Viðskipti innlent Fréttaskýring: Nánasta framtíð þjóðarinnar í miklli óvissu Þeir Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri segja í bréfi til forsætisráðherra í vikunni að af viðtölum þeirra við fjölda erlendra fjárfesta, bankamenn og sérfræðinga á sviði alþjóðafjármála megi ráða að afar mikilvægt sé að draga úr óvissu af völdum Icesave-deilunnar. Og óvissu af töfum á endurskoðun áætlunar stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) sem af þeirri deilu leiðir. Viðskipti innlent 9.10.2009 14:41 Forsætisráðherra: Mjög alvarlegt ef AGS tefst lengur Töf á afnámi gjaldeyrishafta, lækkun á lánshæfismati ríkins niður í flokk ótryggra fjárfestinga, líkur á vaxtahækkun, þrýstingur á gengislækkun og þar með aukning verðbólgu ásamt töfum á endurreisn atvinnulífs með vaxandi atvinnuleysi, eru meðal líklegra afleiðinga þess að frekari tafir verði á endurskoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins (AGS). Viðskipti innlent 9.10.2009 13:17 Kaupmáttur Íslendinga á erlendri grundu hefur hrapað Ætli Íslendingur að ferðast til Japans þarf hann nú að reiða fram 2,5 sinnum fleiri krónur fyrir jenin en í árslok 2007 og 2,2 sinnum fleiri franka ef ferðinni er heitið til Sviss. Hefur kaupmáttur krónunnar rýrnað hvað mest gagnvart þessum myntum á tímabilinu frá árslokum 2007. Viðskipti innlent 9.10.2009 12:25 Landsbankinn gefur kost á lækkun erlendra fasteignalána Fólk með erlend fasteignalán hjá Landsbankanum geta fengið lækkun á höfuðstól við skuldbreytingu í óverðtryggð krónulán, líkt og hjá Íslandsbanka. Enn er óljóst hvort Kaupþing býður viðskiptavinum sínum upp á að leiðréttingu fasteignalána. Viðskipti innlent 9.10.2009 12:05 Innistæðubréf hækka vextina á millibankamarkaðinum Útgáfa innstæðubréfa, sem nú nemur 50 milljörðum kr., virðist farin að hafa áhrif á skammtímavexti á millibankamarkaði. Í gær hækkuðu REIBOR-vextir nokkuð og eru mánaðarvextir nú 8,75%. Viðskipti innlent 9.10.2009 11:58 Vinnumálastofnun fyrir norðan opnar Facebook síðu Þjónustuskrifstofa Vinnumálastofnunar á Norðurlandi vestra hefur opnað Facebook síðu. Viðskipti innlent 9.10.2009 11:24 Hraðinn í fólksfækkun á landinu færist í aukana Samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár voru landsmenn 318.906 talsins 1. október síðastliðinn. Hafði þeim þá fækkað um 340 frá miðju ári þegar þeir voru 319.246. Hraðinn í fólksfækkuninni virðist hafa aukist eftir því sem liðið hefur á árið en á fyrri helmingi árs fækkaði landsmönnum um 122. Viðskipti innlent 9.10.2009 11:18 Exista fær 20 milljarða stefnu frá skilanefnd Kaupþings Exista hefur borist stefna frá skilanefnd Kaupþings banka hf. þar sem gerðar eru þær dómkröfur að Exista greiði bankanum samtals tæplega 20,1 milljarð króna vegna gjaldmiðlasamninga sem upphaflega voru gerðir við Kaupþing banka hf. Viðskipti innlent 9.10.2009 10:30 SI: Stjórnvöld vinna markvisst gegn orkufrekum iðnaði Jón Steindór Valdimarsson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins (SI) segir að ekki verði annað séð en að það sé stefna ríkisstjórnarinnar að vinna markvisst gegn áliðnaði og öðrum orkufrekum iðnaði á Íslandi í bráð og lengd. Viðskipti innlent 9.10.2009 10:08 Sjötta frumkvöðlasetrið opnað í Hafnarfirði Haldið verður upp á opnun frumkvöðlasetursins Kveikjunnar í Hafnarfirði næstkomandi mánudag en það er sjötta frumkvöðlasetrið sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands opnar eftir efnahagshrunið fyrir ári síðan. Viðskipti innlent 9.10.2009 09:48 Framkvæmdastjórn ESB staðfestir skjóta meðferð fyrir Ísland Í árlegri skýrslu framkvæmdastjórnar ESB um stöðu mála innan sambandsins er það staðfest að Ísland muni fá skjóta meðferð í aðildarviðræðum sínum við ESB. Viðskipti innlent 9.10.2009 08:27 Lítil sem engin krónuviðskipti á aflandsmarkaðinum Lítil sem engin viðskipti hafa verið á aflandsmarkaði með krónur síðustu vikuna, og kostar evran á aflandsmarkaði nú 200 kr. Viðskipti innlent 9.10.2009 08:08 Hæstiréttur dæmir 25 milljóna skaðabætur fyrir skötusel Hæstiréttur hefur dæmt ríkissjóði til að greiða útgerðinni Berghóli 25 milljónir kr., auk vaxta og dráttarvaxta árin 2003 til 2007 vegna óúthlutaðs kvóta í skötusel sem útgerðin taldi sig eiga rétt á. Viðskipti innlent 8.10.2009 17:04 Mismunandi skoðanir um vexti í peningastefnunefnd Mismundandi skoðanir komu fram um hvaða vaxtastig eigi að gilda á ýmsum vöxtum Seðlabankans á síðasta fundi Peningastefnunefndar. Töluverðar umræður urðu um vaxtastigið áður en ákvörðun var tekin um að halda sjálfum stýrivöxtunum óbreyttum. Viðskipti innlent 8.10.2009 16:42 Atlantic Petroleum hrapaði í kauphöllinni Færeyska olíufélagið Atlantic Petroleum féll um 43,7% í kauphöllinni í dag. Gætir hér eflaust áhrifa þess að í hlutabréfaútboði á vegum félagsins fyrir viku síðan gátu núverandi hluthafar keypt nýtt hlutafé á 135 danskar krónur þegar hið opinbera verð á hlutnum var rúmlega 230 danskar krónur. Viðskipti innlent 8.10.2009 15:55 Ástarbréf Seðlabankans verstu mistökin fyrir hrun Gauti B. Eggertsson, hagfræðingur við seðlabanka New York-ríkis í Bandaríkjunum hefur tekið saman það sem hann kallar verstu mistökin sem gerð voru í aðdraganda bankahrunsins og hruninu sjálfu í fyrra. Efst á blaði eru svokölluð ástarbréf Seðlabankans sem ollu því að bankinn varð gjaldþrota. Slíkt gjaldþrot seðlabanka er óþekkt í vestrænni sögu. Viðskipti innlent 8.10.2009 15:06 Nær öll met slegin á fiskmörkuðum í september Verðmæti sölunnar á fiskmörkuðum í september sl. var 2.156 milljónir kr. 60,7 % meira en í september 2008. Þetta er einungis í annað skiptið sem verðmæti fer yfir 2 milljarða í einum mánuði. Það gerðist líka í mars 2007, 2.228 milljónir kr. Viðskipti innlent 8.10.2009 14:38 Auður Capital kaupir Maður lifandi Fjárfestingasjóður Auðar Capital, AuÐur I, hefur keypt meirihluta í félögunum Maður Lifandi og Bio vörur af Hjördísi Ásberg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Viðskipti innlent 8.10.2009 13:48 Hagar semja um 7 milljarða endurfjármögnun hjá tveimur bönkum Hagar hf. hafa undirritað samkomulag við Nýja Kaupþing banka hf. og NBI hf. um endurfjármögnun félagsins með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og samþykki lánanefnda bankanna. Viðskipti innlent 8.10.2009 12:21 Gengi krónunnar að ná lægsta gildi ársins Gengi krónunnar hefur lækkað í morgun um 0,2% eftir að hafa lækkað í gær um 0,7%. Evran kostar nú 184,2 krónur og dollarinn 124,7 krónur. Lægst fór gengi krónunnar gagnvart evrunni á árinu 27. ágúst síðastliðinn í 184,9 krónur. Gengi krónunnar nú er því afar nálægt lágmarki sínu á árinu. Viðskipti innlent 8.10.2009 11:53 Skilyrði sett fyrir yfirtöku Íslandsbanka á Icelandair Samkeppniseftirlitið setur nokkur skilyrði fyrir yfirtöku Íslandsbanka á Icelandair sem fór fram í sumar. Þetta kemur fram í úrskurði eftirlitsins um yfirtökuna sem birt hefur verið á vefsíðu eftirlitsins. Viðskipti innlent 8.10.2009 10:43 Samkeppniseftirlitið blessar samruna Vestia og Teymis Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til að hafast frekar að vegna samruna Vestia ehf. og Teymis hf. Þetta kemur fram í úrskurði sem birtur hefur verið á vefsíðu eftirlitsins. Viðskipti innlent 8.10.2009 10:32 Innlán í Sparisjóðinn Afl aukast um 3 milljarða Í kjölfar bankahrunsins í fyrrahaust hefur Sparisjóðurinn Afl ,sem samanstendur af Sparisjóð Siglufjarðar og Sparisjóð Skagafjarðar, aukið innlán gífurlega. Á einu ári hafa innlánin aukist um 3 milljarða kr. og standa nú í ríflega 8 milljörðum kr. Viðskipti innlent 8.10.2009 10:12 Straumsmenn kannast ekki við áhuga Eggerts á West Ham „Við höfum enga vitneskju um það, né hefur hann verið í samstarfi við okkur eða neitt. Enda er klúbburinn þannig lagað ekki í neinum opinberum sölufasa," segir Viðskipti innlent 8.10.2009 10:04 Eggert Magnússon reynir að kaupa West Ham Eggert Magnússon er með leynd að reyna endurkomu sem nýr eigandi enska útvalsdeildarliðsins West Ham. Þetta er staðhæft í breska blaðinu The Sun í morgun. Eggert er enn búsettur í London. Viðskipti innlent 8.10.2009 09:15 Jón Steinsson hrópar húrra fyrir auðlindasköttum Jón Steinsson lektor í hagfræði við Columbia er mjög ánægður með þau áform ríkisstjórnarinnar að koma á auðlinda- og umhverfissköttum. Þetta kemur fram í pistli sem Jón skrifar á vefritið Deiglan þar sem hann fjallar um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Viðskipti innlent 8.10.2009 08:35 Stork Fokker fær samning Hollenska flugiðnaðarfyrirtækið Stork Aerospace hefur enn haft betur í útboði tengdu svonefndu JSF-herþotuverkefni, tengdu F-35 orrustuþotum, frá Lockheed Martin. Viðskipti innlent 8.10.2009 06:00 Ásókn í innistæðubréf Öll innistæðubréf Seðlabankans gengu út í útboði bankans í gær. Tilkynnt var um útgáfuna fyrir hálfum mánuði samhliða vaxtaákvörðun bankans en þá var ákveðið að gefa út bréf fyrir fimmtán til 24 milljarða króna í viku hverri. Viðskipti innlent 8.10.2009 06:00 TM Software sótti á erlend mið „Við þróuðum þetta til að leysa vandamál innanhúss hjá okkur. Nú er viðbótin fullbúin og notuð til að leysa vandamálin úti í hinum stóra heimi,“ segir Pétur Ágústsson, hópstjóri hjá TM Software. Fyrirtækið hefur þróað viðbót við Jira-verkbeiðna- og þjónustukerfið sem gerir notendum kleift að tengja við tímaskráningar og koma í veg fyrir tvískráningar beiðna og reikninga. Viðskipti innlent 8.10.2009 06:00 Persónuafsláttur óbreyttur á næsta ári Gert er ráð fyrir því í fjárlagafrumvarpinu að persónuafsláttur verði óbreyttur á næsta ári. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, segir að samið hafi verið um hækkun skattleysismarkanna og verðtryggingu. Sambandið samþykki aldrei að skattleysismörkin verði lækkuð að raungildi. Viðskipti innlent 7.10.2009 18:55 « ‹ ›
Fréttaskýring: Nánasta framtíð þjóðarinnar í miklli óvissu Þeir Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri segja í bréfi til forsætisráðherra í vikunni að af viðtölum þeirra við fjölda erlendra fjárfesta, bankamenn og sérfræðinga á sviði alþjóðafjármála megi ráða að afar mikilvægt sé að draga úr óvissu af völdum Icesave-deilunnar. Og óvissu af töfum á endurskoðun áætlunar stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) sem af þeirri deilu leiðir. Viðskipti innlent 9.10.2009 14:41
Forsætisráðherra: Mjög alvarlegt ef AGS tefst lengur Töf á afnámi gjaldeyrishafta, lækkun á lánshæfismati ríkins niður í flokk ótryggra fjárfestinga, líkur á vaxtahækkun, þrýstingur á gengislækkun og þar með aukning verðbólgu ásamt töfum á endurreisn atvinnulífs með vaxandi atvinnuleysi, eru meðal líklegra afleiðinga þess að frekari tafir verði á endurskoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins (AGS). Viðskipti innlent 9.10.2009 13:17
Kaupmáttur Íslendinga á erlendri grundu hefur hrapað Ætli Íslendingur að ferðast til Japans þarf hann nú að reiða fram 2,5 sinnum fleiri krónur fyrir jenin en í árslok 2007 og 2,2 sinnum fleiri franka ef ferðinni er heitið til Sviss. Hefur kaupmáttur krónunnar rýrnað hvað mest gagnvart þessum myntum á tímabilinu frá árslokum 2007. Viðskipti innlent 9.10.2009 12:25
Landsbankinn gefur kost á lækkun erlendra fasteignalána Fólk með erlend fasteignalán hjá Landsbankanum geta fengið lækkun á höfuðstól við skuldbreytingu í óverðtryggð krónulán, líkt og hjá Íslandsbanka. Enn er óljóst hvort Kaupþing býður viðskiptavinum sínum upp á að leiðréttingu fasteignalána. Viðskipti innlent 9.10.2009 12:05
Innistæðubréf hækka vextina á millibankamarkaðinum Útgáfa innstæðubréfa, sem nú nemur 50 milljörðum kr., virðist farin að hafa áhrif á skammtímavexti á millibankamarkaði. Í gær hækkuðu REIBOR-vextir nokkuð og eru mánaðarvextir nú 8,75%. Viðskipti innlent 9.10.2009 11:58
Vinnumálastofnun fyrir norðan opnar Facebook síðu Þjónustuskrifstofa Vinnumálastofnunar á Norðurlandi vestra hefur opnað Facebook síðu. Viðskipti innlent 9.10.2009 11:24
Hraðinn í fólksfækkun á landinu færist í aukana Samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár voru landsmenn 318.906 talsins 1. október síðastliðinn. Hafði þeim þá fækkað um 340 frá miðju ári þegar þeir voru 319.246. Hraðinn í fólksfækkuninni virðist hafa aukist eftir því sem liðið hefur á árið en á fyrri helmingi árs fækkaði landsmönnum um 122. Viðskipti innlent 9.10.2009 11:18
Exista fær 20 milljarða stefnu frá skilanefnd Kaupþings Exista hefur borist stefna frá skilanefnd Kaupþings banka hf. þar sem gerðar eru þær dómkröfur að Exista greiði bankanum samtals tæplega 20,1 milljarð króna vegna gjaldmiðlasamninga sem upphaflega voru gerðir við Kaupþing banka hf. Viðskipti innlent 9.10.2009 10:30
SI: Stjórnvöld vinna markvisst gegn orkufrekum iðnaði Jón Steindór Valdimarsson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins (SI) segir að ekki verði annað séð en að það sé stefna ríkisstjórnarinnar að vinna markvisst gegn áliðnaði og öðrum orkufrekum iðnaði á Íslandi í bráð og lengd. Viðskipti innlent 9.10.2009 10:08
Sjötta frumkvöðlasetrið opnað í Hafnarfirði Haldið verður upp á opnun frumkvöðlasetursins Kveikjunnar í Hafnarfirði næstkomandi mánudag en það er sjötta frumkvöðlasetrið sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands opnar eftir efnahagshrunið fyrir ári síðan. Viðskipti innlent 9.10.2009 09:48
Framkvæmdastjórn ESB staðfestir skjóta meðferð fyrir Ísland Í árlegri skýrslu framkvæmdastjórnar ESB um stöðu mála innan sambandsins er það staðfest að Ísland muni fá skjóta meðferð í aðildarviðræðum sínum við ESB. Viðskipti innlent 9.10.2009 08:27
Lítil sem engin krónuviðskipti á aflandsmarkaðinum Lítil sem engin viðskipti hafa verið á aflandsmarkaði með krónur síðustu vikuna, og kostar evran á aflandsmarkaði nú 200 kr. Viðskipti innlent 9.10.2009 08:08
Hæstiréttur dæmir 25 milljóna skaðabætur fyrir skötusel Hæstiréttur hefur dæmt ríkissjóði til að greiða útgerðinni Berghóli 25 milljónir kr., auk vaxta og dráttarvaxta árin 2003 til 2007 vegna óúthlutaðs kvóta í skötusel sem útgerðin taldi sig eiga rétt á. Viðskipti innlent 8.10.2009 17:04
Mismunandi skoðanir um vexti í peningastefnunefnd Mismundandi skoðanir komu fram um hvaða vaxtastig eigi að gilda á ýmsum vöxtum Seðlabankans á síðasta fundi Peningastefnunefndar. Töluverðar umræður urðu um vaxtastigið áður en ákvörðun var tekin um að halda sjálfum stýrivöxtunum óbreyttum. Viðskipti innlent 8.10.2009 16:42
Atlantic Petroleum hrapaði í kauphöllinni Færeyska olíufélagið Atlantic Petroleum féll um 43,7% í kauphöllinni í dag. Gætir hér eflaust áhrifa þess að í hlutabréfaútboði á vegum félagsins fyrir viku síðan gátu núverandi hluthafar keypt nýtt hlutafé á 135 danskar krónur þegar hið opinbera verð á hlutnum var rúmlega 230 danskar krónur. Viðskipti innlent 8.10.2009 15:55
Ástarbréf Seðlabankans verstu mistökin fyrir hrun Gauti B. Eggertsson, hagfræðingur við seðlabanka New York-ríkis í Bandaríkjunum hefur tekið saman það sem hann kallar verstu mistökin sem gerð voru í aðdraganda bankahrunsins og hruninu sjálfu í fyrra. Efst á blaði eru svokölluð ástarbréf Seðlabankans sem ollu því að bankinn varð gjaldþrota. Slíkt gjaldþrot seðlabanka er óþekkt í vestrænni sögu. Viðskipti innlent 8.10.2009 15:06
Nær öll met slegin á fiskmörkuðum í september Verðmæti sölunnar á fiskmörkuðum í september sl. var 2.156 milljónir kr. 60,7 % meira en í september 2008. Þetta er einungis í annað skiptið sem verðmæti fer yfir 2 milljarða í einum mánuði. Það gerðist líka í mars 2007, 2.228 milljónir kr. Viðskipti innlent 8.10.2009 14:38
Auður Capital kaupir Maður lifandi Fjárfestingasjóður Auðar Capital, AuÐur I, hefur keypt meirihluta í félögunum Maður Lifandi og Bio vörur af Hjördísi Ásberg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Viðskipti innlent 8.10.2009 13:48
Hagar semja um 7 milljarða endurfjármögnun hjá tveimur bönkum Hagar hf. hafa undirritað samkomulag við Nýja Kaupþing banka hf. og NBI hf. um endurfjármögnun félagsins með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og samþykki lánanefnda bankanna. Viðskipti innlent 8.10.2009 12:21
Gengi krónunnar að ná lægsta gildi ársins Gengi krónunnar hefur lækkað í morgun um 0,2% eftir að hafa lækkað í gær um 0,7%. Evran kostar nú 184,2 krónur og dollarinn 124,7 krónur. Lægst fór gengi krónunnar gagnvart evrunni á árinu 27. ágúst síðastliðinn í 184,9 krónur. Gengi krónunnar nú er því afar nálægt lágmarki sínu á árinu. Viðskipti innlent 8.10.2009 11:53
Skilyrði sett fyrir yfirtöku Íslandsbanka á Icelandair Samkeppniseftirlitið setur nokkur skilyrði fyrir yfirtöku Íslandsbanka á Icelandair sem fór fram í sumar. Þetta kemur fram í úrskurði eftirlitsins um yfirtökuna sem birt hefur verið á vefsíðu eftirlitsins. Viðskipti innlent 8.10.2009 10:43
Samkeppniseftirlitið blessar samruna Vestia og Teymis Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til að hafast frekar að vegna samruna Vestia ehf. og Teymis hf. Þetta kemur fram í úrskurði sem birtur hefur verið á vefsíðu eftirlitsins. Viðskipti innlent 8.10.2009 10:32
Innlán í Sparisjóðinn Afl aukast um 3 milljarða Í kjölfar bankahrunsins í fyrrahaust hefur Sparisjóðurinn Afl ,sem samanstendur af Sparisjóð Siglufjarðar og Sparisjóð Skagafjarðar, aukið innlán gífurlega. Á einu ári hafa innlánin aukist um 3 milljarða kr. og standa nú í ríflega 8 milljörðum kr. Viðskipti innlent 8.10.2009 10:12
Straumsmenn kannast ekki við áhuga Eggerts á West Ham „Við höfum enga vitneskju um það, né hefur hann verið í samstarfi við okkur eða neitt. Enda er klúbburinn þannig lagað ekki í neinum opinberum sölufasa," segir Viðskipti innlent 8.10.2009 10:04
Eggert Magnússon reynir að kaupa West Ham Eggert Magnússon er með leynd að reyna endurkomu sem nýr eigandi enska útvalsdeildarliðsins West Ham. Þetta er staðhæft í breska blaðinu The Sun í morgun. Eggert er enn búsettur í London. Viðskipti innlent 8.10.2009 09:15
Jón Steinsson hrópar húrra fyrir auðlindasköttum Jón Steinsson lektor í hagfræði við Columbia er mjög ánægður með þau áform ríkisstjórnarinnar að koma á auðlinda- og umhverfissköttum. Þetta kemur fram í pistli sem Jón skrifar á vefritið Deiglan þar sem hann fjallar um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Viðskipti innlent 8.10.2009 08:35
Stork Fokker fær samning Hollenska flugiðnaðarfyrirtækið Stork Aerospace hefur enn haft betur í útboði tengdu svonefndu JSF-herþotuverkefni, tengdu F-35 orrustuþotum, frá Lockheed Martin. Viðskipti innlent 8.10.2009 06:00
Ásókn í innistæðubréf Öll innistæðubréf Seðlabankans gengu út í útboði bankans í gær. Tilkynnt var um útgáfuna fyrir hálfum mánuði samhliða vaxtaákvörðun bankans en þá var ákveðið að gefa út bréf fyrir fimmtán til 24 milljarða króna í viku hverri. Viðskipti innlent 8.10.2009 06:00
TM Software sótti á erlend mið „Við þróuðum þetta til að leysa vandamál innanhúss hjá okkur. Nú er viðbótin fullbúin og notuð til að leysa vandamálin úti í hinum stóra heimi,“ segir Pétur Ágústsson, hópstjóri hjá TM Software. Fyrirtækið hefur þróað viðbót við Jira-verkbeiðna- og þjónustukerfið sem gerir notendum kleift að tengja við tímaskráningar og koma í veg fyrir tvískráningar beiðna og reikninga. Viðskipti innlent 8.10.2009 06:00
Persónuafsláttur óbreyttur á næsta ári Gert er ráð fyrir því í fjárlagafrumvarpinu að persónuafsláttur verði óbreyttur á næsta ári. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, segir að samið hafi verið um hækkun skattleysismarkanna og verðtryggingu. Sambandið samþykki aldrei að skattleysismörkin verði lækkuð að raungildi. Viðskipti innlent 7.10.2009 18:55