Viðskipti innlent

Spáir 5% verðhækkun á íbúðaverði næstu þrjú árin

Seðlabankinn spáir því að íbúðaverð hækki að meðaltali um 5% að nafnverði á ári næstu þrjú árin. Miðað við verðbólguspá bankans þá reiknar hann með að raunverð íbúðarhúsnæðis muni hækka um ríflega 2% á ári á tímabilinu.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka þar sem vísað er í efnahagsspá bankans í síðustu viku.

Verðhækkun íbúðarhúsnæðis mun samkvæmt spá bankans einnig verða lítillega umfram byggingarkostnað en aðeins minni en hækkun ráðstöfunartekna. Íbúðaverð hefur hækkað um 5% frá því að það var hvað lægst undir árslok 2010.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×