Lífið

Páll syngur óð til Reykjavíkur

Söngvarinn Páll Rósinkrans syngur nýtt Reykjavíkur­lag á væntanlegri plötu umhverfisfrömuðarins Steins Kárasonar. Lagið nefnist Ég heilsa þér Reykjavík og er undir áhrifum frá tónlist sjöunda áratugarins.

Lífið

Tvöfalt safn frá Mannakornum

Hin tvöfalda safnplata Gamli góði vinur með hljómsveitinni Mannakorn er komin út hjá Senu. Hún inniheldur 42 af vinsælustu lögum sveitarinnar frá upphafi og til dagsins í dag. Á meðal þeirra eru Reyndu aftur, Braggablús, Ó þú og Blús í G.

Tónlist

Fastur í líkama rokkstjörnu

Sýning á verkum Erlings T. V. Klingenberg verður opnuð í Hafnarborg í kvöld. Yfirskrift sýningarinnar er: Það er erfitt að vera listamaður í líkama rokkstjörnu.

Lífið

Systur með tónleika

Píanóleikarinn Hólmfríður Sigurðardóttir og systir hennar Rannveig Sif halda tónleika í Tíbrárröð Salarins í kvöld.

Lífið

Sannur meistari sumarsmellanna

Nafn Jerry Bruckheimer er nátengt hugtakinu „sumarsmellur" enda virðist Hr. Hollywood hafa næmt auga og tilfinningu fyrir því hvað fjöldinn vill sjá. Nýjasta kvikmyndin frá Bruckheimer er Prince of Persia en allnokkrar fréttir hafa verið skrifaðar um þá kvikmynd sem skartar meðal annars Gísla Erni Garðarssyni í litlu hlutverki.

Lífið

Berjast um forræði

Leikkonan Halle Berry og sambýlismaður hennar, fyrir­sætan Gabriel Aubry, slitu sambandi sínu fyrir nokkrum mánuðum. Í fyrstu virtist parið hafa skilið í góðu en nú eru blikur á lofti því bæði vilja þau forræði yfir dóttur þeirra.

Lífið

Dustin Hoffman leikstýrir fyrir BBC

Dustin Hoffman hefur samþykkt að leikstýra nýrri gamanmynd fyrir breska ríkissjónvarpið, BBC. Myndin fjallar um tvo roskna óperusöngvara sem lentu í miklum deilum á sínum yngri árum en ákveða að grafa stríðsöxina fyrir tónleika eftir fund á elliheimili. Um er að ræða sannkallaðan ellismell því Hoffman sjálfur er 72 ára og aðalleikararnir í myndinni eru heldur engin unglömb; Maggie Smith verður 76 á þessu ári, Albert Finney er tveimur árum yngri en hún og sir Tom Courtenay er 73 ára.

Lífið

Gunna Dís á Rás 2

Þær fregnir berast nú úr Efstaleitinu að arftaki Margrétar Maack á Rás 2 sé fundinn á meðan hún leysir Ragnhildi Steinunni af í Kastljósinu.

Lífið

Sigmar til Eurovision-lands á morgun

Sigmar Guðmundsson verður kynnir Ríkissjónvarpsins í Eurovision. Hann verður að treysta á hagstæða veðurspá til að geta séð sem flestar æfingar fyrir keppnina.

Lífið

Dvelur í Jemen í sex mánuði

Útvarpsmaðurinn Sveinn H. Guðmarsson flýgur til Jemens í næstu viku þar sem hann mun starfa í hálft ár sem upplýsingafulltrúi fyrir Unicef, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, í gegnum íslensku friðargæsluna.

Lífið

McGregor í Don Kíkóta

Skoski leikarinn Ewan McGregor hefur ákveðið að fara með aðalhlutverkið í nýrri mynd um Don Kíkóta. Leikstjóri verður Terry Gilliam. Johnny Depp ætlaði upphaflega að leika í myndinni en hætti við fyrr á þessu ári og ætlar þess í stað að leika í fjórðu Pirates of the Caribbean-myndinni.

Lífið

Ekki meiri Edward

Leikarinn Robert Pattinson, sem þekktastur er fyrir að leika vampíruna Edward Cullen, hefur sýnt áhuga á að leika í væntanlegri kvikmynd sem gerð verður eftir metsölubókinni Kill Your Friends.

Lífið