Lífið

Íþróttamenn léleg fjárfesting

Sjónvarpsstjarnan Kim Kardashian og fyrrverandi kærasti hennar, Miles Austin, hættu saman af því þau höfðu hvorug tíma til að rækta sambandið. Kim byrjaði með íþróttakappanum Miles Austin fyrr á þessu ári stuttu eftir að hún hætti með öðrum íþróttamanni, Reggie Bush. Nú hefur Kim bundið enda á sambandið við Miles því þau eru bæði of upptekin til að láta það ganga upp. „Þau slitu sambandinu í síðustu viku," sagði heimildarmaður sem er náinn vinur Kim. „Þau tóku ákvörðunina í sameiningu. Ástæðan var of lítill tími og þéttskipuð dagskrá hjá þeim báðum. Hún ætti að ná sér í viðskiptajöfur því íþróttamenn eru ekki góð langtímafjárfesting fyrir konu eins og Kim," sagði vinur hennar.

Lífið

Draumur að spila með Parade

Rokksveitin Who Knew er á leiðinni í tónleikaferð um Þýskaland og Sviss til að fylgja eftir sinni fyrstu plötu, Bits and Pieces of a Major Spectacle, sem kom út í vor.

Lífið

Kominn með nýja kærustu

Leikarinn Liam Neeson er kominn með nýja kærustu, átján mánuðum eftir að eiginkona hans Natasha Richardson lést í skíðaslysi. Kærastan heitir Freya St. Johnston, starfar sem upplýsingafulltrúi og er tveggja barna móðir.

Lífið

Giftur en elskar að daðra

Ástralski leikarinn Simon Baker elskar að daðra við mótleikkonur sínar en passar alltaf að fara ekki yfir strikið. Simon, sem fer með aðalhlutverkið í bandarísku sjónvarpsþáttaröðinni The Mentalis og lék eftirminnilegan daðrara í myndinni The Devil Wears Prada, nýtur þess að leika á móti kynþokkafullum leikkonum. Mér finnst gaman að daðra. Hverjum finnst leiðinlegt að daðra? Eiginkona mín daðrar líka. Svo lengi sem við förum hvorugt yfir strikið er það í fínu lagi," sagði Simon. Við erum að spá fyrir heppnum lesendum Lífsins núna! Hér á Facecook.

Lífið

Dauðfegin að vera hætt að djamma

Breska söngkonan Lily Allen segist fegin að hún sé hætt að drekka vegna þess að hún hafi áttað sig á því hversu leiðinleg hún væri drukkin. Lily, sem er 25 ára gömul, er ólétt af sínu fyrsta barni. Faðir barnsins er kærasti hennar, Sam Cooper.

Lífið

Nýtur þess að kvelja leikarana sína

Leikstjórinn magnaði, Danny Boyle, nýtur þess að kvelja leikara sína þegar hann leikstýrir þeim. Þannig rak hann hjartaknúsarann James Franco í 50 daga útilegu ásamt myndatökumanni.

Lífið

Söng fyrir páfann

Söngkonan Susan Boyle uppfyllti sinn æðsta draum þegar hún söng fyrir sjálfan Benedikt páfa síðastliðinn fimmtudag en hann er í opinberri heimsókn í Bretlandi þessa dagana. Boyle er strangtrúaður kaþólikki og varð svo um þegar hún fékk að vita að hún hefði verið valin til að syngja fyrir sjálfann

Lífið

Nýtt félag tónlistarmanna í smíðum

Nýtt hagsmunafélag innan tónlistargeirans er að verða til. Stefán Hilmarsson, Andrea Gylfadóttir, Guðmundur Kristinn Jónsson og Bubbi Morthens eru meðal stofnfélaga en félaginu hefur verið gefið nafnið Félag flytjenda á hljóðritum. „Þetta er löngu tímabært félag, tilgangurinn er

Lífið

Myndar á ótrúlegum stöðum

Franski kvikmyndagerðamaðurinn Vincent Moon hefur vakið mikla athygli fyrir tónlistarmyndbönd sín. En Moon þessi myndar þekktar sveitir á meðan þær leika tónlist sína á óhefðbundnum stöðum líkt og almenningssalernum eða götuhornum og nefnist verkefnið Take-Away Shows.

Lífið

Íhugaði alvarlega að fá sér ný brjóst

Leikkonan Julianne Moore, 49 ára, íhugaði alvarlega að láta stækka á sér brjóstin en óttaðist aðgerðina, hætti við og tókin brjóstin á sér í sátt. Julianne er óhrædd að tala gegn lýtaaðgerðum en viðurkennir að hún hafði lengi vel velt því fyrir sér hvort hún ætti að fara í brjóstastækkun. Ég er mannleg eins og aðrir. Ég pældi lengi í því hvort ég ætti að láta stækka á mér brjóstin en síðan ákvað ég að gera það ekki því brjóstastækkurnaraðgerð er risastór og hættuleg," sagði Julianne. Svo skil ég ekki af hverju fólk lætur setja bótox í andlitið á sér. Það lætur fólk alls ekki líta betur út. Það lítur skringilega út eftir að efninu er sprautað í það. Eigum við ekki frekar að sætta okkur við útlit okkar og hver við erum í raun og veru?"

Lífið

Lífið er hálfgert ættarmót

Ljóð af ættarmóti nefnist sjötta ljóðabók Antons Helga Jónssonar, sem kom út í vikunni. Í bókinni heyrum við raddir fólks á ættarmóti, þar sem það ýmist fagnar ættingjum, rifjar upp liðna tíð eða engist af samviskubiti.

Lífið

Greddulagið Einar Örn Ben

„Vinnuheitið er auðvitað Einar Örn Benediktsson eða jafnvel Í framboði,“ segir Einar Tönsberg Einarsson, Eberg, um nýtt lag eftir hann, Örn Elías Guðmundsson (Mugison) og Pétur Ben. Þar á hann við Sykurmolann fyrrverandi og borgarfulltrúann Einar Örn Benediktsson.

Lífið

Allir eru að prjóna á Íslandi

„Þú getur orðið sköpunarlega löt ef þú hugsar um sjálfa þig sem íslenskan tónlistarmann. Björk og Sigur Rós hafa eytt mörgum árum í að finna sinn stíl en síðan er fyrsta spurningin til þeirra alltaf sú sama: „Er þetta hin dæmigerða íslenska tónlist?“ Það er ekkert til sem heitir dæmigerð íslensk tónlist.“ Þetta er meðal þess sem Ólöf Arnalds segir í viðtali við breska stórblaðið Guardian en viðtalið birtist á fimmtudagskvöldið á vef blaðsins.

Lífið

Afmælistónleikar Ómars

Ómar Ragnarsson hélt á fimmtudag fyrri tónleika sína í Salnum í Kópavogi í tilefni af sjötugsafmæli sínu, sem var einmitt þann sama dag. Ómar var í miklu stuði á þessum tónleikum eins og búast mátti við. Hann söng fyrir fullu húsi öll sín bestu lög frá fimmtíu ára ferli sínum við góðar

Lífið

Góðri hugmynd gerð þokkaleg skil

Ágætis mynd sem þó geldur fyrir að taka sig of alvarlega á köflum. Þó vanti upp á herslumuninn til að gera góðri hugmynd fullnægjandi skil er Sumarlandið á heildina ágætis afþreying.

Gagnrýni

Paradísarbíóheimt

Langþráður draumur kvikmyndaunnenda rættist á miðvikudag þegar Bíó Paradís tók til starfa. Lovísa Óladóttir, framkvæmdastjóri listabíósins, fagnar langþráðu tækifæri til að sýna fram á að listabíó eigi erindi hér á landi. Hverfisgatan hefur fengið yfirhalningu að undanförnu; skærgrænn

Lífið

Eiríkur með Sýrópsmánann

Útgáfulisti forlaganna er óðum að taka á sig mynd fyrir þessi jól. Í hópi þeirra höfunda sem gefa út hjá Bjarti í ár er Eiríkur Guðmundsson, umsjónarmaður Víðsjár á Rás 1.

Lífið

Meðgangan gengur vel

Kelly Preston segir að meðgangan gangi eins og í sögu og að henni líði óskaplega vel líkamlega og andlega.

Lífið

Sögðu að ég væri of feit

Fyrrum fyrirsætan Janice Dickinson, 55 ára, heldur því fram að hönnuðir hafi sagt henni að hún væri allt of feit til að sýna fötin þeirra þegar hún var á hátindi ferilsins sem módel fyrir þrjátíu árum eða svo. Jancei þurfti að létta sig til að fá vinnu við að sýna fatnað eftir eftirsótta hönnuði í þá daga. Ég hlustaði á hönnuðina segja við mig: Þú ert allt of feit. Ég hugsaði með mér: Hvað er eiginlega að ykkur?" sagði Janice. Ég elska konur sama hvernig þær líta út. Fatastærðirnar eru algjört aukaatriði," sagði Janice.

Lífið

Fyrrverandi gerði myndbandið með Paris Hilton

Leikkonan Shannen Doherty, 39 ára, sem vakti athygli í hlutverki Brendu í Beverly Hills 90210 þáttunum gefur konum góð ráð hvernig þær geta hrellt karlmenn. Bókin hennar, Badass: A Hard-Earned Guide to Living Life With Style and (The Right) Attitude, gengur út á að gefa konum góð ráð þegar þær eiga í samskiptum við hitt kynið. Eg þú ætlar að elta og hrella karlmann skaltu aldrei nokkurn tíman nota þinn eigin bíl ef hann þekkir bílinn þinn. Fáðu lánaðan bíl hjá vinkonu þinni. Shannen hætt með kærastanum sínum, Rick, eftir að gróft myndband með honum og Paris Hilton komst upp á yfirborðið. Hún ræðir opinskátt um samband hennar við umræddan kærasta og lýsir í smáatriðum hvað hún var ástfangin af honum. Þegar kemur að sambandi mínu og Rick ætla ég ekki að skrökva en ég elskaði hann inniilega. Hann fékk mig til að hlæja og við skemmtum okkur saman. En vá hvað við upplifðum líka slæma tíma," skrifar hún meðal annars í bókinni.

Lífið

Ég var Björgólfur míns tíma

Ég upplifði það náttúrlega á sínum tíma að fyrirtækið mitt, Ávöxtun, sem var fjármálafyrirtæki með alla þjónustu fyrir sparifjáreigendur, var sprengt upp nánast á einni nóttu og í kjölfarið var ég dreginn á asnaeyrunum í fimm ár og síðan sendur til fangelsisvistar á Kvíabryggju í ár, segir vinjettuhöfundurinn góðkunni og fagurkerinn Ármann Reynisson

Lífið

Vill umfram allt snerta áhorfendurna

Leikkonan Natalie Portman, 29 ára, heldur því fram að þegar bíómyndirnar sem hún leikur í hafa djúp áhrif á áhorfendur verður hún ánægð. Verðlaunagripir toppa ekki þá tilfinningu. „Ef fólk tengir sig við myndirnar mína þá er ég sátt. Það er besta viðurkenningin," sagði Natalie en miklar líkur eru á að hún fái Óskarstilnefninu fyrir leik sinn í nýrri spennumynd sem ber heitið Black Swan, þar sem Natalie fer með hlutverk ballerínu. Natalie lifði sig algjörlega inn í hlutverk ballerínunnar og það kom sér vel að hún stundaði ballet þegar hún var yngri en fyrir myndina þurfti hún faglega aðstoð við dansinn og að koma sér í gott líkamlegt form.

Lífið

Þakkar lyftingum stæltan kropp

Söngkonan Kelly Rowland, 29 ára, segir að æfingarnar sem hún hefur stundað undanfarið ár séu farnar að borga sig því líkami hennar er orðinn stæltur og vel tónaður. Kelly, sem byrjaði söngferil sinn með stúlknabandinu Destiny’s Child, segir að hún þurfi virkilega að hafa fyrir því að vera í góðu líkamlegu formi. Ég mæti daglega í líkamsræktina og borða hollustu. Ég hef mikið fyrir því að vera stælt," sagði Kelly. Ég lyfti þrisvar í viku og brenni þess á milli. Það virkar og ég er stolt af árangrinum sem ég hef náð."

Lífið

Að gera bakgarðinn frægan

Ánægjuleg heimild um skemmtilega músíksenu. Vel er unnið úr einfaldri hugmynd. Stemningin er yfir höfuð góð, músíkin líka og Backyard er fínt innlegg í flóru íslenskra tónlistarmynda.

Gagnrýni