Lífið

Beckham heimsótti hermenn í Afganistan

Knattspyrnukappanum David Beckham var vel tekið þegar hann heimsótti breska hermenn í Afganistan í gær. Beckham ræddi við hermenn á hersjúkrahúsi og í aðalherstöð Breta í Helmandhéraði, en þar hefur verið afar róstusamt undanfarið ár. Auk þess að ræða við samlanda sína og gefa eiginhandaráritanir fór Beckham að minnismerki um fallna hermenna.

Lífið

Framtíðin er Gogoyoko

Sprotafyrirtækið Gogoyoko er dæmi um blómstrandi íslenskt hugvit en fyrirtækið er vettvangur fyrir tónlistarfólk til að selja tónlist sína og koma sér á framfæri á netinu. Um helgina opnar fyrirtækið nýja og glæsilega tónlistarbúð þar sem tónlistarmenn fá allar tekjur sjálfir af verkum sínum. Anna Margrét Björnsson fékk sér kaffibolla með þeim Pétri Einarssyni og Kristjáni Gunnarssyni og fékk að heyra meira.

Lífið

Brostu og vertu sæt - myndband

Oftar en ekki gerast skemmtilegustu augnablikin eftir að slökkt hefur verið á upptökuvélunum eins og þegar fegurðardrottningarnar brostu óvenju þolinmóðar til fjölda ljósmyndara sem mynduðu þær á sviðinu á Broadway eftir keppnina á föstudagskvöldið. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá þegar ungfrú Ísland 2010, Fanney Ingvarsdóttir, 19 ára Garðbæingur, Íris Thelma Jónsdóttir og Íris Björk Jóhannsdóttir brosa uppstilltar en eru á sama tíma óþreyjufullar að fagna með vinum og fjölskyldu. Hér má skoða myndir frá keppninni.

Lífið

Viðtal við Megas: Eins og hver annar iðnaðarmaður

Tónleikar Megasar í Háskólabíói eru stærsta innlenda atriðið á Listahátíð í ár. Megas ræddi við Kolbein Óttarsson Proppé um tónleikana, tíundastökk og lögin sem koma úr djúpinu og eru honum vörn gegn krabbameini í hugsun en verða svo öðrum brúkshlutir.

Lífið

Á klósettinu með fegurðardrottningum - myndband

Við króuðum Guðrúnu Dögg Rúnarsdóttur, ungfrú Ísland árið 2009, og Sylvíu Dagmar Friðjónsdóttur, sem hafnaði í þriðja sæti sama ár, af á klósettinu á Broadway örfráum mínútum áður en þær hlupu á sviðið þar sem þær krýndu arftaka sína. Í meðfylgjandi myndskeiði segja þær okkur hvað verðandi fegurðardrottning þarf að hafa í huga. Þá má einnig sjá myndir af Guðrúnu og Sylvíu.

Lífið

Konur stjórna 13 bræðrum

Dansverkið Bræður verður sýnt á Listahátíð í Reykjavík dagana 27. og 28. maí. Gunnlaugur Egilsson fer með hlutverk eins bræðranna og hlakkar mikið til sýninganna.

Lífið

Bono skorinn upp á mænunni

Söngvarinn Bono er nú staddur á einkasjúkrahúsi í München í Þýskalandi þar sem færustu taugaskurðlæknar sem í boði eru skáru upp bakið á honum.

Lífið

Tiger kominn á kvennaveiðar

Golfkylfingurinn Tiger Woods er að sögn vefsíðunnar RadarOnline kominn aftur á markaðinn. Hann sást nýverið í fylgd með ókunnugri, ljóshærðri konu.

Lífið

Andri Snær með Matt Damon í umdeildri heimildarmynd

„Þetta hlýtur að vera toppurinn á tilverunni, að vera í mynd með Matt Damon sem sýnd er í Cannes,“ segir rithöfundurinn Andri Snær Magnason. Hann er hluti af viðmælendateymi heimildarmyndarinnar Inside Job eftir Charles Ferguson sem vakið hefur mikla athygli á kvikmyndahátíðinni í Cannes.

Lífið

Elskhuginn til Þýskalands

Samningar hafa náðst við þýska útgáfurisann Rowohlt um útgáfu á Góða elskhuganum eftir rithöfundinn Steinunni Sigurðardóttur.

Lífið

Ungfrú Ísland í vandræðum - myndband

Nýkjörin fegurðardrottning Íslands Fanney Ingvarsdóttir, 19 ára Garðbæingur, átti í vandræðum með kórónuna eins og meðfylgjandi myndskeið sem tekið var í lok keppninnar á Broadway í gærkvöldi sýnir. Þá má sjá Guðrúnu Möller formann dómnefndar, Ingibjörgu Egilsdóttur, Heiðar Jónsson sérfræðing í íslenskri fegurð og Karl Berndsen sem var ekki lengi að bjarga fegurðardrottningunni úr vandræðunum.

Lífið

Friðrik Weisshappel að þrotum kominn

„Ég skulda kroppnum örugglega fimmtíu tíma af svefni, hef líklega sofið í mesta lagi þrjá tíma á dag að undanförnu,“ segir kaffihúsaeigandinn Friðrik Weisshappel í Kaupmannahöfn.

Lífið

Íslenska partíið í sendiráðinu – 12 stig!

Íslenska sendiráðið í Noregi hélt partí fyrir Eurovision-hópinn og gesti þeirra í vikunni. Á bloggsíðunni Eurovision Express, sem fylgist með öllu sem er að gerast í kringum keppnina, kemur fram að partíið hafi verið gríðarlega vel heppnað.

Lífið

Lokaþáttur Lost annað kvöld

Tvöfaldur, tveggja tíma langur lokaþáttur af Lost verður sýndur í Bandaríkjunum annað kvöld. Þá fá spenntir sjónvarpsáhorfendur loksins úr því skorið hvernig ævintýrið á eyjunni dularfullu endar.

Lífið

Madonna skammar Malaví

Söngkonan Madonna hefur gagnrýnt stjórnvöld í Malaví fyrir að dæma samkynhneigt par í fjórtán ára fangelsi.

Lífið

Snýr sér að KR-útvarpinu eftir 42 ára starf hjá RÚV

„Þetta er afturför,“ segir Bjarni Felixson, sem er hættur að lýsa leikjum úr íslenska fótboltanum á Rás 2. „Íþróttir og íþróttalýsingar virðast vera algjörlega á undanhaldi í útvarpinu og meira að segja í fréttum líka, því miður,“ segir Bjarni.

Lífið

Vinnustofutónleikarnir út um alla borg um helgina

Listahátíð í Reykjavík leiðir í dag og á morgun saman myndlistarmenn og tónlistarmenn á Vinnustofutónleikum þar sem myndlistarmenn opna vinnustofur sínar fyrir tónleikum. Alls er um tólf tónleika að ræða sem hefjast á klukkutíma fresti um alla borg.

Lífið

Tónleikar með Metallica og Slayer í bíó í sumar

Hljómsveitirnar Metallica, Megadeth, Slayer og Anthrax koma fram á tónleikum í Búlgaríu í sumar. Tónleikarnir verða sýndir í beinni útsendingu víða um heim - meðal annars á Íslandi. Hljómar ótrúlega vel, segir þungarokksspekingurinn Haukur Viðar.

Lífið

Vill halda sér í sviðsljósinu

Gamanleikarinn Jamie Kennedy hætti með kærustu sinni, leikkonunni Jennifer Love Hewitt, í mars eftir árs samband. Kennedy virðist þó sakna sviðsljóssins sem hann naut á meðan á sambandi hans og Love Hewitt stóð því hann á að hafa hringt sjálfur í ljósmyndara þegar hann fór á stefnumót fyrir stuttu.

Lífið