Lífið MS kominn i undanúrslit: Hefur ekki gerst siðan 1989 Menntaskólinn við Sund hefur kannski ekki komið séð og sigrað MORFÍS undanfarin ár en það er að breytast þetta árið. Lið Menntaskólans við Sund samanstendur af þeim Lilju Björk Stefánsdóttur frummælanda, Þórdísi Jensdóttur meðmælanda, Atla Hjaltesteð stuðningsmanni og Antoni Birki Sigfússyni liðstjóra. Lífið 16.2.2010 23:08 Konudagurinn: Gera eitthvað fyrir hvort annað „Við erum alveg glötuð hjónin hvað Valentínusardaginn varðar," svarar Ingibjörg Reynisdóttir leikkona spurð út í ástina og hvort hún og eiginmaður hennar hafi dekrað við hvort annað á Valentínusardaginn. „Við fórum reyndar á Jómfrúnna og fengum okkur þetta fína smörrebrauð á danska vísu eftir góða sundferð en það var samt ekki endilega tengt við Valentínusardaginn sérstaklega. Við eigum þetta nú bara til svona annað veifið," segir Ingibjörg. Lífið 16.2.2010 15:30 Sætu stelpurnar fóru norður - myndir „En það var alveg stútfullt hús af fallegu fólki á Kaffi Akureyri sem djammaði fram eftir nóttu," segir Karl Lúðvíksson útvarpsmaður á FM 957. Lífið 16.2.2010 12:00 Lögbann á auglýsingar Kredia „Þeir eru að nota karakter sem þeir hafa ekkert leyfi til að nota,“ segir Kjartan Þór Þórðarson, framkvæmdastjóri Saga Film, um auglýsingar smálánafyrirtækisins Kredia. Lífið 16.2.2010 06:00 Fagstjóri úthúðar kjólum Evu Maríu og Ragnhildar „Það skortir einfaldlega fagmennsku í þetta og á það var ég að benda," segir Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunarbrautar Listaháskóla Íslands. Hún sendi íslensku sjónvarpskonunni Evu Maríu Jónsdóttur bréf eftir úrslitakvöld Söngvakeppni sjónvarpsins, laugardaginn 6. febrúar, en í bréfinu fullyrti Linda að kjólar Evu Maríu og Ragnhildar Steinunnar væru þeir ljótustu sem hún hefði séð í sjónvarpinu. Lífið 16.2.2010 05:45 Feðgarnir ferðast saman um villta vestrið í Eþíópíu Feðgarnir Bjarni Harðarson og Egill eru að ferðast saman um Afríku í annað skipti. Þeir hafa gengið um skóglendi og hlustað á margfróðar gamlar konur segja sögur. Lífið 16.2.2010 05:30 Umboðsmaður vildi Thin Jim Hljómsveitin Thin Jim and the Castaways hefur breytt nafninu sínu í Thin Jim. Ástæðan er sú að bandarískur umboðsmaður sveitarinnar taldi styttra nafnið henta útvarpsmönnum betur. Lífið 16.2.2010 05:00 Ljóðaslammi lokið Borgarbókasafn Reykjavíkur hélt keppni í ljóðaslammi þriðja árið í röð á Safnanótt á föstudaginn. Þema kvöldsins var væmni. Sautján ungmenni á aldrinum 15 til 22 ára tóku þátt að þessu sinni með átta atriði, sumir stigu einir á stokk en aðrir í hópum. Lífið 16.2.2010 05:00 Ég yrði ómöguleg ef ég færi að læra eitthvað um listina Jónína Katrín Jónsdóttir, Jenný, er sjálfmenntuð alþýðulistakona. Hún sýnir verk sín í Gerðubergi um þessar mundir. Lífið 16.2.2010 04:00 Jóna í KvikkFix Síðasta föstudag hófst sýning listakonunnar Jónu Heiðu Sigurlásdóttur, Umbreytingur. Sýningin er í Gallerý KvikkFix, sem er til húsa í betri stofu KvikkFix að Vesturvör 30c í Kópavogi. KvikkFix er alhliða bílaþjónustumiðstöð þar sem mikið er lagt upp úr þægilegu umhverfi fyrir kúnnann að bíða í á meðan bíllinn er tekinn í gegn. Lífið 16.2.2010 04:00 Elís tekur við af Halli í Leaves „Ég var að eignast mitt annað barn og þetta var komið gott bara,“ segir bassaleikarinn Hallur Hallsson, sem er hættur í hljómsveitinni Leaves. Lífið 16.2.2010 04:00 Etja kappi við sveitunga sína Dálítið sérstök staða er komin upp í spurningaþættinum Útsvari því í undanúrslitum næsta föstudag mætast Dalvíkurbyggð og Reykjavík. Tveir liðsmanna Reykjavíkur, þau Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, og Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins, hafa töluverðra hagsmuna að gæta á Dalvík og eru í erfiðri stöðu. Lífið 16.2.2010 03:45 Mynd um ævi Játvarðs Söngkonan Madonna ætlar að leikstýra og skrifa handritið að dramatískri mynd sem verður byggð á ævi Játvarðs VIII., konungs yfir Bretlandi. Þetta verður önnur myndin sem Madonna leikstýrir. Fyrir tveimur árum sendi hún frá sér Filth and Wisdom, sem fékk herfilega dóma hjá gagnrýnendum og litla aðsókn. Söguþráðurinn er áhugaverður því söguhetjan Játvarður afsalaði sér krúnunni árið 1936 til að geta kvænst bandarísku konunni Wallis Simpson. Vera Farmiga úr Up in the Air hefur verið orðuð við hlutverk Simpson. Lífið 16.2.2010 03:00 Í baráttuhug Cheryl Cole, söngkonan úr Girls Aloud og eiginkona knattspyrnumannsins Ashley Cole, segist ætla að berjast fyrir hjónabandi sínu. Breskir fjölmiðlar hafa birt fréttir af því að Ashley hafi sent tveimur stúlkum nektarmyndir af sjálfum sér og textaskilaboð með óskum um nánari kynni. Lífið 16.2.2010 03:00 Dave Smith semur við Bloodgroup „Við notum græjurnar frá þeim mjög mikið,“ segir Ragnar Láki, meðlimur hljómsveitarinnar Bloodgroup. Lífið 16.2.2010 02:15 Of feitur fyrir flugvélina Leikstjóranum Kevin Smith var meinað að fljúga frá Oakland til Burbank í Kaliforínu vegna þess að hann þótti of feitur fyrir flugvélina. Smith brást hinn versti við. Lífið 16.2.2010 02:00 Föstuorgel í Grindavík Á morgun, öskudag, hefst föstu-tónleikaröðin Leyndardómur trúarinnar í Grindavíkurkirkju. Sex tónleikar fara fram næstu sex miðvikudagskvöld. Eyþór Ingi Jónsson, organisti Akureyrarkirkju, ríður á vaðið annað kvöld og leikur verk eftir „Bé-in þrjú“, Buxtehude, Böhm og Bach, ásamt því að spinna á orgelið. Lífið 16.2.2010 02:00 Ekki samur eftir Titanic Leonardo DiCaprio segist ekki hafa verið með sjálfum sér eftir velgengni kvikmyndarinnar Titanic. Leikarinn varð stórstjarna á einni nóttu eftir að myndin kom út, og sópaði hún í framhaldinu til sín Óskarsverðlaunum. Lífið 16.2.2010 01:45 Robbie langar í börn Robbie Williams lýsti því yfir í samtali við breska blaðið The Sun að hann væri smám saman að verða reiðubúinn fyrir föðurhlutverkið. Robbie, sem hefur átt í miklum vandræðum með eiturlyfja- og áfengisfíkn, hefur fundið ástina í örmum Ayda Field og hún ku víst vera ansi áhugasöm um að stofna fjölskyldu. „Ég er smám saman að komast inn á þessa braut en þetta á eftir að taka langan tíma," sagði Robbie við The Sun. Lífið 16.2.2010 01:00 Erpur í stuði - myndir Á meðfylgjandi myndum má sjá Erp Eyvindarson, sem Móri réðst á í húsakynnum útvarpsstöðvarinnar X-ins 97,7 í Skaftahlíð í dag. Myndirnar, sem Thorgeir.com tók, sýna Erp í stuði á Hverfisbarnum um helgina þegar stærsti plötusnúður Evrópu, Dj M.Dee, mætti þangað í boði Beefeater. Erpur og Móri hafa deilt í fjölmiðlum undanfarið og voru fengnir í útvarpsþáttinn Harmageddon til þess að útkljá málin í dag. Tónlistarmennirnir komust ekki lengra en inn í anddyri húsnæðis útvarpsstöðvarinnar í Skaftahlíð. Móri reyndist vera vopnaður rafbyssu og hnífi auk þess sem hann var með hund með sér af dobermankyni. Lífið 15.2.2010 18:00 Skuggalegt lið - myndir Á meðfylgjandi myndum má sjá þegar Skuggabarinn var opnaður eitt kvöld í Gyllta salnum á Hótel Borg í boði Beefeater. Margir nýttu sér tækifærið og rifjuðu upp góðar stundir á barnum sem var í þó nokkuð mörg ár aðalskemmtistaðurinn í Reykjavík. Plötusnúðurinn Kiddi Bigfoot sá um spila tónlistina fyrir gesti sem skemmtu sér vel eins og sést í myndsafni. Lífið 15.2.2010 15:00 Þúsund manns á Hljóðnemanum Það var sannkölluð hátíðarstemmning þegar Hljóðneminn, söngkeppni NFS, var haldinn í 24. skiptið. Keppnin var haldin á sal skólans og stigu 16 atriði á svið. Lífið 15.2.2010 12:37 Alls ekki óþægilegt að sýna nærföt - myndir „Nei mér finnst alls ekki óþægilegt að sýna nærföt," svarar Guðrún Dögg Rúnarsdóttir ungfrú Ísland 2009 sem var ein af drottningunum sem sýndu undirföt spurð hvernig henni leið að spranga um á nærfötunum í kringum ókunnuga. Lífið 15.2.2010 06:15 Ingvar staðgengill Magga Ólafs „Ég missti eina tröppu úr þegar ég var fara á klósettið í hléinu á Mömmu Gógó, datt kylliflatur og hálfrotaðist. Lét mig þó hafa það að klára myndina. Ég var með kúlu á hausnum og það var ekki fyrr en daginn eftir að ég fór að finna fyrir þessu. Ég endaði á spítala og var þar fjóra daga. Ég missti svo mikið blóð. Það rifnaði eitthvað inni mér," segir leikarinn Magnús Ólafsson, sem komst í hann krappann á dögunum. Slysið kom sér illa því Magnús var bókaður í stuttmynd. Lífið 15.2.2010 05:00 Karl sigursæll í Hollywood „Þetta kom nokkuð á óvart því myndin er gerð fyrir lítin pening. En það er gaman þegar menn taka eftir svoleiðis myndum,“ segir Karl Júlíusson, leikmyndahönnuður, en hann stóð uppi sem sigurvegari á Art Directors Guild Awards á laugardagskvöldið þegar leikmynd The Hurt Locker var valinn sú besta í nútímamyndaflokknum. Avatar fékk verðlaunin í flokki ævintýramynda og Sherlock Holmes-kvikmynd Guy Ritchie fyrir sögulega-flokkinn. Hátíðin var haldin á Beverly Hills Hilton-hótelinu og fékk gamla brýnið Warren Beatty sérstök heiðursverðlaun. Lífið 15.2.2010 05:00 Framleiðandi merkir tískuvörur Gyðju vitlaust „Þetta er allt mín hönnun, en í sumum tilfellum er vitlaust nafn skráð,“ segir Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, hönnuður og eigandi Gyðju Collection, en á síðu kínversks vöruframleiðanda má sjá myndir af hönnun Sigrúnar Lilju og eru þær sumar hverjar merktar sem hönnun óþekkts Mr. Stephano og hefur það vakið nokkra furðu. Lífið 15.2.2010 05:00 Gerpla Baltasars frumsýnd Þjóðleikhúsið frumsýndi á föstudaginn leikverkið Gerplu sem byggt er á samnefndri sögu Halldórs Laxness. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi magnaða bók nóbelsskáldsins fer á svið en það eru þeir Baltasar Kormákur og Ólafur Egill Egilsson sem eiga heiðurinn af leikgerðinni. Baltasar situr síðan í leikstjórastólnum en með tvö helstu hlutverkin fara þeir Björn Thors og Jóhannes Haukur Jóhannesson. Mikil stemning skapaðist á undan sýningunni og þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði var ekki annað að sjá en gestir sýningarinnar gætu vart beðið eftir að komast inn og sjá þessa frægu sögu Halldórs lifna við. Lífið 15.2.2010 04:00 Bjargvætturinn á metsölulista Bókin Bjargvætturinn í grasinu eftir hinn sáluga J.D. Salinger er í öðru sæti á kiljulista Eymundsson. Salinger lést 27. janúar síðastliðinn og síðan þá hefur áhugi á verkum hans aukist mikið. Lífið 15.2.2010 03:00 Einkaþota Parisar Hilton - myndir Á meðfylgjandi myndum má sjá Paris Hilton, 28 ára, og unnusta hennar, Doug Reinhardt, 32 ára, yfirgefa einkaþotu Parisar á Santos Dumont flugvellinum í Rio de Janeiro. Doug myndaði Paris þegar hún steig út úr einkaþotunni eins og sjá má í myndasafni. Lífið 14.2.2010 08:00 Ó nei þetta er vandræðalegt - myndir/myndband Á meðfylgjandi myndum má sjá þegar breska fyrirsætan Agyness Deyn, 26 ára, missteig sig tvisvar á sýningarpalli í New York í gærdag. Sjá má Agyness klappa og hlæja yfir vandræðunum í fyrra skiptið og klæða sig síðan úr hælaskónum eftir að hún missteig sig í annað sinn. Hér má sjá vandræðin. Lífið 13.2.2010 16:00 « ‹ ›
MS kominn i undanúrslit: Hefur ekki gerst siðan 1989 Menntaskólinn við Sund hefur kannski ekki komið séð og sigrað MORFÍS undanfarin ár en það er að breytast þetta árið. Lið Menntaskólans við Sund samanstendur af þeim Lilju Björk Stefánsdóttur frummælanda, Þórdísi Jensdóttur meðmælanda, Atla Hjaltesteð stuðningsmanni og Antoni Birki Sigfússyni liðstjóra. Lífið 16.2.2010 23:08
Konudagurinn: Gera eitthvað fyrir hvort annað „Við erum alveg glötuð hjónin hvað Valentínusardaginn varðar," svarar Ingibjörg Reynisdóttir leikkona spurð út í ástina og hvort hún og eiginmaður hennar hafi dekrað við hvort annað á Valentínusardaginn. „Við fórum reyndar á Jómfrúnna og fengum okkur þetta fína smörrebrauð á danska vísu eftir góða sundferð en það var samt ekki endilega tengt við Valentínusardaginn sérstaklega. Við eigum þetta nú bara til svona annað veifið," segir Ingibjörg. Lífið 16.2.2010 15:30
Sætu stelpurnar fóru norður - myndir „En það var alveg stútfullt hús af fallegu fólki á Kaffi Akureyri sem djammaði fram eftir nóttu," segir Karl Lúðvíksson útvarpsmaður á FM 957. Lífið 16.2.2010 12:00
Lögbann á auglýsingar Kredia „Þeir eru að nota karakter sem þeir hafa ekkert leyfi til að nota,“ segir Kjartan Þór Þórðarson, framkvæmdastjóri Saga Film, um auglýsingar smálánafyrirtækisins Kredia. Lífið 16.2.2010 06:00
Fagstjóri úthúðar kjólum Evu Maríu og Ragnhildar „Það skortir einfaldlega fagmennsku í þetta og á það var ég að benda," segir Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunarbrautar Listaháskóla Íslands. Hún sendi íslensku sjónvarpskonunni Evu Maríu Jónsdóttur bréf eftir úrslitakvöld Söngvakeppni sjónvarpsins, laugardaginn 6. febrúar, en í bréfinu fullyrti Linda að kjólar Evu Maríu og Ragnhildar Steinunnar væru þeir ljótustu sem hún hefði séð í sjónvarpinu. Lífið 16.2.2010 05:45
Feðgarnir ferðast saman um villta vestrið í Eþíópíu Feðgarnir Bjarni Harðarson og Egill eru að ferðast saman um Afríku í annað skipti. Þeir hafa gengið um skóglendi og hlustað á margfróðar gamlar konur segja sögur. Lífið 16.2.2010 05:30
Umboðsmaður vildi Thin Jim Hljómsveitin Thin Jim and the Castaways hefur breytt nafninu sínu í Thin Jim. Ástæðan er sú að bandarískur umboðsmaður sveitarinnar taldi styttra nafnið henta útvarpsmönnum betur. Lífið 16.2.2010 05:00
Ljóðaslammi lokið Borgarbókasafn Reykjavíkur hélt keppni í ljóðaslammi þriðja árið í röð á Safnanótt á föstudaginn. Þema kvöldsins var væmni. Sautján ungmenni á aldrinum 15 til 22 ára tóku þátt að þessu sinni með átta atriði, sumir stigu einir á stokk en aðrir í hópum. Lífið 16.2.2010 05:00
Ég yrði ómöguleg ef ég færi að læra eitthvað um listina Jónína Katrín Jónsdóttir, Jenný, er sjálfmenntuð alþýðulistakona. Hún sýnir verk sín í Gerðubergi um þessar mundir. Lífið 16.2.2010 04:00
Jóna í KvikkFix Síðasta föstudag hófst sýning listakonunnar Jónu Heiðu Sigurlásdóttur, Umbreytingur. Sýningin er í Gallerý KvikkFix, sem er til húsa í betri stofu KvikkFix að Vesturvör 30c í Kópavogi. KvikkFix er alhliða bílaþjónustumiðstöð þar sem mikið er lagt upp úr þægilegu umhverfi fyrir kúnnann að bíða í á meðan bíllinn er tekinn í gegn. Lífið 16.2.2010 04:00
Elís tekur við af Halli í Leaves „Ég var að eignast mitt annað barn og þetta var komið gott bara,“ segir bassaleikarinn Hallur Hallsson, sem er hættur í hljómsveitinni Leaves. Lífið 16.2.2010 04:00
Etja kappi við sveitunga sína Dálítið sérstök staða er komin upp í spurningaþættinum Útsvari því í undanúrslitum næsta föstudag mætast Dalvíkurbyggð og Reykjavík. Tveir liðsmanna Reykjavíkur, þau Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, og Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins, hafa töluverðra hagsmuna að gæta á Dalvík og eru í erfiðri stöðu. Lífið 16.2.2010 03:45
Mynd um ævi Játvarðs Söngkonan Madonna ætlar að leikstýra og skrifa handritið að dramatískri mynd sem verður byggð á ævi Játvarðs VIII., konungs yfir Bretlandi. Þetta verður önnur myndin sem Madonna leikstýrir. Fyrir tveimur árum sendi hún frá sér Filth and Wisdom, sem fékk herfilega dóma hjá gagnrýnendum og litla aðsókn. Söguþráðurinn er áhugaverður því söguhetjan Játvarður afsalaði sér krúnunni árið 1936 til að geta kvænst bandarísku konunni Wallis Simpson. Vera Farmiga úr Up in the Air hefur verið orðuð við hlutverk Simpson. Lífið 16.2.2010 03:00
Í baráttuhug Cheryl Cole, söngkonan úr Girls Aloud og eiginkona knattspyrnumannsins Ashley Cole, segist ætla að berjast fyrir hjónabandi sínu. Breskir fjölmiðlar hafa birt fréttir af því að Ashley hafi sent tveimur stúlkum nektarmyndir af sjálfum sér og textaskilaboð með óskum um nánari kynni. Lífið 16.2.2010 03:00
Dave Smith semur við Bloodgroup „Við notum græjurnar frá þeim mjög mikið,“ segir Ragnar Láki, meðlimur hljómsveitarinnar Bloodgroup. Lífið 16.2.2010 02:15
Of feitur fyrir flugvélina Leikstjóranum Kevin Smith var meinað að fljúga frá Oakland til Burbank í Kaliforínu vegna þess að hann þótti of feitur fyrir flugvélina. Smith brást hinn versti við. Lífið 16.2.2010 02:00
Föstuorgel í Grindavík Á morgun, öskudag, hefst föstu-tónleikaröðin Leyndardómur trúarinnar í Grindavíkurkirkju. Sex tónleikar fara fram næstu sex miðvikudagskvöld. Eyþór Ingi Jónsson, organisti Akureyrarkirkju, ríður á vaðið annað kvöld og leikur verk eftir „Bé-in þrjú“, Buxtehude, Böhm og Bach, ásamt því að spinna á orgelið. Lífið 16.2.2010 02:00
Ekki samur eftir Titanic Leonardo DiCaprio segist ekki hafa verið með sjálfum sér eftir velgengni kvikmyndarinnar Titanic. Leikarinn varð stórstjarna á einni nóttu eftir að myndin kom út, og sópaði hún í framhaldinu til sín Óskarsverðlaunum. Lífið 16.2.2010 01:45
Robbie langar í börn Robbie Williams lýsti því yfir í samtali við breska blaðið The Sun að hann væri smám saman að verða reiðubúinn fyrir föðurhlutverkið. Robbie, sem hefur átt í miklum vandræðum með eiturlyfja- og áfengisfíkn, hefur fundið ástina í örmum Ayda Field og hún ku víst vera ansi áhugasöm um að stofna fjölskyldu. „Ég er smám saman að komast inn á þessa braut en þetta á eftir að taka langan tíma," sagði Robbie við The Sun. Lífið 16.2.2010 01:00
Erpur í stuði - myndir Á meðfylgjandi myndum má sjá Erp Eyvindarson, sem Móri réðst á í húsakynnum útvarpsstöðvarinnar X-ins 97,7 í Skaftahlíð í dag. Myndirnar, sem Thorgeir.com tók, sýna Erp í stuði á Hverfisbarnum um helgina þegar stærsti plötusnúður Evrópu, Dj M.Dee, mætti þangað í boði Beefeater. Erpur og Móri hafa deilt í fjölmiðlum undanfarið og voru fengnir í útvarpsþáttinn Harmageddon til þess að útkljá málin í dag. Tónlistarmennirnir komust ekki lengra en inn í anddyri húsnæðis útvarpsstöðvarinnar í Skaftahlíð. Móri reyndist vera vopnaður rafbyssu og hnífi auk þess sem hann var með hund með sér af dobermankyni. Lífið 15.2.2010 18:00
Skuggalegt lið - myndir Á meðfylgjandi myndum má sjá þegar Skuggabarinn var opnaður eitt kvöld í Gyllta salnum á Hótel Borg í boði Beefeater. Margir nýttu sér tækifærið og rifjuðu upp góðar stundir á barnum sem var í þó nokkuð mörg ár aðalskemmtistaðurinn í Reykjavík. Plötusnúðurinn Kiddi Bigfoot sá um spila tónlistina fyrir gesti sem skemmtu sér vel eins og sést í myndsafni. Lífið 15.2.2010 15:00
Þúsund manns á Hljóðnemanum Það var sannkölluð hátíðarstemmning þegar Hljóðneminn, söngkeppni NFS, var haldinn í 24. skiptið. Keppnin var haldin á sal skólans og stigu 16 atriði á svið. Lífið 15.2.2010 12:37
Alls ekki óþægilegt að sýna nærföt - myndir „Nei mér finnst alls ekki óþægilegt að sýna nærföt," svarar Guðrún Dögg Rúnarsdóttir ungfrú Ísland 2009 sem var ein af drottningunum sem sýndu undirföt spurð hvernig henni leið að spranga um á nærfötunum í kringum ókunnuga. Lífið 15.2.2010 06:15
Ingvar staðgengill Magga Ólafs „Ég missti eina tröppu úr þegar ég var fara á klósettið í hléinu á Mömmu Gógó, datt kylliflatur og hálfrotaðist. Lét mig þó hafa það að klára myndina. Ég var með kúlu á hausnum og það var ekki fyrr en daginn eftir að ég fór að finna fyrir þessu. Ég endaði á spítala og var þar fjóra daga. Ég missti svo mikið blóð. Það rifnaði eitthvað inni mér," segir leikarinn Magnús Ólafsson, sem komst í hann krappann á dögunum. Slysið kom sér illa því Magnús var bókaður í stuttmynd. Lífið 15.2.2010 05:00
Karl sigursæll í Hollywood „Þetta kom nokkuð á óvart því myndin er gerð fyrir lítin pening. En það er gaman þegar menn taka eftir svoleiðis myndum,“ segir Karl Júlíusson, leikmyndahönnuður, en hann stóð uppi sem sigurvegari á Art Directors Guild Awards á laugardagskvöldið þegar leikmynd The Hurt Locker var valinn sú besta í nútímamyndaflokknum. Avatar fékk verðlaunin í flokki ævintýramynda og Sherlock Holmes-kvikmynd Guy Ritchie fyrir sögulega-flokkinn. Hátíðin var haldin á Beverly Hills Hilton-hótelinu og fékk gamla brýnið Warren Beatty sérstök heiðursverðlaun. Lífið 15.2.2010 05:00
Framleiðandi merkir tískuvörur Gyðju vitlaust „Þetta er allt mín hönnun, en í sumum tilfellum er vitlaust nafn skráð,“ segir Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, hönnuður og eigandi Gyðju Collection, en á síðu kínversks vöruframleiðanda má sjá myndir af hönnun Sigrúnar Lilju og eru þær sumar hverjar merktar sem hönnun óþekkts Mr. Stephano og hefur það vakið nokkra furðu. Lífið 15.2.2010 05:00
Gerpla Baltasars frumsýnd Þjóðleikhúsið frumsýndi á föstudaginn leikverkið Gerplu sem byggt er á samnefndri sögu Halldórs Laxness. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi magnaða bók nóbelsskáldsins fer á svið en það eru þeir Baltasar Kormákur og Ólafur Egill Egilsson sem eiga heiðurinn af leikgerðinni. Baltasar situr síðan í leikstjórastólnum en með tvö helstu hlutverkin fara þeir Björn Thors og Jóhannes Haukur Jóhannesson. Mikil stemning skapaðist á undan sýningunni og þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði var ekki annað að sjá en gestir sýningarinnar gætu vart beðið eftir að komast inn og sjá þessa frægu sögu Halldórs lifna við. Lífið 15.2.2010 04:00
Bjargvætturinn á metsölulista Bókin Bjargvætturinn í grasinu eftir hinn sáluga J.D. Salinger er í öðru sæti á kiljulista Eymundsson. Salinger lést 27. janúar síðastliðinn og síðan þá hefur áhugi á verkum hans aukist mikið. Lífið 15.2.2010 03:00
Einkaþota Parisar Hilton - myndir Á meðfylgjandi myndum má sjá Paris Hilton, 28 ára, og unnusta hennar, Doug Reinhardt, 32 ára, yfirgefa einkaþotu Parisar á Santos Dumont flugvellinum í Rio de Janeiro. Doug myndaði Paris þegar hún steig út úr einkaþotunni eins og sjá má í myndasafni. Lífið 14.2.2010 08:00
Ó nei þetta er vandræðalegt - myndir/myndband Á meðfylgjandi myndum má sjá þegar breska fyrirsætan Agyness Deyn, 26 ára, missteig sig tvisvar á sýningarpalli í New York í gærdag. Sjá má Agyness klappa og hlæja yfir vandræðunum í fyrra skiptið og klæða sig síðan úr hælaskónum eftir að hún missteig sig í annað sinn. Hér má sjá vandræðin. Lífið 13.2.2010 16:00