Viðskipti innlent

Bankinn gerði tvenn mistök þegar Birna reyndi að kaupa í Glitni

Birna Einarsdóttir bankastjóri Nýja Glitnis, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar um kaup hennar á hlutabréfum Glitnis sem aldrei voru framkvæmd. Greint var frá þessu í fréttum Stöðvar 2 á mánudag og síðan hafa fleiri miðlar tekið málið upp. Hún segir mistök innan bankans hafa leitt til þess að Kauphöll hafi ekki verið tilkynnt um að ekkert yrði af kaupunum eftir að upp komst um málið innan bankans. Þá hafi nýr stjórnarformaður tekið við og ákveðið að hlutirnir stæðu Birnu ekki lengur til boða.

Viðskipti innlent

Actavis stígur fyrstu skrefin inn á Kóreumarkað

Actavis skrifaði í vikunni undir samning við kóreska lyfjafyrirtækið J&M Pharma um dreifingu á lyfjum Actavis í Suður-Kóreu. Þetta eru fyrstu skref Actavis inn á þarlendan lyfjamarkað, en lyf Actavis eru þegar seld í mörgum löndum Asíu og Eyjaálfu, þar á meðal í Singapúr, Hong Kong, Kína, Ástralíu, Indónesíu, Taívan, Malasíu og Víetnam.

Viðskipti innlent

Samskip ekki á leið úr landi

Ekki er verið að flytja til neina starfsemi Samskipa á Íslandi og höfuðstöðvar Samskipa hf. eru og verða áfram hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í framhaldi af fréttum í morgun þar sem talað var um að Samskip hefðu flutt höfuðstöðvar sínar til Rotterdam í Hollandi. Félagið ákvað þó að fækka skipum hér á landi úr fjórum í þrjú og í kjölfarið fækkaði starfsfólki.

Viðskipti innlent

Fá félög keypt og seld jafn oft og Sterling

Danska flugfélagið Sterling hefur skipt um eigendur fjórum sinnum á þremur árum. Pálmi Haraldsson hefur tvívegis átt það, FL Group einu sinni og Northern Travel Holding, eignarhaldsfélag í eigu Pálma og FL Group, einu sinni. Verðmæti félagsins jókst um sextán milljarða á 20 mánuðum.

Viðskipti innlent

Gengi álfélagsins hækkaði mest í dag

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, hækkaði um 8,51 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi Össur, sem fór upp um 1,17 prósent og Marel, sem hækkaði um 0,14 prósent. Á sama tíma féll gengi bréfa í færeyska bankanum Eik banka um 30,76 prósent í einum viðskiptum upp á 900 danskar krónur.

Viðskipti innlent

Harður frostavetur á íslenskum hlutabréfamarkaði

Afar fá viðskipti voru með hlutabréf í upphafi dags í Kauphöllinni í morgun. Þau voru þrjú talsins upp á rétt rúmar 101 þúsund krónur. Aðeins gengi bréfa í Marel hreyfðist úr stað, en það lækkaði um 0,71 prósent. Bréf hinna fyrirtækjanna sem viðskipti voru með, Atorka og Bakkavör, hreyfðust ekki neitt.

Viðskipti innlent

Bankahólfið: Hann er sökudólgurinn!

Bandaríska vikuritið Newsweek fer ekki í grafgötur með það hverjum megi kenna um vandamálin í alþjóðlegu efnahagslífi. Blaðinu dettur heldur ekki í hug að bíða þar til öldurnar hefur lægt og byrja þá að leita sökudólgsins, líkt og íslenskir stjórnmálamenn hafa ítrekað hamrað á síðustu daga.

Viðskipti innlent

Engar skattaívilnanir vegna hlutabréfakaupa

„Næstum því hver einasta fjölskylda í landinu hefur tapað fjármunum upp á síðkastið,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Þegar svo sé verði jafnt yfir alla að ganga. Því verði ekki veittar sérstakar ívilnanir vegna taps á hlutabréfakaupum og innlausn á kaupréttarsamningum í fyrirtækjum sem séu farin í þrot.

Viðskipti innlent

UT gefinn of lítill gaumur

„Upplýsingatækninni hefur verið gefinn allt of lítill gaumur síðan netbólan sprakk og menn einblínt á önnur tækifæri meðan fjármálageirinn óx,“ segir Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi. Hann segir mikil útflutningstækifæri í upplýsingatækni.

Viðskipti innlent