Viðskipti

Reginn lýkur endurfjármögnun Smáralindar

Reginn hefur lokið öðrum áfanga í endurfjármögnun félagsins. Í framhaldi af viðræðum og öflun tilboða í fjármögnun þá hefur félagið tryggt endurfjármögnun Eignarhaldsfélagsins Smáralindar ehf. að fjárhæð 9 milljörðum króna.

Viðskipti innlent

Neysla á kindakjöti aldrei verið minni á Íslandi

Neysla á kindakjöti hér á landi var að jafnaði 18,8 kíló á hvern íbúa í fyrra, en það er minnsta neysla frá því að Hagstofan hóf að safna slíkum gögnum árið 1983. Til gamans má geta þess að árið 1983 var neysla á kindakjöti 45,3 kíló á hvern íbúa.

Viðskipti innlent

Cisco að kaupa Meraki fyrir 152 milljarða

Cisco systems, sem er stærsti framleiðandi hugbúnaðar fyrir netið á heimsvísu, er að ganga frá kaupum á bandaríska hugbúnaðarfyrirtækinu Meraki fyrir um 152 milljarða króna (1,2 ma. dala), en það fyrirtæki einblínir á þjónustu sem hjálpar fyrirtækjum að stýra netnotkun. Meraki hefur vaxið hratt en að sögn breska ríkisútvarpsins BBC, er litið til þess að sú starfsemi sem Meraki hefur boðið upp muni vaxa hratt á næstu árum.

Viðskipti erlent

Helmingslíkur á að hægt verði að bjarga SAS

Fundað er um það í kvöld hvort hægt verði að bjarga SAS flugfélaginu frá gjaldþroti. Fram kemur á viðskiptavefnum epn.dk að von sé á niðurstöðu um klukkan ellefu í kvöld að íslenskum tíma. Forstjóri félagsins hefur sagt að það séu um helmingslíkur á því að hægt verði að bjarga félaginu. Áður en niðurstaða liggur fyrir þurfa stjórnendur SAS og starfsmenn að vera sammála um niðurskurðaraðgerðir. Þar er meðal annars um að ræða lækkun launa og skerðingu á lífeyrisréttindum. Stjórnendur SAS segjast ætla að senda tilkynningu þegar niðurstaða hefur fengist.

Viðskipti erlent

JP Morgan og Credit Suisse greiddu 55 milljarða í sektir

Tveir af stærstu bönkum heims, JP Morgan Chase og Credit Suisse, greiddu samtals 417 milljónir dala, jafnvirði um 55 milljarða króna, í sektir til fjármálaeftirlitsins í New York, vegna sölu bankanna á skuldatryggingum er tengjast húsnæðislánum til fjárfesta, en eignirnar reyndust því sem næst verðlausar eignir.

Viðskipti erlent

Skuggaeigandi Íslands

Vogunarsjóðir í umsjón bandaríska sjóðstýringafyrirtækisins Davidson Kempner Capital Management LLC eru með gríðarleg ítök í íslensku viðskiptalífi. Þeir eru stærsti einstaki kröfuhafi Glitnis, á meðal allra stærstu kröfuhafa Kaupþings, eiga stórar kröfur á

Viðskipti innlent

Vogunarsjóðir með gríðarleg ítök í íslensku viðskiptalífi

Vogunarsjóðir í umsjá bandaríska sjóðstýringarfyrirtækisins Davidson Kempner eru með gríðarleg ítök í íslensku viðskiptalífi, og sjóðir á vegum þess eru meðal stærstu almennu kröfuhafa í bú föllnu bankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans. Þá eiga sjóðirnir stóra óbeina hluti í mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins.

Viðskipti innlent

Grænar tölur hækkunar í kauphöllinni

Hlutabréf hjá flestum fyrirtækjum í kauphöll Íslands, hækkuðu umtalsvert í dag, en mesta hækkunin var að bréfum Össurar, eða um 2,22 prósent. Gengi bréf félagsins er nú 184. Þá hækkaði gengi bréf Haga um 0,23 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 21,35.

Viðskipti innlent

Á fjórða hundrað milljónir greiddar í desemberbætur

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu velferðarráðherra um að greiða atvinnuleitendum desemberuppbót. Greiðsla til þeirra sem eiga rétt á óskertri uppbót verður 50.152 kr. Þetta er þriðja árið í röð sem atvinnuleitendur fá greidda desemberuppbót, en áður hafði slík uppbót síðast verið greidd árið 2005.

Viðskipti innlent

Már: Gefin í skyn meiri vá en tilefni er til

"Ég veit ekki hvort við semjum við þessi þrotabú, ég held við munum bara segja þeim hvernig þetta á að vera,“ sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri á fundi Viðskiptaráðs á Nordica hóteli í morgun varðandi nauðasamninga þrotabúa Glitnis og Kaupþings og áhrif þeirra á fjármálastöðugleika í landinu. Hann sagði í ræðu sinni fyrr í morgun að gefin væri í skyn meiri vá vegna þessara nauðasamninga en tilefni er til.

Viðskipti innlent

Dögg Pálsdóttir gjaldþrota

Dögg Pálsdóttir lögfræðingur var úrskurðuð gjaldþrota þann 31. október síðastliðinn. Hún hefur þegar skilað inn lögmannsréttindum, eftir því sem fram kemur á vef Viðskiptablaðsins. Samkvæmt lögum missir lögmaður réttindi sín ef hann er úrskurðaður gjaldþrota.

Viðskipti innlent