Viðskipti innlent

Forstjórinn sest í stjórn

Sjálfkjörið er í stjórn Actavis Group en aðalfundur félagsins fer fram í dag. Stjórnarformaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson tekur þar sæti ásamt þeim Andra Sveinssyni, Magnúsi Þorsteinssyni og Sindra Sindrasyni. Þá vekur það töluverða athygli að fimmti stjórnarformaðurinn er enginn annar en Róbert Wessmann, forstjóri Actavis.

Viðskipti innlent

Búist við lækkun á lánshæfismati íslensku bankanna

Greiningardeild Kaupþings gerir ráð fyrir að Moody's Investors Service lækki lánshæfismat íslensku bankanna í dag. Moodys var gagnrýnt í febrúarmánuði þegar það kynnti breytta aðferðarfræði við mat banka. Þá hækkaði lánshæfismat íslensku bankanna í hæstu mögulega einkunn fyrir langtímaskuldbindingar eða í Aaa.

Viðskipti innlent

Glitnir spáir 37 prósenta hækkun Úrvalsvísitölunnar

Horfur í rekstri félaga í Kauphöllinni eru almennt ágætar og má gera ráð fyrir að áframhald verði á hækkun hlutabréfaverðs í ár, jafnvel meira en í fyrra. Gangi þetta eftir hækkar Úrvalsvísitalan um 37 prósent árinu. Þetta kemur fram í nýrri afkomuspá greiningardeildar Glitnis fyrir árið, sem kom út í dag.

Viðskipti innlent

Festa skilaði 18,8 prósenta ávöxtun

Nafnávöxtun Festu lífeyrissjóðs var 18,8 prósent á árinu 2006, sem jafngildir 11,3 prósenta raunávöxtun. Í árslok 2006 var hrein eign til greiðslu lífeyris rúmir 48,6 milljarðar og hækkaði hún um 23,4 prósent á milli ára. Stjórn lífeyrissjóðsins mun á næsta aðalfundi leggja til að áunnin réttindi sjóðfélaga og lífeyrisþega verði aukin um 4 prósentum frá og með 1. janúar á þessu ári.

Viðskipti innlent

Eignastaða heimilanna aldrei betri

Heildarskuldir heimilanna við lánakerfið allt námu 1.325 milljörðum króna í lok síðasta árs. Þar af námu skuldir við innlánsstofnanir 708 milljónum króna. Þetta er 241 milljón meira en heimilin skulduðu við árslok árið 2005. Greiningardeild Glitnis segir hreina eignastöðu heimilanna aldrei hafa verið betri en nú.

Viðskipti innlent

Kjarrhólmi eignast 37 prósent í TM

Kjarrhólmi hefur keypt alla eignarhluti Fjárfestingarfélagsins Grettis og Landsbankans í TM, alls 35,37 prósent. Kjarrhólmi eignaðist til viðbótar 2,2 prósenta hlut og fer því með 37,57 prósenta hlut í tryggingafélaginu. Kaupverð allra bréfanna nam tæpum 19,4 milljörðum króna.

Viðskipti innlent

Eimskip opnar nýja skrifstofu á Ítalíu

Eimskip opnar aðra skrifstofu sína í Genúa á Ítalíu í dag, 2. apríl. Opnun skrifstofunnar er liður í markvissri uppbyggingu Eimskips í Evrópu og miðast að því að styrkja enn frekar stöðu félagsins á ítalska markaðnum, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Viðskipti innlent

Viðsnúningur hjá Nýsi

Fasteignafélagið Nýsir hf og dótturfélög þess skiluðu 450,6 milljóna króna tapi á síðasta ári samanborið við 1.623 milljóna króna hagnað árið 2005. Helsta ástæðan eru gengisbreytingar og mikill vaxtakostnaður af framtíðarfjárfestingum á Íslandi og erlendis sem ekki eru farnar að skila fullri arðsemi, að því er segir í uppgjöri félagsins.

Viðskipti innlent

Fögnuðu inngöngu íslenskra fyrirtækja í OMX-kauphöllina

Því var fagnað með formlegum hætti í Kauphöll Íslands nú um klukkan tíu að þau 25 fyrirtæki sem skráð eru á markað hér á landi yrðu hluti af hinum norræna OMX-hlutabréfamarkaði. Það þýðir meðal annars að félögin ganga inn í vísitölur OMX-hallarinnar, bæði hvað varðar almennan markað og einstakar greinar norræns atvinnulífs.

Viðskipti innlent

Veltan í Kauphöllinni nam 350 milljörðum

Heildarvelta í Kauphöll Íslands í nýliðnum mánuði nam 350 milljörðum króna og nemur heildarvelta ársins nú 1.329 milljörðum. Þetta er þriggja prósenta aukning frá sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. Hlutabréfavelta jókst um 18 prósent á milli ára en velta á skuldabréfamarkaði dróst saman.

Viðskipti innlent

Hannes krafði Einar um formannsstólinn

Þremur vikum eftir aðalfund gerði Hannes Smárason kröfu um að Einar Sveinsson viki fyrir sér sem stjórnarformaður Glitnis. Ágreiningur stærstu hluthafa snýst ekki um stefnu eða forstjóra bankans, sem vill valddreifingu í stjórninni.

Viðskipti innlent

Miklar breytingar kölluðu á viðbrögð

Davíð Oddsson seðlabankastjóri fagnar því að aukin skuldsetning heimila hafi ekki skilað sér í þyngri greiðslubyrði og að vanskil séu í lágmarki. Um leið segir hann Seðlabankann hafa áhyggjur af því að ýmsir kunni að hafa reist sér hurðarás um öxl, eða teflt á mjög tæpt vað.

Viðskipti innlent

Hækka áunnin réttindi

Rekstur Almenna lífeyrissjóðsins gekk með miklum ágætum árið 2006 og hækkuðu áætlaðar eftirlaunagreiðslur sjóðsins að meðaltali um fjórðung á árinu og allt að þrjátíu prósent. Lagt er til að ellilífeyrisgreiðslur og áunnin réttindi í tryggingadeild hækki um fjögur prósent. Nafnávöxtun Ævisafns 1 nam um 22 prósentum en aðrar ávöxtunarleiðir voru með um 10-21 prósenta ávöxtun.

Viðskipti innlent

Kista kaupir meira

Kista-fjárfestingarfélag jók hlut sinn í Existu úr 2,67 prósentum í 6,25 prósent og er þar með orðið annar stærsti hluthafinn í fjármálaþjónustufyrirtækinu. Kaupverðið nam rúmum 10,8 milljörðum króna.

Viðskipti innlent

RÚV tapaði 420 milljónum í fyrra

Ríkisútvarpið tapaði 420 milljónum króna í fyrra. Þetta rúmlega tvisvar sinnum meira en árið 2005 þegar tapið nam 196 milljónum króna. Verri afkomu má rekja til hækkunar fjármagnsgjalda og hækkunar á dagskrárefni vegna óhagstæðrar gengisþróunar auk þess sem afnotagjöld hafa ekki fylgt verðlags- og launaþróun. Eigið fé stofnunarinnar var neikvætt annað árið í röð. Í uppgjöri stofnunarinnar segir að það verði ekki unað

Viðskipti innlent

Gengi krónunnar styrktist um 8,4 prósent

Gengi íslensku krónunnar styrktist um 8,4 prósenta á fyrstu þremur mánuðum ársins. Á sama tímabili í fyrra veiktist gengi krónunnar um 12,2 prósent. Jöklabréf voru gefin út fyrir þrjá milljarða í dag en útgáfa sem þessi hefur áhrif á styrkingu krónunnar. Jöklabréf hafa verið gefin út fyrir 121 milljarð króna frá áramótum. Til samanburðar nam jöklabréfaútgáfan á öllu síðasta ári 175 milljörðum króna.

Viðskipti innlent

Rarik í tapi á fyrsta rekstrarári

Rarik ohf, skilaði 381 milljóna króna tapi á fyrsta rekstrarári sínu. Rekstrartímabil fyrirtækisins nær frá ágúst til loka síðasta árs. Þar á undan hét fyrirtækið Rafmagnsveitur ríkisins en breyting varð þar á í ágúst þegar Rarkik yfirtók alla eignir og skuldbindingar Rafmagnsveitanna. Bæði félögin skluðu 787 milljóna króna hagnaði á öllu síðasta ári.

Viðskipti innlent

Minni hagnaður hjá Olíufélaginu

Olíufélagið ehf skilaði 334,5 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Þetta er talsverður samdráttur á milli ára en félagið hagnaðist um 883,4 milljónir króna árið 2005. Afkoman er í samræmi við rekstraráætlanir.

Viðskipti innlent

Afkoman batnar á Suðurnesjum

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum skilaði 6,8 milljóna króna tekjuafgangi á síðasta ári. Til samanburðar nam tekjuafgangur sambandsins rúmum 4,2 milljónum króna árið 2005.

Viðskipti innlent

Vilja hækka ellilífeyrsgreiðslur vegna góðrar afkomu

Lagt hefur verið til að ellilífeyrisgreiðslur úr Almenna lífeyrissjóðnum verði hækkaðar um fjögur prósent vegna góðrar stöðu lífeyrisdeildar en afkoma sjóðsins í fyrra var mjög góð eftir því sem segir í tilkynningu. Þar kemur jafnframt fram að heildareignir sjóðsins hafi verið um 83 milljarðar í lok árs og hafi aukist um 29 prósent á árinu.

Viðskipti innlent

Windows Vista fyrir Makka.

Það hefur verið hægt að ræsa Windows XP stýrikerfið á Mökkum í tæpt ár með hugbúnaðnum Boot Camp sem hægt er að sækja frítt á heimasíðu Apple. Þessi hugbúnaður notar tækni sem hefur verið kölluð “Dual Boot“, en hún virkar þannig að tölva getur haft tvö eða fleiri stýrikerfi uppsett, en aðeins eitt stýrikerfi getur verið virkt í einu. Þetta þýðir að það þarf að endurræsa tölvuna til að skipta úr einu kerfi í annað.

Viðskipti innlent

Dregur úr vöruskiptahalla

Vörur voru fluttar út fyrir 43,2 milljarða krónur á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs en inn fyrir 54,4 milljarða. Þetta merkir, að vöruskipti við útlönd voru neikvæð um 11,2 milljarða krónur. Til samanburðar voru viðskiptin neikvæð um 18,7 milljarða á sama tíma fyrir ári, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Þar af dróst vöruskiptahallinn saman um 3,8 milljarða krónur í febrúar.

Viðskipti innlent

Peningaskápurinn ...

Framleiðsla á nýjum bílum undir merkjum japanska bifreiðaframleiðandans Toyota jókst um 0,9 prósent á milli ára í febrúar. Þetta jafngildir því að Toyota hafi framleitt 680.968 nýja bíla í mánuðinum.

Viðskipti innlent

Félag Atorku Group með meirihluta í Romag

Renewable Energy Resources, félag í eigu Atorku Group, hefur eignast 22,1% í fyrirtækinu Romag, sem er leiðandi framleiðanda á sérhæfðum glerlausnum sem nýta birtu til rafmagnsframleiðslu og framleiðir auk þess skotheld öryggisgler fyrir byggingar og farartæki.

Viðskipti innlent

Vísir sækir á Mogga

Um þriðjungi fleiri netnotendur heimsækja mbl.is en visir.is, samkvæmt símakönnun Capacent í janúar og febrúar. Vefmælingar Modernus, sem telja raunverulegar heimsóknir, sýna á sama tíma að bilið milli risanna tveggja á vefnum minnkar stöðugt.

Viðskipti innlent

Tyrkir bjóða í BTC

Tyrkneska farsímafélagið Turkcell hefur lagt fram tilboð í kaup á 65 prósenta hlut í búlgarska símafyrirtækinu Bulgarian Telecommunications Company, BTC. Hluturinn er í eigu Novators, félags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar. Nokkrir af stærstu fjárfestingasjóðum í heimi eru sagðir hafa áhuga á kaupum á hlutnum. Gert er ráð fyrir að verðmæti hlutar Novators í BTC nemi um 99 milljörðum íslenskra króna.

Viðskipti innlent

Seðlabankinn heldur stýrivöxtum óbreyttum

Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 14,25 prósentum. Þetta er í takt við spár greiningardeilda viðskiptabankanna þriggja og erlendra greinenda. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti sína síðast um fjórðung úr prósenti á aukavaxtaákvörðunardegi 21. desember síðastliðinn.

Viðskipti innlent