Harmageddon

Rokkprófið - Björgvin Halldórsson vs. Erpur Eyvindarson

Björgvin Halldórsson vs. Erpur Eyvindarson.
Björgvin Halldórsson vs. Erpur Eyvindarson.
SPURNINGAR

1. Hefurðu aflýst tónleikum vegna eymsla í hálsi?

2. Hljómsveitarrútan bilar á ferð um mið-Evrópu. Hvað gerir þú?

3. Hvenær varstu síðast handtekinn?

4. Áttu óskilgetin afkvæmi í fleiri en fimm sýslum á Íslandi?

5. Ertu með nafn fyrrverandi elskhuga húðflúrað á þig?

6. Allir eiga leðurjakka, en átt þú leðurbuxur?

7. Ertu með númerið hjá Helga Björns í símanum þínum?

8. Myndirðu semja lag fyrir ímyndarauglýsingu NATÓ gegn ríflegri greiðslu?

9. Í kvikmynd um líf þitt, hvaða leikstjóri væri rétti maðurinn í starfið?

10. Björn Jörundur splæsir á barnum, hvað færðu þér?



SVÖR


Björgvin Halldórsson söngvari

1. Það hefur einu sinni komið fyrir á ferlinum. Þá var ég svo veikur og með svo mikinn hita að ég gat ekki staðið upp. Ég hef oftar en einu sinni þurft að koma fram þegjandi hás eða fárveikur. Það þýðir ekkert að barma sér í þessum bransa. "The show must go on!“(1 stig)

2. Opna húddið og síðan iPaddið og tékka á staðsetningu næstu verkstæða sem og skemmtilegustu stöðunum í grenndinni. Síðan myndum við slá upp tónleikum við vegakantinn, við erum jú allir vegasöngvarar. (1 stig)

3. Lenti í löggunni fyrir 40 árum í Vestmannaeyjum með hópi af fólki sem var að fikta við skrýtnar sígarettur. (1 stig)

4. Ég á engin óskilgetin. Svo ég viti. (1 stig)

5. Auðvitað og á besta stað. (1 stig)

6. Leðurbuxurnar góðu frá HLH-tímabilinu eru á sínum stað undir gleri. Takmarkið er að komast í þær eftir 1 ár. (1 stig)

7. Auðvitað. Bæði! (1 stig)

8. Never say never. (0 stig)

9. Það færi eftir handritinu en Martin Scorsese eða Woody Allen myndu koma sterkir inn. (1 stig)

10. Macallan single malt, helst 25 ára. (1 stig)



SVÖR


Erpur Eyvindarson rappari

1. Aldrei. Hef aldrei á tólf ára fagmannlegum ferli mínum sem rokkstjarna Íslands. Ég hef hins vegar alveg misst röddina á mikilvægum stundum og farið upp á spítala út af því, en þrátt fyrir það aldrei hætt við eitt einasta gigg. (1 stig)

2. Þá hringi ég bara í umboðsmanninn og spyr hvað djöfulinn erum við að gera á einhverri hljómsveitarrútu, hvaða sveitaballakjaftæði er þetta? Segðu Skímó að sækja þetta drasl. (1 stig)

3. Var seinast tekinn fyrir ölvun og óspektir á almannafæri í miðbænum. Auðvitað var ég eini gæinn í miðbænum sem var búinn að fá sér klukkan fimm um nótt. (1 stig)

4. Meira svona eins og í fimm heimsálfum. (1 stig)

5. Já, ég er með þetta í stafrófsröð hérna á kálfanum. (1 stig)

6. Nei, ég sé enga ástæðu til þess að ganga um í svínaskinns leggings. (0 stig)

7. Já, já, við erum báðir háttsettir í vestfirsku mafíunni og erum þess vegna með hvorn annan á "speed dial“. (1 stig)

8. Ég myndi aldrei gera það. Þótt ég væri buxnalaus og tannlaus aftast í súpuröðinni hjá Mæðrastyrksnefnd, þá myndi ég ekki svo mikið sem depla augunum fyrir það drasl. (1 stig)

9. Ég myndi fá Eisenstein, Kubrick, Tornatore, Bunuel og Aronofsky. Menn halda að sumir þessara séu dánir en ég veit alveg í hvaða eftirpartíi þeir halda sig. (1 stig)

10. Ég fæ mér nítjánfaldan Michel Camus blandaðan í Tab sem ég helli á gólfið meðan ég held utan um punginn á mér með annarri og öskra "hvað er að frétta!“. (1 stig)



NIÐURSTAÐA:

BJÖRGVIN 9 STIG

ERPUR 9 STIG








×