Viðskipti innlent

Hækkunarferli talið lokið

"Eitt af því sem vekur athygli við síðustu verðbólguspá Seðlabankans er hversu hárri verðbólgu bankinn spáir á allra næstu mánuðum,“ segir greiningardeild Landsbanka Íslands og telur spá bankans of háa til skamms tíma litið. "Skammtímaspár bankans hafa verið óvenju slæmar í ár. Þannig var spáin allt of lág í mars, en allt of há í júlí,“ segir deildin í nýrri umfjöllun.

Viðskipti innlent

Verðbólgan er næstmest hér

Verðbólga innan Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) mældist 2,1 prósent á ársgrundvelli í september, samanborið við 3 prósent mánuðinn á undan. Verðbólgan er líkt og fyrri mánuði næstmest hér á landi.

Viðskipti innlent

Kaupþing spáir 7,4 prósenta verðbólgu

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,23 prósent á milli mánaða í október en greiningaraðilar höfðu spáð 0,4 prósentustiga hækkun milli mánaða. Verðbólga mælist nú 7,2 prósent en greiningardeild Kaupþing spáir að hún muni hækka og verða 7,4 prósent í næstu mælingu.

Viðskipti innlent

Seðlabankinn undirbýr lántöku til styrkingar á gjaldeyrisforða

Fjármálaráðherra og bankastjórn Seðlabanka Íslands hafa undanfarna mánuði átt viðræður um styrkingu á gjaldeyrisforða bankans. Seðlabankinn hefur í umboði fjármálaráðherra falið Barclays Capital, Citigroup and Dresdner Kleinwort að hefja undirbúning að lántöku á evrumarkaði til styrkingar á gjaldeyrisforða bankans.

Viðskipti innlent

Hagnaður Eyris rúmir 1,5 milljarðar króna

Fjárfestingafélagið Eyrir Invest hagnaðist um rúma 1,5 milljarða krónur á fyrstu mánuðum ársins. Hlutafé hefur verið aukið um 10 prósent. Í tilkynningu frá Eyri segir að fjárhagslegur styrkleiki aukist í hlutafjáraukningarinnar og innkomu nýrra fjárfesta. Nýtt hlutafé verður að fullu innborgað í lok ársins.

Viðskipti innlent

Landsbankinn mælir með kaupum í Bakkavör

Greiningardeild Landsbankans segir rekstur Bakkavarar hafa gengið vel á árinu og félagið vaxið umfram markaðinn. Deildin segir í nýju mati á félaginu að verðmatsgengi gefi 62,5 og verði vænt verð eftir 12 mánuði 69,4 krónur á hlut. Deildin mælir því með kaupum á bréfum í Bakkavör.

Viðskipti innlent

Síminn hagnast um 3 milljarða

Síminn skilaði 3.264 milljóna króna hagnaði á þriðja ársfjórðungi samanborið við 929 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þetta er 250 prósenta aukning. Tekjur félagsins voru 6,2 milljarðar króna og jukust um 19 prósent á milli ára.

Viðskipti innlent

Aðhalds er enn þörf þótt verðbólguhorfur séu betri

Stýrivextir Seðlabanka Íslands verða óbreyttir um sinn 14 prósent. Bankinn kynnti ákvörðun sína í gærmorgun um leið og kynnt var efnahagsrit bankans, Peningamál. Bankinn segir tímasetningu ríkisins í skattalækkunum í mars bagalega og til þess fallna að stuðla að hærra vaxtastigi.

Viðskipti innlent

Peningaskápurinn ...

Einkaframtakið fær ekki að fara inn í Landsvirkjun sem nú er að öllu leyti í eigu ríksins. Í umræðum á Alþingi sagði formaður Framsóknarflokksins, Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, að ekkert lægi fyrir að Landsvirkjun yrði seld og „allra síst einkaaðilum", eins kemur frá í frásögn Morgunblaðsins. Reynslan hefur sýnt sig að miklir kraftar losnuðu úr læðingi við einkavæðingu bankakerfisins en valdhafar telja best að opinberir aðilar skammti orkuna.

Viðskipti innlent

Greiðsluafkoma ríkissjóðs batnar

Greiðsluafkoma ríkissjóðs hefur batnað frá síðasta ári. Handbært fé ríkissjóðs frá rekstri á fyrstu níu mánuðum ársins nam 43,9 milljörðum króna sem er 29,3 milljörðum krónum meira en á sama tíma í fyrra. Að undanskildum tekjum ríkissjóðs vegna sölunnar á Landssímanum hf. hækkuðu tekjurnar um 28,6 milljarða krónur á milli ára. Gjöld ríkissjóðs stóðu hins vegar í stað á milli ára.

Viðskipti innlent

Eimskip kaupir PTI

Eimskip gekk í gær frá kaupum á bandaríska flutningsmiðlunarfyrirtækinu Pacific Tramper Services, Inc. sem sérhæft er í flutningum á frosnum fiski frá Alaska. Ársvelta félagsins er um fimm til sex milljónir bandaríkjadala á ári eða um 340 til 408 milljónir íslenskra króna. EBITDA er í kringum 350 til 400 þúsund bandaríkjadala eða 24 til 27 milljónir króna. Kaupin eru fjármögnuð með eigin fé.

Viðskipti innlent

Stóðust próf FME

Regluvarsla hjá bæði Marel og Atlantic Petroleum er almennt í lagi samkvæmt reglubundinni úttekt Fjármálaeftirlitsins á framkvæmd reglna um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipta innherhja.

Viðskipti innlent

Exista byrjar vel

Afkoma Existu var nokkuð fyrir ofan spár Glitnis og Landsbankans fyrir þriðja ársfjórðung en félagið skilaði þá 27,6 milljarða hagnaði. Þar sem Exista tapaði peningum á fyrri hluta ársins nemur hagnaður fyrirtækisins 24,3 milljörðum fyrir árið í heild.

Viðskipti innlent

Leiðirnar liggja saman á marga vegu

Í sumar keypti Straumur-Burðarás 51 prósents hlut í breska ráðgjafarfyrirtækinu Stamford Partners. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir hitti Nick Barton, einn stofnenda félagsins, og spurði hann út í samstarf fyrirtækjanna.

Viðskipti innlent

Hagnaður Exista yfir væntingum

Fjármálaþjónustufyrirtækið Exista skilaði 27,6 milljörðum króna í hagnað á þriðja fjórðungi ársins. Hagnaðurinn á fyrstu níu mánuðum ársins nam 24,3 milljörðum króna. Þetta er talsvert meira en greiningardeildir þriggja stærstu viðskiptabankanna gerðu ráð fyrir.

Viðskipti innlent

FME segir regluvörslu í góðu horfi

Fjármálaeftirlitið hefur á þessu ári gert reglubundnar úttektir á framkvæmd reglna um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipta innherja hjá tveimur félögum sem skráð eru í Kauphöllina, Marel hf. og Atlantic Petroleum. Niðurstaða FME er sú að regluvarsla hjá fyrirtækjunum sé almennt í góðu horfi.

Viðskipti innlent

Spá hækkandi íbúðaverði

Horfur á fasteignamarkaði hafa að mörgu leyti batnað frá því í júlí þegar Greiningardeild Kaupþings birti síðast yfirlit yfir markaðinn. Í júlí var veltan á hraðri niðurleið en nú virðist sem samdrátturinn hafi verið að ganga til baka og veltan sé aftur að leita að meðaltali. Deildin segir íbúðaverð hækka að meðaltali um 1 prósent á næsta ári og um 8 prósent eftir tvö ár.

Viðskipti innlent