Skoðun

Fréttamynd

Tökum Ís­land til baka

Baldur Borgþórsson og Sigfús Aðalsteinsson skrifa

Ísland, eyjan okkar í Norður-Atlantshafi hefur lengi verið þekkt sem paradís náttúru og friðar. Með dramatísku landslagi þar sem fossar, jöklar og eldfjöll mætast, er myndin mjög falleg. Auk þessa þá hefur landið toppað alþjóðlega lista yfir öruggustu og friðsömustu þjóðir heims. 

Skoðun

Fréttamynd

RÚV, aðgerðasinnar og ís­lenskan okkar

Jón Pétur Zimsen skrifar

Íslenskan á í vök að verjast en tungan er það sem skilgreinir okkur sem þjóð. Vigdís Finnbogadóttir sagði eitt sinn: „Ef íslenskan hverfur tapast þekking og við hættum að vera þjóð.“

Skoðun
Fréttamynd

Hvað er karl­mennska?

Sigurður Árni Reynisson skrifar

Karlmennska í dag birtist sjaldan sem lífsháttur, hún birtist yfirleitt sem umræðuefni. Hún er greind, mæld, endurskilgreind og sett fram í stöðugum samanburði, oft sem vandamál sem þarf að laga eða sem ímynd sem þarf að verja.

Skoðun
Fréttamynd

Gervi­greind í vinnugallann og fleiri spá­dómar fyrir 2026

Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Manstu eftir árinu 2023? Það var árið sem við sátum öll límd við skjáinn í hálfgerðu algleymi og báðum gervigreindina um að semja sonnettur um pylsur eða teikna mynd af páfanum í úlpu. Það var hughrifs tímabilið, tími hrifningar, óttablandinnar virðingar og smá geggjunar þar sem tæknin virtist vera leikfang sem gat allt en samt eiginlega ekki neitt sem skipti máli. En nú nálgast árið 2026 og töfrarnir eru að hverfa.

Skoðun
Fréttamynd

Krónan er ein­mitt ekki vanda­málið

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fróðlegt viðtal birtist á Dv.is á dögunum þar sem rætt var við Gylfa Magnússon, prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, um peningamálin. Viðtalið var þó ekki fróðlegt vegna þess að eitthvað nýtt hafi komið fram í því heldur vegna þess að Gylfi, sem lengi hefur talað fyrir því að gengið yrði í Evrópusambandið og tekin upp evra, sagði það.

Skoðun
Fréttamynd

Áramóta­heit þjóðarinnar: Tryggjum gæða­menntun!

Guðjón Hreinn Hauksson skrifar

Nýliðið ár stóðu allir kennarar landsins saman í harðri kjarabaráttu til að leiðrétta kjör einnar mikilvægustu stéttar á Íslandi. Krafa okkar var einföld, að laun okkar félagsfólks yrðu sambærileg launum annarra sambærilegra sérfræðinga á almennum launamarkaði.

Skoðun
Fréttamynd

Týndu börnin

Jón Ingi Hákonarson skrifar

Það er gríðarlegur fjöldi ungmenna týnd í sófanum heima hjá sér. Finnur ekki tilgang og flýr tilveruna, einangrar sig og líðanin er vond.

Skoðun
Fréttamynd

Heims­enda­spár sem eiga sér enga stoð í raun­veru­leikanum

Elías Blöndal Guðjónsson skrifar

Í nýlegum greinum á Vísi fara þau Ögmundur Jónasson og Ingibjörg Isaksen mikinn gegn netverslun með áfengi. Þau mála upp mynd af samfélagi á barmi siðferðilegs hruns þar sem „gróðahyggja“ og „óprúttnir vínsalar“ ógna velferð barna okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Pólitíska stríðið sem nærist á þér

Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Harðir vinstri menn og harðir hægri menn eru í raun spegilmyndir. Þeir halda að þeir standi á gagnstæðum endum línunnar, en sálfræðilega eru þeir á sama stað: í vörn.

Skoðun
Fréttamynd

Vesa­lingarnir í borginni

Daði Freyr Ólafsson skrifar

„Mamma, mér er kalt.“ Það er janúarkvöld í Reykjavík. Barnið situr í fanginu á móður sinni á meðan vindurinn nístir sig inn um gluggana. Ofnarnir eru volgir. Ekki bilaðir – bara volgir. Hitinn hefur verið lækkaður. Það er sparnaður.

Skoðun
Fréttamynd

Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og for­vitni

Ingrid Kuhlman skrifar

Áramót eru kjörinn tímapunktur til að staldra við og líta yfir árið sem er að ljúka, ekki til að dæma það eða flokka í „gott“ og „slæmt“, heldur til að skilja betur hvað það gaf þér, hvað þú lærðir og hvað þú vilt taka með þér áfram.

Skoðun
Fréttamynd

Á kross­götum

Alexandra Briem skrifar

Krossgötur eru áhugavert fyrirbæri í þjóðtrúnni. Þar getur verið hættulegt að vera, þar eru skilin milli heima óljósari. Þar hittum við mögulega fyrir undarlegar verur.

Skoðun
Fréttamynd

Þögnin í áramótaá­varpi for­sætis­ráðherra

Daði Freyr Ólafsson skrifar

Áramótaávarp Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands, var hlýtt, persónulegt og stílhreint. Forsætisráðherra talar af samúð um fólk sem á bágt. Það er gott. En samúð er ekki það sama og skilningur sem byggir á reynslu.

Skoðun
Fréttamynd

Borg á heims­mæli­kvarða!

Skúli Helgason skrifar

Við búum í frábærri borg. Hér er gott og fjölbreytt skóla- og frístundastarf, velferðarþjónusta sem er aðdráttarafl fyrir fólk úr öðrum sveitarfélögum, húsnæðisuppbygging er í sögulegu hámarki sem og uppbygging nýrra leikskóla.

Skoðun
Fréttamynd

Veiðiráðgjöf byggð á á­giskunum

Sigurjón Þórðarson skrifar

Alþjóða Hafrannsóknarráðið (ICES), hefur nýlega endurmetið stofnstærð makríls á Norður Atlantshafi. Endurmatið nær áratugi aftur í tímann eins og meðfylgjandi mynd nr. 1 sýnir.

Skoðun
Fréttamynd

Loft­gæði mæld í Breið­holti - í fyrsta sinn í 12 ár

Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Í fyrsta sinn í tólf ár er gæði loftsins vöktuð í Breiðholti. Það er gott að vita til þess að núna geta íbúar, foreldra, forsvarsfólk íþróttafélaga og skólastofna í Breiðholti fylgjast með gæðum andrúmsloftsins í rauntíma með sérstaklega þegar ef loftgæðin fara úr grænu á rautt.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað tengir typpi og gullregn?

Kristján Friðbertsson skrifar

Flest lærum við á unga aldri að sama orðið hefur margar merkingar. Aðstæður, samhengi og gildismat stýra því að sömu orð vekja upp mismunandi tilfinningar. Ítrekað finnst einum viðeigandi það sem öðrum finnst óviðeigandi.

Skoðun
Fréttamynd

Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári?

Davíð Már Sigurðsson skrifar

Börnum og ungmennum er þröngur stakkur búinn um þessar mundir. Kvíði, ofbeldi og vanlíðan þeirra fær mikið vægi í fjölmiðlum. Tekist er á um síma- og samfélagsmiðlabönn.

Skoðun
Fréttamynd

Hin­segin

Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Íslendingar hafa lengi mótað sjálfsmynd sína út frá þeirri hugsjón að mannréttindi séu ófrávíkjanlegur grunnur réttarríkis. Sú hugsjón er þó ekki sjálfgefin heldur krefst hún stöðugrar vinnu og ábyrgðar, sérstaklega á tímum þar sem öfl sem vilja skipta fólki upp og útiloka eru að sækja í sig veðrið.

Skoðun
Fréttamynd

Leið­togi

Gunnar Salvarsson skrifar

Ég þekki Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra ekki persónulega. Hef aldrei hitt hana og þekki ekki til bakgrunns hennar né hæfileika umfram það sem blasir við mér sem almennum borgara. 

Skoðun
Fréttamynd

Sögu­legt ár í borginni

Skúli Helgason skrifar

Árið hefur verið viðburðaríkt í borginni en það byrjaði með miklum pólitískum jarðskjálftum í lok janúar og svo sprengingu þegar oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu í fyrstu viku febrúar.

Skoðun
Fréttamynd

Öryggið á nefinu um ára­mótin

Eyrún Jónsdóttir og Ágúst Mogensen skrifa

Áramótin eru einstök á Íslandi og það þekkja flestir tilfinninguna sem því fylgir að halla höfðinu aftur til að horfa á himinn lýsast upp á áramótum. Fyrir foreldra fylgir þessari gleði þó líka aukin ábyrgð við að tryggja öryggi á oft yfirspenntum börnum og unglingum.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar högg­bylgjan skellur á

Gísli Rafn Ólafsson skrifar

Á árinu sem er að líða hafa orð löðrandi af hroka og hleypidómum flætt af slíku offorsi um samfélagsmiðla að úr hefur orðið einhvers konar höggbylgja mannvonsku. Það er að minnsta kosti sú tilfinning sem mörg sitja eftir með – ekki síst þau sem orðin beinast gegn: Fólk af ákveðnum uppruna. Fólk með ákveðna kynvitund. Fólk sem aðhyllist ákveðin trúarbrögð. Fólk með ákveðna kynhneigð. Fólk frá ákveðnum heimshlutum.

Skoðun
Fréttamynd

Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já

Jón Pétur Zimsen skrifar

Flest höfum við upplifað að niðurstöður rannsókna virðist stangast á við eigin reynslu. Rannsóknir segja eitt, en daglegur veruleiki segir annað. Þetta misræmi er raunverulegt og þarfnast skýringar.

Skoðun

Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

RÚV, aðgerðasinnar og ís­lenskan okkar

Íslenskan á í vök að verjast en tungan er það sem skilgreinir okkur sem þjóð. Vigdís Finnbogadóttir sagði eitt sinn: „Ef íslenskan hverfur tapast þekking og við hættum að vera þjóð.“


Meira

Ólafur Stephensen

Glæpa­menn í gler­húsi

Ákvörðun Evrópusambandins í byrjun vikunnar, um að beita verndartollum gagnvart útflutningi Íslands og Noregs á járnblendi, var meiriháttar vonbrigði og í andstöðu við það grundvallaratriði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið að flutningur iðnaðarvöru sé frjáls og óhindraður á svæðinu.


Meira

Arna Lára Jónsdóttir

5 vaxtalækkanir á einu ári

Nú er liðið eitt ár frá því að ríkisstjórnin var mynduð og við hæfi að hugsa til baka og velta fyrir sér hvað hefur áunnist. Eitt af stóru málunum fyrir kosningarnar í fyrra voru efnahagsmálin. Eðlilega. Verðbólga hafði verið í hæstu hæðum og stýrivextir óbærilegir fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu.


Meira

Diljá Mist Einarsdóttir

Jólapartýi af­lýst

Það er ekki ólíklegt að jólapartýi og samsöng oddvita ríkisstjórnarflokka Kristrúnar Frostadóttur hafi verið aflýst í kjölfar nýjustu verðbólgumælingar. Niðurstaðan er vægast sagt vonbrigði og ráðherrarnir hefðu betur sparað sér stóru orðin í aðdragandanum. Dagana á undan höfðu þeir klappað sér á bakið fyrir hjöðnun verðbólgu og vaxtalækkanir (reyndar stórýktar).


Meira

Sigmar Guðmundsson

Konukot

Það er ár síðan Reykjavíkurborg auglýsti eftir nýju húsnæði fyrir Konukot sem er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur. Starfsemin er rekin í Eskihlíð og í raun var húsnæðið sprungið fyrir mörgum árum. Nýtt húsnæði fannst í Ármúlanum.


Meira

Sigurður Ingi Jóhannsson

Þegar fjár­lögin vinna gegn mark­miðinu

Fjárlög eru eitt mikilvægasta stýritæki stjórnvalda – sérstaklega þegar efnahagshorfur versna. En fjárlög 2026, eins og þau liggja fyrir, skortir nauðsynlega varfærni og byggja á veikum forsendum á tíma þegar hagvöxtur 2025 er langt undir væntingum og 2026 gæti reynst enn erfiðara ár.


Meira

Svandís Svavarsdóttir

Stöndum með Ljósinu!

Ljósið er ekki góðgerðarsamtök og alls ekki bara „samtök úti í bæ“. Ljósið er eina sérhæfða endurhæfingarmiðstöðin fyrir krabbameinsgreinda á Íslandi, með leyfi frá Embætti landlæknis, rekin af þverfaglegum hópi starfsfólks – sjúkraþjálfurum, sálfræðingum, iðjuþjálfum, næringarfræðingum og hjúkrunarfræðingum.


Meira

Snorri Másson

Þetta varð í al­vöru að lögum!

Ríkisstjórn Íslands lögfesti í síðustu viku heimild til kerfisbundinnar mismununar við innritun í framhaldsskóla „á öðrum grundvelli en út frá námsárangri“ – sem sagt út frá kyni, fötlun, þjóðernisuppruna eða öðrum ytri einkennum.


Meira

Sonja Ýr Þorbergsdóttir


Meira

Heiðrún Lind Marteinsdóttir

Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir?

Allir greiða skatta enda eru þeir nauðsynlegir í rekstri samfélaga og allir finna fyrir tekjuskatti og útsvari um hver mánaðamót. Óbeina skatta greiðir fólk nánast á hverjum degi því þeim er komið fyrir í verði vara og þjónustu, bæði innanlands og í útflutningi.


Meira