Viðskipti innlent

Fréttaskýring: Nánasta framtíð þjóðarinnar í miklli óvissu

Þeir Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri segja í bréfi til forsætisráðherra í vikunni að af viðtölum þeirra við fjölda erlendra fjárfesta, bankamenn og sérfræðinga á sviði alþjóðafjármála megi ráða að afar mikilvægt sé að draga úr óvissu af völdum Icesave-deilunnar. Og óvissu af töfum á endurskoðun áætlunar stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) sem af þeirri deilu leiðir.

Viðskipti innlent

Forsætisráðherra: Mjög alvarlegt ef AGS tefst lengur

Töf á afnámi gjaldeyrishafta, lækkun á lánshæfismati ríkins niður í flokk ótryggra fjárfestinga, líkur á vaxtahækkun, þrýstingur á gengislækkun og þar með aukning verðbólgu ásamt töfum á endurreisn atvinnulífs með vaxandi atvinnuleysi, eru meðal líklegra afleiðinga þess að frekari tafir verði á endurskoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins (AGS).

Viðskipti innlent

Kaupmáttur Íslendinga á erlendri grundu hefur hrapað

Ætli Íslendingur að ferðast til Japans þarf hann nú að reiða fram 2,5 sinnum fleiri krónur fyrir jenin en í árslok 2007 og 2,2 sinnum fleiri franka ef ferðinni er heitið til Sviss. Hefur kaupmáttur krónunnar rýrnað hvað mest gagnvart þessum myntum á tímabilinu frá árslokum 2007.

Viðskipti innlent

Hraðinn í fólksfækkun á landinu færist í aukana

Samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár voru landsmenn 318.906 talsins 1. október síðastliðinn. Hafði þeim þá fækkað um 340 frá miðju ári þegar þeir voru 319.246. Hraðinn í fólksfækkuninni virðist hafa aukist eftir því sem liðið hefur á árið en á fyrri helmingi árs fækkaði landsmönnum um 122.

Viðskipti innlent

Atlantic Petroleum hrapaði í kauphöllinni

Færeyska olíufélagið Atlantic Petroleum féll um 43,7% í kauphöllinni í dag. Gætir hér eflaust áhrifa þess að í hlutabréfaútboði á vegum félagsins fyrir viku síðan gátu núverandi hluthafar keypt nýtt hlutafé á 135 danskar krónur þegar hið opinbera verð á hlutnum var rúmlega 230 danskar krónur.

Viðskipti innlent

Ástarbréf Seðlabankans verstu mistökin fyrir hrun

Gauti B. Eggertsson, hagfræðingur við seðlabanka New York-ríkis í Bandaríkjunum hefur tekið saman það sem hann kallar verstu mistökin sem gerð voru í aðdraganda bankahrunsins og hruninu sjálfu í fyrra. Efst á blaði eru svokölluð ástarbréf Seðlabankans sem ollu því að bankinn varð gjaldþrota. Slíkt gjaldþrot seðlabanka er óþekkt í vestrænni sögu.

Viðskipti innlent

Gengi krónunnar að ná lægsta gildi ársins

Gengi krónunnar hefur lækkað í morgun um 0,2% eftir að hafa lækkað í gær um 0,7%. Evran kostar nú 184,2 krónur og dollarinn 124,7 krónur. Lægst fór gengi krónunnar gagnvart evrunni á árinu 27. ágúst síðastliðinn í 184,9 krónur. Gengi krónunnar nú er því afar nálægt lágmarki sínu á árinu.

Viðskipti innlent

Jón Steinsson hrópar húrra fyrir auðlindasköttum

Jón Steinsson lektor í hagfræði við Columbia er mjög ánægður með þau áform ríkisstjórnarinnar að koma á auðlinda- og umhverfissköttum. Þetta kemur fram í pistli sem Jón skrifar á vefritið Deiglan þar sem hann fjallar um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar.

Viðskipti innlent

Stork Fokker fær samning

Hollenska flugiðnaðarfyrirtækið Stork Aerospace hefur enn haft betur í útboði tengdu svonefndu JSF-herþotuverkefni, tengdu F-35 orrustuþotum, frá Lockheed Martin.

Viðskipti innlent

Ásókn í innistæðubréf

Öll innistæðubréf Seðlabankans gengu út í útboði bankans í gær. Tilkynnt var um útgáfuna fyrir hálfum mánuði samhliða vaxtaákvörðun bankans en þá var ákveðið að gefa út bréf fyrir fimmtán til 24 milljarða króna í viku hverri.

Viðskipti innlent

TM Software sótti á erlend mið

„Við þróuðum þetta til að leysa vandamál innanhúss hjá okkur. Nú er viðbótin fullbúin og notuð til að leysa vandamálin úti í hinum stóra heimi,“ segir Pétur Ágústsson, hópstjóri hjá TM Software. Fyrirtækið hefur þróað viðbót við Jira-verkbeiðna- og þjónustu­kerfið sem gerir notendum kleift að tengja við tímaskráningar og koma í veg fyrir tvískráningar beiðna og reikninga.

Viðskipti innlent

Persónuafsláttur óbreyttur á næsta ári

Gert er ráð fyrir því í fjárlagafrumvarpinu að persónuafsláttur verði óbreyttur á næsta ári. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, segir að samið hafi verið um hækkun skattleysismarkanna og verðtryggingu. Sambandið samþykki aldrei að skattleysismörkin verði lækkuð að raungildi.

Viðskipti innlent