Viðskipti

Glæsihýsi boðið á 176 milljónir króna

Það virðist vera kominn góður kippur í fasteignasölu á höfuðborgarsvæðinu. Í það minnsta býður fasteignasalan Landmark til sölu 450 fermetra hús á Lindabraut á Seltjarnarnesi fyrir 176 milljónir króna. Það er um fjórfalt fasteignamat hússins, en það er 43,7 milljónir.

Viðskipti innlent

Tveir stórir lífeyrissjóðir hafna Eimskipi

Tveir stórir lífeyrissjóðir ætla ekki að taka þátt í hlutabréfaútboði Eimskips. Stjórnir þeirra eru ósáttar við kaupréttarsamninga sem gerðir voru við stjórnendur fyrirtækisins. Formaður Verkalýðsfélags Akranes hefur krafist þess að Festa lífeyrissjóður geri það sama. Ef ekki þá íhugi félagsmenn að flytja sig í annan lífeyrissjóð.

Viðskipti innlent

Matthías Imsland hættur hjá WOW

Matthías Imsland, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Wow air, hefur látið af störfum hjá félaginu, að því er fram kemur í á Viðskiptablaðinu. Matthías var einn helsti driffjöðurinn að stofnun Wow air en hann var áður forstjóri Iceland Express. Skúli Mogensen, eigandi WOW, keypti fyrr í vikunni allan rekstur Iceland Express og sagði þá viðbúið að eitthvað starfsfólk myndi missa vinnuna.

Viðskipti innlent

Smáforrit kynda undir kaupgleði

Viðskiptavinir virðast kaupa meira ef vörur eru pantaðar á vefsíðu eða gegnum smáforrit verslunar heldur en ef kaupin eiga sér stað í gegnum síma. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu sem byggir á upplýsingum frá Capacent.

Viðskipti innlent

Verðbólgan minnkar niður í 4,2%

Ársverðbólgan minnkaði í október niður í 4,2% en hún mældist 4,3% í síðasta mánuði. Þetta er þvert á spár sérfræðinga sem gert höfðu ráð fyrir óbreyttri verðbólgu eða að hún hækkaði í 4,4 til 4,5%.

Viðskipti innlent

Hagnaður Marel minnkar milli ára

Hagnaður Marel eftir skatta á þriðja ársfjórðungi ársins nam tæplega 1,4 milljörðum kr. Þetta er nokkuð minni hagnaður en á sama tímabili í fyrra þegar hann nam rúmlega 1,7 milljörðum kr.

Viðskipti innlent

Skulda Isavia tugi milljóna króna

Isavia kyrrsetti í gærmorgun vél sem Iceland Express var með á leigu vegna ógreiddra lendingagjalda. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skuldar Iceland Express Isavia, sem á og rekur Keflavíkurflugvöll, um hálfa milljón dollara, eða rúmlega 60 milljónir króna.

Viðskipti innlent

Rúmur helmingur í iðnað og stóriðju

Rúmur helmingur þeirrar fjárfestingar sem ratað hefur inn í landið á grundvelli fjárfestingaleiðar Seðlabanka Íslands hefur farið í fjárfestingar í iðnaði, hátækniiðnaði, stóriðju og matvælaiðnaði. Þetta kemur fram í gögnum frá Seðlabankanum.

Viðskipti innlent

Eimskip ekki á neinu útsöluverði

Skiptar skoðanir eru á meðal greiningaraðila um hvort hlutabréf í Eimskip séu góður fjárfestingakostur. Lokuðu hlutafjárútboði, þar sem 20 prósenta hlutur í félaginu verður seldur til valinna fjárfesta, lýkur klukkan 14 í dag. Þetta kemur fram í greiningum Arion banka og IFS ráðgjafar.

Viðskipti innlent

Bankamaður í tveggja ára fangelsi

Rajat Gupta, fyrrverandi stjórnarmaður í Goldman Sachs bankanum, var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi. Hann hafði fyrr á árinu verið fundinn sekur um innherjasvik fyrir að hafa lekið gögnum frá stjórninni til Raj Rajaratnam, fyrrverandi sjóðsstjóra í vogunarsjóð. Rajaratnam sætir nú ellefu ára fangelsi fyrir innherjasvik. Auk fangelsisrefsingarinnar þarf Gupta að greiða fimm milljónir bandaríkjadala, ríflega 600 milljónir króna, í sekt. Þegar refsingin yfir Gupta var ákveðin í dag sagði hann að hann harmaði þau áhrif sem málið hefði haft á fjölskyldu sína.

Viðskipti erlent

Iceland Express skuldar Isavia verulega upphæð

Iceland Express skuldar Isavia verulegar upphæðir vegna lendingagjalda, segir Friðþór Eydal upplýsingafulltrúi í samtali við Vísi. Hann segist ekki vera með nákvæma tölu á reiðum höndum, en samkvæmt heimildum Vísis er þar um að ræða tugi milljóna króna.

Viðskipti innlent

Grikkir semja um lán

Grikkland hefur náð samkomulagi við erlenda lánadrottna sína í Evrópu um frest til að mæta niðurskurðarmarkmiðum sínum. Niðurskurður í ríkisútgjöldum Grikkja er forsenda þess að þeir fái seinna neyðarlán sitt frá Evrópusambandinu og Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.

Viðskipti erlent

Sá besti hefur ávaxtað eignir sínar um 8,78 prósent

Sá sem bestum árangri hefur náð í Ávöxtunarleiknum, frá að hann hófst 1. október sl., hefur náð að ávaxta spilapeninga sína um 8,86 prósent. Það verður að teljast góð ávöxtun á einungis rúmlega þremur vikum, ekki síst þar sem reglur leiksins segja til um að dreifing eigna verði að góð, þ.e. í hlutabréfum, skuldabréfum, gjaldeyri og sjóðum.

Viðskipti innlent

Húsleitir og handtökur á vegum sérstaks saksóknara

Þrír af aðstandendum fjárfestingarfélagsins Ardvis voru handteknir í morgun í rassíu embættis sérstaks saksóknara, að því er segir á vef DV.is. Meðal þeirra er helsti hugmyndafræðingur Ardvis, Bjarni Þór Júlíusson, að því er segir í frétt DV. Samhliða handtökunum fara fram húsleitir vegna rannsóknar embættisins. Þremenningarnir hafa verið færðir til yfirheyrslu hjá embættinu.

Viðskipti innlent

WOW air í samkeppni á ellefu leiðum af fimmtán

WOW air er í samkeppni við önnur flugfélög á ellefu leiðum af þeim fimmtán sem flugfélagið flýgur til næsta sumar. Þetta kemur fram á vefnum Túristi.is. Icelandair flýgur til átta borga sem WOW air flýgur til, flugfélögin German Wings Airberlin og Lufthansa fljúga til þriggja borga í Þýskalandi sem WOW mun fljúga til. Aftur á móti mun WOW air sitja eitt að áætlunarflugi til Alicante, Varsjár, Vilnius og Lyon.

Viðskipti innlent

Þetta er iPad Mini

Tæknifyrirtækið Apple kynnti í gær minni útgáfu af iPad-spjaldtölvunni. Snertiskjár nýju spjaldtölvunar er 7.9 tommur. Á stærri útgáfu iPad er skjárinn 9.7 tommur.

Viðskipti erlent

Bræðurnir orðnir stærstir í Bakkavör

Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar, eru orðnir stærstu einstöku hluthafar félagsins. Þeir eiga nú um 40 prósenta hlut sem þeir hafa keypt hluti fyrir meira en átta milljarða króna. Hlutina hafa þeir keypt af fyrrum kröfuhöfum sínum sem breyttu skuldum Bakkavarar Group í nýtt hlutafé. Á meðal þeirra eru Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), þrotabú Glitnis, sjóðsstýringarfyrirtæki í eigu Íslandsbanka, MP Banki og minni lífeyrissjóðir.

Viðskipti innlent