjölfar mikilla vanskila á bandarískum fasteignalánamarkaði nú við fall á mörkuðum árið 1987 og 1998.

Viðskipti erlent

Nýr forstjóri Eimskips á Íslandi

Guðmundur Davíðsson hefur verið ráðinn forstjóri yfir starfsemi Eimskips á Íslandi En Bragi Þór Marinósson verður forstjóri yfir Norður-Atlantshafssvæði félagsins. Í tilkynningu frá félaginu segir að ráðningin sé til komin vegna skipulagsbreytinga en gífurlegur vöxtur Eimskips á undanförnum mánuðum hafi kallað á að Norður-Atlantshafssvæði félagsins verði skipt í tvennt.

Viðskipti innlent

Range Rover umhverfisvænni en Prius

Bensínsþambandi tryllitæki gætu verið umhverfisvænni en tvinnbílar, samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn þar sem orkunotkun tengd hverjum bíl, allt frá hönnun og framleiðsluferli til heildar rekstrartíma og endurvinnslu er tekin með í reikninginn.

Viðskipti erlent

Apple biðst afsökunar

Apple tölvuframleiðandinn hefur beðist afsökunar á því að hafa lækkað verðir á Iphone síma sínum. Fyrirtækið tilkynnti í gær að verð símans yrði lækkað um sem samsvarar þrettán þúsund krónum, tveimur mánuðum eftir að hann kom á markað. Tilkynningin vakti reiði viðskiptavina sem þegar höfðu keypt símann. Steve Jobs, forstjóri Apple, sagði það rétta ákvörðun að lækka verðið, þar sem síminn hafi verið of dýr, og bauð þeim sem þegar höfðu keypt símann bætur.

Viðskipti erlent

Peningaskápurinn ...

Margir hafa reynt að komast yfir TM en engum tekist það fyrr en nú að FL Group, Sund og Glitnir náðu þar undirtökunum. Jón Ásgeir Jóhannesson, sem reyndi að komast til valda í TM fyrir nokkrum árum án árangurs, er því kominn með pálmann í hendurnar.

Viðskipti innlent

Þrjú fyrirtæki hafa sýnt áhuga á netþjónabúi

Þrjú fyrirtæki hafa þegar skoðað aðstæður á Íslandi fyrir uppsetningu netþjónabúa og bendir margt til að fyrirtæki með Íslendinga í fararbroddi muni ríða á vaðið, að því er kom fram í ræðu Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra á ráðstefnu um netþjónabú í gær.

Viðskipti innlent

Uppsetning kerfisins hefst í haust

Vodafone hefur gert samning við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei um kaup á tæknibúnaði vegna uppbyggingar Voda­fone á langdrægu GSM-farsímakerfi. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis, móðurfélags Vodafone, og Sun Zheng Yang, fulltrúi Huawei, skrifuðu undir samninginn í utanríkis­ráðuneytinu í gær.

Viðskipti innlent