Viðskipti innlent

Goodwin gefur eftir

Fred Goodwin, hinn umdeildi fyrrverandi forstjóri Royal Bank of Scotland, hefur ákveðið að afsala sér meira en helmingi umsaminna eftirlauna sinna. Þau nema jafnvirði nærri 150 milljónum króna á ári. Mjög hefur verið þrýst á um að hann gerði það í ljósi þess að breska ríkið bjargaði bankanum frá hruni.

Viðskipti innlent

Fjöldi heimila með neikvæða eiginfjárstöðu fjórfaldast

Í árslok 2007 voru um 7.500 heimili með um 3,1 milljónir kr. að meðaltali í neikvæðu eigin fé. Nú er áætlað að þau verði orðin um 28.500 talsins með um 6,4 milljónir kr. að meðaltali í neikvæðu eigin fé í árslok 2009. Þetta er fjórfjöldun á fjölda heimila og tvöföldun á upphæðinni.

Viðskipti innlent

Tapa 1,3 milljörðum vegna Icesave

Sérstök hagsmunasamtök Icesave innstæðueigenda á eyjunni Guernsey, sem heyrir undir bresku krúnuna, eru æfareið þar sem bresk yfirvöld ætla ekki að ábyrgjast innstæður sparifjáreigendanna að fullu. Sparifjáreigendurnir munu tapa rúmum 1,3 milljörðum króna.

Viðskipti innlent

Egilsson í greiðslustöðvun

Stjórn Egilsson hf., sem rekur meðal annars Office 1 búðirnar, hefur ákveðið að óska eftir greiðslustöðvun meðan unnið er að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Í tilkynningu frá félaginu segir að greiðslustöðvunin sé framkvæmd í samráði við stærsta kröfuhafa Egilsson hf., Nýja Landsbanka Íslands. Liður í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins er að fá ráðgjafa til að leggja heildstætt mat á virði félagsins, útfæra leiðir til að tryggja framtíðar rekstur félagsins og tryggja jafna hagsmuni allra lánardrottna.

Viðskipti innlent

Styttist í gjalddaga á risaláni til Actavis

Gjalddagi á lánasafni Deutsche Bank til Novators vegna yfirtöku félagsins á Actavis í júlí í hittifyrra rennur upp á næsta ári. Lánið hljóðar upp á um fjóra milljarða evra, jafnvirði um sjö hundruð milljarða króna að núvirði. Það, ásamt öðrum lánum sem Novator tók í tengslum við yfirtökuna, liggur nú í bókum Actavis. Eftir því sem næst verður komist er félagið í skilum með öll lán sem tekin voru í tengslum við yfirtökuna fyrir tæpum tveimur árum.

Viðskipti innlent

Auglýsingar bankanna fara í taugarnar á fólki

Svik, ósannsögli og óstöðugleiki, eru þau hugtök sem fólk tengdi helst við fjármálafyrirtæki landsins strax í kjölfar bankahrunsins í október, samkvæmt mælingu markaðsrannsókna- og ráðgjafarfyrirtækisins Fortuna. Fyrirtækið hefur lokið við gerð árvissrar rannsóknar á viðhorfum fólks til banka og sparisjóða. „Öll hefðbundin gildi sem fólk tók sem fyrirfram gefnum brustu við hrun bankanna,“ segir í samantekt fyrirtækisins. Allir mælikvarðar um traust, jákvæða ímynd, þjónustuánægju og trúverðugleika hrundu, en þó ekki alveg niður í „núll“ líkt og margir kynnu að halda. „Nær lagi væri að segja að þessir mælikvarðar hafi fallið um helming í kjölfar hrunsins.“

Viðskipti innlent

Gömlu bankarnir hrynja í áliti

Fjármálageirinn hefur borið mikinn hnekki í huga fólks samkvæmt árvissri ímyndarmælingu markaðsrannsókna- og ráðgjafarfyrirtækisins Fortuna. Ef til vill þarf ekki að koma á óvart að þar sé í huga fólks hæst fall stóru bankanna þriggja, sem nú eru í eigu ríkisins. Sparisjóðirnir hafa hins vegar bætt ímynd sína nokkuð milli ára, bæði hvað varðar hvaða kost fólk myndi fyrstan velja í bankaþjónustu og eins hvað traust varðar og trú á því að fyrirtækin verði starfandi um ókomna tíð. Þarna hefur líka fall gömlu bankanna verið mest.

Viðskipti innlent

Stór skref í haust

„Með lækkun stýrivaxta getur skapast hætta á gengisfalli sem gæti reynst mjög erfitt að snúa til baka,“ segir Franek Rozwadowski, sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrirssjóðsins (AGS) á Íslandi.

Viðskipti innlent

Leiðbeiningar um stjórnunarhætti uppfærðar

Viðskiptaráð Íslands, Kauphöllin og Samtök atvinnulífsins kynna á fimmtudag uppfærðar leiðbeiningar um stjórnunarhætti fyrirtækja. Heldur hefur verið hert að reglunum og til stendur að auka eftirfylgni með því að fyrirtæki fari að þeim.

Viðskipti innlent

Jöklabréfum snarfækkar

Heildarvirði jöklabréfa mun nema áttatíu milljörðum króna í vikulokin. Bréf upp á tæpa 170 milljarða króna hefur fallið á gjalddaga frá áramótum. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans í gær. Þar segir að vegna takmarkana á fjármagnsflutninga sé ljóst að stærstur hluti þeirra höfuðstólsgreiðslna sem fallið hafi frá í haust hafi ekki verið fluttur úr landi. Þá hafi Seðlabankinn ekki heimilað að skipta vaxtagreiðslum, sem gefin eru út af erlendum aðilum í krónum, yfir í erlendan gjaldeyri. Féð hafi því leitað í aðra innlenda ávöxtun.

Viðskipti innlent

Minni velta með hækkandi sól

Hratt hefur dregið úr veltu á hlutabréfamarkaði hér eftir því sem sól hefur hækkað á lofti. Á mánudag slagaði hún rétt yfir 320 þúsund króna markið í sex viðskiptum en fáir muna eftir svo lélegum heimtum.

Viðskipti innlent

Jöklabréfastærðin komin niður í 80 milljarða

Útistandandi jöklabréf eru nú komin niður í 80 milljarða kr. Þegar mest lét námu þau um 450 milljörðum kr. árið 2007. Við bankahrunið s.l. haust voru þau komin í um 300 milljarða kr. Síðan hefur þeim verið breytt í ríkisbréf, einkum eftir tilkomu gjaldeyrishaftanna.

Viðskipti innlent

Sérstakur saksóknari: Kaupþingsmál nýtur ekki forgangs

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari bankahrunsins, segir í samtali við Vísi að mál vegna lána sem fyrrum stjórn gamla Kaupþings veitti lykilstarfsmönnum bankans sé í ákveðnum farvegi eins og fjöldamörg mál um þessar mundir. Það mál njóti hins vegar ekki sérstaks forgangs fram yfir önnur mál.

Viðskipti innlent

Rússar segja að ekkert liggi á láni til Íslendinga

Dmitry Pankin aðstoðarfjármálaráðherra Rússlands segir að ekkert liggi á því að afgreiða lán Rússa til Íslendinga þar sem þeir hafi ekki sérstaka þörf fyrir lánið í augnablikinu. Þetta kemur fram í viðtali PRIME-TASS fréttastofunnar við Pankin en Reuters greinir frá því.

Viðskipti innlent

Spáir 11,4% ársverðbólgu í júní

Greining Íslandsbanka telur að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,7% í júní. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga mælast 11,4%, en í maí mældist verðbólgan 11,6%. Hagstofa Íslands birtir vísitölu neysluverðs í júní þann 24. júní næstkomandi.

Viðskipti innlent

Stjórnarformaður Nýja Kaupþings: „Reiði almennings skiljanleg“

Hulda Dóra Styrmisdóttir, stjórnarformaður Nýja Kaupþings, segir eins og fram kom í fréttatilkynningu frá bankanum að engin lán lykilstjórnenda gamla Kaupþings hafi verið afskrifuð og beðið verði eftir niðurstöðu sérstaks saksóknara um málið. Endanleg niðurstaða um afskriftir lána til starfsmannanna liggur því ekki fyrir.

Viðskipti innlent

Kröfuhafar Kaupþings vilja forðast verðmat FME

Kröfuhafar Kaupþings vilja forðast að byggja eingöngu á þeirri aðferðafræði sem lögð er til í ákvörðun Fjármálaeftirlitsins (FME) við verðmat á eignum sem fluttar eru yfir í Nýja Kaupþing, enda sé slíkt háð ýmsum forsendum sem deila megi um.

Viðskipti innlent

Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst um 13,7%

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam tæpum 26 milljörðum króna fyrstu þrjá mánuði ársins 2009. Til samanburðar nam aflaverðmæti íslenskra skipa 22,8 milljörðum á sama tíma í fyrra. Aflaverðmæti hefur því aukist um 3,1 milljarð eða 13,7% milli ára.

Viðskipti innlent