Viðskipti innlent

Hækkanir á laxveiðileyfum framundan

Samtímis því að verð á laxveiðileyfum í Rússlandi og víðar fara lækkandi, stefnir í að verðið fari hækkandi hér á landi.

Hæsta tilboð í lax- og silungsveiði á A-svæðinu í Skjálfandafljóti, þar sem veitt er á sex laxastangir og tíu silungsstangir, er til dæmis meira en tvöfalt hærra en greitt hefur verið fyrir svæðið undanfarin ár, að því er kemur fram á vefnum Vötn og veiði.

Verðið var fimm milljónir fyrir pakkann fyrir útboðið, en hæsta tilboð , frá óstofnuðu félagi sem tengist fyrirtækinu Lax-á, er upp á 13,6 milljónir og munu veiðileyfin því væntanlega hækka eitthvað í takt við það.

Svipaða sögu er að segja af fleiri veiðisvæðum, sem farið hafa í útboð upp á síðkastið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×