Lífið

Kóngurinn í kvikmyndum

Ef sá dagur rynni upp að kvikmyndaleikstjóri í Hollywood yrði gripinn mikilmennskubrjálæði (sem reyndar gerist örugglega á hverjum degi) og vildi krýna sjálfan sig konung borgarinnar myndu fæstir hreyfa við andmælum ef sá maður væri Steven Spielberg.

Lífið

Fær aðstoð frá stílista

Leikkonan Leighton Meester er ávallt smekkleg og fallega klædd og þakkar hún stílista sínum fyrir það. Leikkonan fylgist líka með nýjustu tísku sjálf og er tíður gestur á fremsta bekk tískusýninga.

Lífið

Stallone sakaður um stuld

Handritshöfundurinn Marcus Webb hefur stefnt hasarhetjunni Sylvester Stallone fyrir hugverkaþjófnað fyrir héraðsdómi New York-borgar á Manhattan. Webb sakar Stallone um að hafa stolið frá sér hugmyndinni að The Expendables og hefur lagt fram handrit að kvikmyndinni The Cordoba Caper máli sínu til stuðnings.

Lífið

Staðfestir óléttuna

„Já, ég er ólétt“ er fyrirsögnin á forsíðuviðtali nýjasta tölublaðs OK Magazine, en þar staðfestir söngkonan Jessica Simpson að hún beri barn undir belti. Kjaftasögur þess efnis hafa verið ansi háværar undanfarið og er talið að OK Magazine hafi borgað rúmar 57 milljónir íslenskra króna fyrir að fá að segja fréttirnar.

Lífið

Ekkert megrunarkjaftæði

Borghildur Sverrisdóttir stofnandi HeilsuAsks veit hvað hún syngur þegar kemur að mataræði en hún hefur starfað sem þolfimikennari og heilsupistlahöfundur í rúm 7 ár...

Lífið

Skilin eftir tvo mánuði

Tara Reid tilkynnti nýverið að hún og eiginmaður hennar til tveggja mánaða væru skilin. Reid sló í gegn á tíunda áratugnum fyrir leik sinn í gamanmyndunum American Pie.

Lífið

Fersk hljómsveit eftir átta ára hvíld

Fyrsta plata hljómsveitarinnar Náttfara kemur út á morgun, en sveitin var endurvakin í fyrra eftir átta ára pásu. Trommari Náttfara segir að frelsun hafi verið fólgin í því að taka upp gömlu lögin á ný.

Tónlist

Sigríður gerist hrekkjusvín

„Ég er svo mikill adrenalínfíkill að þetta leggst bara vel í mig,“ segir leikkonan Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, sem þessa dagana situr með nefið ofan í handriti leikritsins Hrekkjusvínanna.

Lífið

Fatalína Salander

Sænski fatarisinn H&M hefur náð samningum við búningahönnuð kvikmyndarinnar Karlar sem hata konur um að setja á markað föt sem verða innblásin af fatastíl Lisbeth Salander í myndinni.

Lífið

Sér eftir lýtaaðgerð

Denise Richards harmar það að hafa gengist undir brjóstastækkun þegar hún var ung. Leikkonan segist full af sjálfstrausti í dag en var það ekki á sínum yngri árum.

Lífið

Flökraði við þæfðri ull

Auður Karitas Ásgeirsdóttir, fatahönnuður og stílisti hjá ljósmyndastúdíóinu Magg, var ekkert hrifin af ull sem hráefni þegar hún var við nám. Gömul Álafossflík breytti því þó og nú er hún höfundurinn á bak við ullarflíkurnar í Geysi á Skólavörðustíg.

Tíska og hönnun

Lopez brotnaði niður

Jennifer Lopez brotnaði saman á tónleikum í Connecticut á laugardaginn er hún söng lög sem hún hefur samið um fyrrverandi elskhuga sína...

Lífið

Eiga von á barni saman

Bruce Willis og eiginkona hans, Emma Heming, eiga von á barni saman. Willis er þekktastur fyrir leik sinn í Die Hard-kvikmyndunum og á fyrir þrjár dætur með leikkonunni Demi Moore.

Lífið

Serranos-tvíeykið snýr sér að sterkum asískum mat

„Við horfum til mánaðamótanna nóvember/desember. Okkar hugmyndafræði gengur út á að gera hlutina vel og ef staðurinn er ekki tilbúinn færum við bara dagsetninguna,“ segir Emil Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri íslensku skyndibitakeðjunnar Serrano.

Lífið

Djammar með Diddy

Leikkonan Cameron Diaz virðist ekki gráta sambandsslit sín og hafnaboltamannsins Alex Rodriguez. Hún sást nýlega skemmta sér með fyrrverandi kærasta sínum, rapparanum Sean „Diddy“ Combs, og öðrum.

Lífið

Depp tróð upp í Texas

Leikarinn Johnny Depp kemur sífellt á óvart, en á dögunum sló hann upp óvæntum tónleikum á bar í Texas. Depp er staddur vestanhafs til að kynna mynd sína The Rum Diary og ákvað að hitta félaga sinn Bill Carter og spila með honum í 90 mínútur fyrir bargesti. Barinn fylltist á örskotsstundu þegar fréttist af tónleikum Depps, sem er liðtækur gítarleikari.

Lífið

Óskarsilmur af Húshjálpinni

Kvikmyndin The Help, eða Húshjálpin, verður frumsýnd í Sambíóunum um helgina, en myndin hefur fengið lofsamlega dóma og mikla aðsókn í Bandaríkjunum. Myndin er byggð á samnefndri bók Kathryn Stockett sem kom út fyrir skemmstu á vegum Forlagsins í íslenskri þýðingu Ólafar Eldjárn. Bókin er fyrsta skáldsaga Stockett, en hún vakti strax athygli þegar hún kom út 2009 og sat í margar vikur á metsölulista New York Times.

Lífið

Brynjar Már verður að vakna sjálfur

„Það er komin pressa á mann að vakna snemma og alveg bannað að sofa yfir sig,“ segir Erna Hrönn Ólafsdóttir, einn þriggja umsjónarmanna á nýja morgunþættinum Magasín á FM957. Þátturinn hóf göngu sína í morgun en ásamt Ernu Hrönn situr Brynjar Már Valdimarsson einnig við hljóðnemann, sem og að grínistinn Þórhallur Þórhallsson verður með regluleg innslög í þættinum.

Lífið

Sykur þróar stílinn á nýrri plötu

"Það var margt sem bjátaði á við gerð plötunnar,“ segir Halldór Eldjárn úr hljómsveitinni Sykri. Sykur hefur sent frá sér plötuna Mesópótamía, sem fylgir eftir frumburði sveitarinnar, Frábært eða frábært, sem kom út árið 2009.

Harmageddon

Tilraunir á nýrri plötu

"Þetta er langbesta platan,“ segir Guðmundur Kristinn Jónsson, best þekktur sem Kiddi í Hjálmum, um nýja plötu hljómsveitarinnar sem átti að koma út í dag en tafðist í framleiðslu og kemur út 1. nóvember. Platan heitir Órar og er sú fimmta í röðinni, ef frá eru taldar safn- og tónleikaplötur.

Harmageddon

Viltu vinna nýju Hjálmaplötuna?

Hjálmar senda frá sér nýja plötu í næstu viku. Ef þú hefur áhuga á að eignast þessa plötu án þess að borga krónu fyrir er heppnin með þér. Það eina sem þú þarft að gera er að fara inn á Facebook og "læka“ síðu Poppsins. Þegar platan kemur út verða nokkrir heppnir vinir Popps dregnir út.

Harmageddon

Metallica í hljóðveri

Meðlimir Metallica eru þegar farnir að vinna að næstu plötu sveitarinnar. Bassaleikarinn Rob Trujillo greindi frá þessu í viðtali og sagði drengina hafa verið „upptekna við að semja og taka upp“.

Lífið

Q-verðlaunin afhent

Breska tónlistartímaritið Q stendur fyrir verðlaunahátíð á hverju ári. Hátíðin fór fram á dögunum og Popp lét sig að sjálfsögðu ekki vanta.

Harmageddon