Viðskipti

Guðlaugur vill ræða um þrotabú bankanna

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur mikilvægt að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis ræði framkvæmd Seðlabankans á gjaldeyrishöftunum og hættu sem steðjar af Íslandi ef erlendir kröfuhafar ná yfirráðum yfir þrotabúum bankanna.

Viðskipti innlent

Leiguverðið hækkar mest miðsvæðis

Leiguverð hefur hækkað umtalsvert að undanförnu en algengt er á þessum árstíma að námsfólk leigi sér húsnæði eða endurnýji leigusamninga. Lögfræðingur Neytendasamtakanna gefur leigutökum og leigusölum einfalt ráð til að koma í veg fyrir vandræði. Það er að hafa allt skriflegt sem samið er um.

Viðskipti innlent

Styttist í samninga um fjármögnun Vaðlaheiðarganga

Bæjarstjórinn á Akureyri, Eiríkur Björn Björgvinsson, vonast til þess að gengið verði endanlega frá samningum um fjármögnun Vaðlaheiðarganga á næstu dögum. Þetta sagði Eiríkur í samtali við vikudag á Akureyri eftir fund hans með fjármálaráðherra og atvinnuvegaráðherra.

Viðskipti innlent

Skuldir Álftaness minnka

Skuldir og skuldbindingar Álftaness voru 7,2 milljarðar í árslok 2009 en verður komin í 3,2 milljarða í lok þessa árs verði af sameiningu sveitarfélagsins við Garðabæ.

Viðskipti innlent

Kaupþing frestar nauðasamningi

Kaupþing hefur frestað framlagningu nauðasamnings fram á síðasta ársfjórðung ársins 2012. Áður stóð til að leggja nauðasamninginn fram á þriðja ársfjórðungi, sem lýkur í lok septembermánaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef þrotabús Kaupþings sem birt var í gær.

Viðskipti innlent

Apple biðst afsökunar

Tæknirisinn Apple hefur beðið viðskiptavina sína afsökunar og heitir því að uppfæra staðsetningarþjónustu sína á næstu vikum. Fyrirtækið ákvað að slíta samstarfi sínu við Google fyrir nokkru en fyrri kynslóðir iPhone snjallsímanna sem og iPad spjaldtölvanna hafa notað Google Maps kortaþjónustuna.

Viðskipti erlent

Dúkkulísurnar flytja fé til Vestfjarða

Dress up games ehf., sem rekur Dúkkulísuvefinn Dressupgames.com, hagnaðist um 48,8 milljónir króna á síðasta ári, samkvæmt ársreikningi félagsins. Það er nokkru minna en árið 2010 en þá hagnaðist félagið um ríflega 88 milljónir króna. Eigið fé félagsins nam 192 milljónum í lok síðasta árs. Eignir félagsins námu 257 milljónum króna og skuldir rúmlega 65 milljónir, þar af námu viðskiptaskuldir tæplega 50 milljónum króna.

Viðskipti innlent

Viðtökurnar framar vonum

Victoria?s Secret Beauty & Accessories- verslunin í brottfararverslun Fríhafnarinnar var opnuð í febrúar á þessu ári og hefur verið tekið opnum örmum af íslenskum sem erlendum konum. Verslunin er sú eina sinnar tegundar á Norðurlöndum.

Kynningar

Þingmenn gefast ekki upp fyrir Seðlabankanum

Samstaða er um það í fjárlaganefnd Alþingis að reyna til þrautar að krefja Seðlabanka Íslands upplýsinga um það af hverju tekin var ákvörðun um að lána Kaupþingi 500 milljóna evra þrautavaralán örfáum dögum fyrir hrun bankans og hvernig staðið var að ákvörðuninni.

Viðskipti innlent

WOW air flýgur til Gatwick

Frá og með deginum í dag mun WOW air hefja áætlunarflug til Gatwick flugvallar. Í vetur verður flogið til Lundúna alla föstudaga og heim til Íslands á mánudögum. Í sumaráætlun félagsins mun ferðum fjölga til muna en flogið verður átta sinnum í viku til Gatwick flugvallar. Gatwick flugvöllur er annar stærsti flugvöllur Bretlands og er ein af flugbrautum vallarins meðal þeirra fjölförnustu í heiminum. Flugvöllurinn þjónar um 34 milljónum farþegar sem koma frá 200 áfangastöðum í 90 löndum. Flugvöllurinn er staðsettur 28 km. suður af Lundúnum og er vel tengdur með opinberum samgöngum, þar með talið Gatwick Express hraðlestinni. Gatwick Airport er í eigu hóps alþjóðlegra fjárfesta en Global Partners er einn stærsti hluthafinn.

Viðskipti innlent

Viðtökurnar framar vonum

Victoria‘s Secret Beauty & Accessories-verslunin í brottfararverslun Fríhafnarinnar var opnuð í febrúar á þessu ári og hefur verið tekið opnum örmum af íslenskum sem erlendum konum. Verslunin er sú eina sinnar tegundar á Norðurlöndum.

Kynningar

UNA annast húð þína af alúð

Á sólríkum dögum sumars heilsaði Una með einstökum andlitskremum. Kremin eru rík af náttúrulegum og lífrænum innihaldsefnum, sérvöldum til að veita húðinni það allra besta. Una varðveitir samspil hafs og vísinda með lífefnum úr íslenskum sjávarþörungum.

Kynningar

PurePharma væntanlegt til Íslands

PurePharma er alþjóðlegt fyrirtæki sem er staðsett í Danmörku. Fyrirtækið framleiðir eingöngu nokkur vísindalega sannreynd fæðubótaefni sem virkilega hafa áhrif á heilsufar fólks. Sportlíf mun bráðlega selja PurePharma-vörurnar í verslunum sínum. Að sögn Jóns Inga Þrastarsonar, verslunarstjóra Sportlífs í Glæsibæ og talsmanns PurePharma á Íslandi, er tilgangur sá að setja á markað hérlendis Omega-3 fiskiolíu, D-vítamín og nauðsynleg steinefni í hæsta gæðaflokki fyrir fólk og íþróttamenn sem gera miklar kröfur.

Kynningar

Sala á hlut banka gæti skilað 82 milljörðum

Verði frumvarp um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum að lögum fær Oddný G. Harðardóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, heimild til að selja 13 prósenta hlut í Arion banka, fimm prósenta hlut í Íslandsbanka, allt að 28 prósenta hlut í Landsbankanum og allt hlutafé sem ríkið á í sparisjóðum landsins. Í frumvarpinu, sem var lagt fram í gær, kemur fram á að leggja skuli áherslu á "opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni“ við söluna sem Bankasýsla ríkisins á að annast. Með hagkvæmni er átt við að leitað verði hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignarhlutina.

Viðskipti innlent

Spánverjar þurfa minna fé til að bjarga bönkum sínum

Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir að Spánverjar þurfi minna lánsfé til að bjarga bankakerfi sínu en talið var að þeir þyrftu í sumar. Lánsfjárþörfin sé nær 40 milljörðum evra en þeim 100 milljörðum evra, eða um 16.000 milljörðum kr., sem rætt var um í sumar.

Viðskipti erlent

Nýtt himneskt ofurfæði á markað

Eftirspurn eftir heilsufæði og lífrænu fæði hefur aukist mikið á undanförnum árum. "Það eru skemmtilegir tímar fram undan í heilsu- og hollustumálum því aðgengi að góðum heilsuvörum er alltaf að aukast," segir Solla Eiríks, sem stofnaði vörulínuna Himneskt ásamt manninum sínum, Elíasi Guðmundssyni.

Kynningar

Málareksturinn í Icesave kostar 140 milljónir

Gert er ráð fyrir því að kostnaðurinn við málsvörnina í Icesave málinu kosti 140 milljónir króna. Þetta kemur fram í fjáraukalögum fyrir árið 2012 sem dreift var á Alþingi í dag. Auk 140 milljóna króna sem fara í málareksturinn sjálfan er óskað eftir 13 milljóna króna framlagi til þess að kynna sjónarmið Íslands erlendis.

Viðskipti innlent

BMW semur við Verne Global

Þýska stórfyrirtækið BMW hefur bæst í hóp viðskiptavina Verne Global á Íslandi. Bílaframleiðandinn mun sannreyna hönnuð mót fyrir nýjustu bifreiðar sínar í gagnaveri fyrirtækisins í Reykjanesbæ.

Viðskipti innlent