Viðskipti innlent

Vill að Samkeppniseftirlitið skoði verðlagningu olíufélaganna

Olíufélögin hafa sætt færis og lætt inn hækkunum á álagi sínu á bensín samhliða hækkunum á heimsmarkaðsverði og skattahækkunum. Þetta segir formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda sem villl að Samkeppniseftirlitið skoði hvort að ekki óeðlilegt að verðmunur á milli olíufélaga sé aðeins þrjátíu aurar.

Viðskipti innlent

Halldór J. samþykkti að vera áfram gegn 125 milljóna greiðslu

Halldór J. Kristjánsson, sem var bankastjóri Landsbankans við hlið Sigurjóns Þ. Árnasonar, óskaði eftir að láta af störfum hjá bankanum í ágúst 2008, rétt fyrir hrunið, en ákvað að vera áfram gegn 125 milljóna króna greiðslu. Sigurjón Þ. Árnason, fékk þá sömu greiðslu, sem fór beint í einkalífeyrissjóð hans hjá bankanum.

Viðskipti innlent

Efnishyggjan aukist eftir hrun

Rannsóknir lektors í sálfræði við Háskóla Íslands benda til þess að efnishyggja sé að aukst á Íslandi eftir hrun bankanna. Hún segir að efnishyggja fólks hafi ráðið meiru um skuldsetningu þess en bæði tekjur og fjármálalæsi.

Viðskipti innlent

Þrotabú Landsbankans fer yfir tilboð í Iceland Foods

Verið er að skoða þau tilboð sem bárust inni í Iceland Foods verslunarkeðjuna samkvæmt upplýsingum frá þrotabúi Landsbankans. Reuters greindi frá því fyrr í dag að talið væri að fjárfestingasjóðirnir Bain Capital og BC Partners væru meðal þeirra sem hefðu gert tilboð í keðjuna.

Viðskipti innlent

Sparnaður Sigurjóns fimmfaldaðist á þremur árum

Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, gerði róttækar breytingar á lífeyrissparnaði sínum rétt fyrir bankahrunið. Þá fimmfaldaðist sparnaður Sigurjóns á þremur árum og stóð í 566 milljónum króna í haust, en þessar upplýsingar komu fram við aðalmeðferð í máli hans gegn Landsbankanum. Tveimur mánuðum fyrir hrun keypti hann eignir í erlendum myntum, m.a skuldabréf rússneska fyrirtækisins Gazprom.

Viðskipti innlent

Sigurjón krefst afhendingar á sparnaðinum sínum

Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankstjóri Landsbankans, krefst viðurkenningar á því að í gildi sé samningur milli hans og Landsbankans um viðbótarlífeyrissparnað og þá krefst hann afhendingar á skuldabréfum sem keypt voru fyrir sparnaðinn, en aðalmeðferð í máli hans gegn Landsbankanum stendur nú yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Viðskipti innlent

Fyrirsjáanlegt að afkoma búanna skerðist

Viðbúið er að afkoma íslenskra svínabænda verði lakari, komi til aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Svínaræktarfélag Íslands, um stöðu og horfur í svínarækt.

Viðskipti innlent

Landsbankinn setur Sólningu í sölu

Hömlur ehf., dótturfélag Landsbankans hf., hefur falið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans að annast sölu á öllu hlutafé í Sólningu í Kópavogi sem rekur hjólbarðaverkstæði og annast innflutning á dekkjum.

Viðskipti innlent

Vöruskiptin hagstæð um 104,5 milljarða í fyrra

Samkvæmt bráðabirgðatölum voru fyrir allt árið 2011 fluttar út vörur fyrir 626,4 milljarða króna en inn fyrir 521,9 milljarð króna. Afgangur var á vöruskiptunum við útlönd sem nam 104,5 milljörðum en árið áður voru þau hagstæð um 119,9 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 15,4 milljörðum króna óhagstæðari en árið áður.

Viðskipti innlent

Fremur dauft yfir fasteignamarkaðinum

Enn er fremur dauft yfir fasteignamarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu. Þannig var 86 kaupsamningum um fasteignir þinglýst í síðustu viku en að meðaltali hefur 94 samningum verið þinglýst á viku undanfarnar 12 vikur.

Viðskipti innlent

Kallar enn eftir upplýsingum um uppgjör bankanna

"Ég hef núna fengið upplýsingar um það að það er búið að fjölga um níu þúsund á vanskilaskrá frá árinu 2008,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í dag að vegna þessa mála vanti upplýsingar frá stjórnvöldum um staðreyndir mála sem tengjast lánum.

Viðskipti innlent

Helgi ætlar að færa landsmönnum Sinalco á ný

Helgi Vilhjálmsson, oftast kenndur við sælgætisgerðina Góu, er að hefja innflutning á Sinalco, gosdrykk sem naut feykilegra vinsælda fyrir einungis fáeinum árum. Hann er búinn að flytja fyrsta gáminn inn en stefnir að því að framleiða drykkinn sjálfur með tíð og tíma.

Viðskipti innlent

Þrotabú Samson krefst 518 milljóna vegna Árvakursviðskipta

Tekist var á um þá kröfu þrotabús Samson, fjárfestingafélags Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar, að rifta kaupum á 16,7 prósenta hlut í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, á þeim grundvelli að um gjafagjörning hafi verið að ræða, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Viðskipti innlent

Actavis gerir samning um insúlín

Actavis og pólska fyrirtækið Bioton tilkynntu í dag að þau hefðu stofnað til formlegs samstarfs um þróun og skráningu á insúlíni, einnig svo kölluðum insúlínvirkum lyfjum (e.analogue insulins). Í tilkynningu frá Actavis segir að samkvæmt samningnum beri Bioton ábyrgð á þróun og framleiðslu á insúlíni en Actavis fær einkarétt til að markaðssetja það undir eigin vörumerki í Bandaríkjunum, Japan og Evrópu, einnig á Íslandi. "Bæði fyrirtækin munu bjóða insúlín undir eigin nafni í Póllandi, sem er heimamarkaður Bioton,“ segir ennfremur.

Viðskipti innlent

Þrefalt fleiri fyrirtæki til sölu

Félögum í óskyldum rekstri í eigu viðskiptabanka, sparisjóða og lánafyrirtækja hefur fækkað um sjö frá 1. nóvember síðastliðnum. Þau voru þá 132 talsins en eru nú 125. Félögum sem eru komin í formlegt söluferli hefur þó fjölgað mikið á síðustu þremur mánuðum. Þau voru 14 í nóvember en eru nú 45. Þetta kemur fram í nýjum tölum Fjármálaeftirlitsins (FME) um tímabundna starfsemi lánastofnana sem Fréttablaðið hefur undir höndum.

Viðskipti innlent