Lífið

Útgáfuhóf Sirrýar

Fjölmiðlakonan Sigríður Arnardóttir, betur þekkt sem Sirrý, fagnaði útkomu bókarinnar Laðaðu til þín það góða í vikunni. „Ég elska að lesa alls konar bækur eins og sagnfræði og krimma og ég nærist á að hafa hvetjandi bækur á náttborðinu mínu. Ég les sjálfshjálparbækur til að endurskoða mig,“ segir Sirrý spurð hvaða bækur hún kýs að lesa en bókin hennar, Laðaðu til þín það góða, fór beinustu leið í 1. sæti á metsölulista Eymundsson í flokki fræðibóka. „Ég finn það á námskeiðunum sem ég hef haldið undanfarin tíu ár fyrir mjög ólíka hópa, hvort sem ég hef verið með námskeið fyrir trésmiði, bankastarfsmenn, hjúkrunarfræðinga, kennara eða fólk í atvinnuleit, að þetta efni virkar til að laða til sín það góða og er hvetjandi til að fá það mesta út úr lífinu. Þetta er bók fyrir alla sem vilja vítamínsprautu fyrir sálina. Ég gríp bókina þegar mig vantar kraft og uppörvun og þarf að hlúa að mér,“ segir hún. Sirrý.is

Lífið

Nýtt lag um Landspítala

Hljómsveitin Prinspóló hefur sent frá sér nýtt lag sem nefnist Landspítalinn. Það er óður til upphafs- og endastöðvar þeirra Íslendinga sem kjósa að fæðast á Landspítalanum. Hægt er að skoða myndband við lagið á Prinspolo.com.

Lífið

Vinsæl í Þýskalandi

Þýska tískutímaritið Tush tók nýverið viðtal við meðlimi danssveitarinnar Steed Lord. Í vitalinu er nafn sveitarinnar meðal annars útskýrt fyrir blaðamanni Tush auk þess sem væntanleg plata Steed Lord er rædd. Brot úr viðtalinu er birt á vefsíðu blaðsins tushmagazine.com og einnig má hlusta á lagið 1 2 3 If You Want Me og horfa á myndbandið við lagið.

Lífið

Beyonce kaupir vöggu

Söngkonan Beyonce var klædd í sítt munstrað pils og bleika peysu í New York City í gær þegar hún verslaði vöggu fyrir stúlkuna sína, Blue Ivy...

Lífið

Rífandi stemning

Tom Selleck-mottukeppnin fór fram á skemmtistaðnum Boston á miðvikudagskvöldi. Mikil stemning ríkti meðal gesta og þátttakenda líkt og myndirnar bera með sér.

Lífið

Sigga Lund söðlar um á netinu

"Þetta ævintýri leggst vel í mig og það er eins gott að maður standi sig!“ segir Sigga Lund spennt spurð hvernig tilfinning er að opna glænýjan vef.

Lífið

Prúðbúnir gestir á Hótel Volkswagen

Meðfylgjandi myndir voru teknar í Borgarleikhúsinu síðustu helgi þegar leikritið Hótel Volkswagen eftir Jón Gnarr, í leikstjórn Benedikts Erlingssonar, var frumsýnt á stóra sviðinu...

Lífið

Beyonce stöðugt mynduð með barnið

Beyonce Knowles, 30 ára, reyndi allt hvað hún gat til að koma í veg fyrir að dóttir hennar og Jay-Z, Blue Ivy, væri mynduð. Hún hélt á stúlkunni og notaði peysuna til að breiða yfir stúlkuna. Skoða má myndirnar, sem teknar voru í New York í gær, af mæðgunum, í myndasafni.

Lífið

Fílar ekki Facebook

Leikkonan Dakota Fanning, 18 ára, prýðir forsíðu tímaritsins Wonderland. Eins og sjá má á myndunum tekur leikkonan sig vel út...

Lífið

Irglova með tónleika

Tékkneska tónlistarkonan Marketa Irglova er stödd hér á landi ásamt hljómsveit við upptökur. Hún heldur tónleika á Kexi 4. apríl.

Lífið

Þetta er ungt og leikur sér

Þessi risastóra mynd er byggð á vinsælli skáldsögu eftir Suzanne Collins og gerist í ótilgreindri framtíð. Norður-Ameríka heitir nú Panem og er skipt niður í 12 fylki. Einu sinni á ári leggur hvert fylki til strák og stelpu (á aldursbilinu 12-18 ára) sem send eru í óhuggulega útsláttarkeppni þar sem 24 ungmenni berjast um sigur, en aðeins eitt þeirra mun lifa keppnina af.

Gagnrýni

Carrie snýr aftur

Leikkonan Chloe Moretz hefur fengið tilboð um að fara með aðalhlutverkið í endurgerðinni á hrollvekjunni Carrie.

Lífið

Hita upp fyrir Roses

Hljómsveit Liams Gallagher, Beady Eye, Primal Scream og Plan B eru á meðal þeirra sem hita upp fyrir The Stone Roses á þrennum endurkomutónleikum þeirra í Manchester í júní. Einnig hita upp rokkararnir í The Vaccines með bassaleikarann Árna Hjörvar innanborðs. Miðar á tónleikana seldust upp á örskammri stundu eftir að þeir fóru í sölu í fyrra. Síðan þá hafa menn velt vöngum yfir hvaða hljómsveitir munu hita upp fyrir Roses og nú er það loksins komið í ljós.

Lífið

Appelsínugul vera og svört kómedía

Dr. Seuss-teiknimyndin The Lorax verður frumsýnd um helgina, þar sem stórstjörnurnar Danny DeVito, Zac Efron og Taylor Swift eru meðal þeirra sem ljá persónum myndarinnar rödd sína. The Lorax fjallar um hinn 12 ára gamla Tedda sem þarf að finna tré sem gerir honum kleift að vinna hug og hjarta draumastúlkunnar sinnar, Audrey. Til þess að finna tréð þarf hann þó fyrst að hafa uppi á skógarverðinum Lorax, appelsínugulri veru sem berst fyrir því að vernda heiminn. Myndin er sýnd á íslensku og ensku og í 3D.

Lífið

Tískuveisla RFF hafin

Marsmánuður hefur verið einkar viðburðaríkur fyrir þá sem hafa gaman af tísku og hönnun en í dag hefst tískuhátíðin Reykjavik Fashion Festival.

Tíska og hönnun

Vilja semja við Kutcher

Ashton Kutcher er sagður vera í samningaviðræðum um að leika í nýrri þáttaröð af Two and a Half Men. Leikarinn tók við aðalhlutverki gamanþáttanna af Charlie Sheen í fyrra og hefur leikið milljarðamæringinn Walden Schmidt í fyrstu þáttaröðinni. Áhorfið á þættina hefur minnkað nokkuð eftir að Sheen hvarf á braut en það virðist ekki hafa áhrif á

Lífið

Vala Matt rær á ný mið

"Ef ég upplifi eitthvað áhugavert er ég yfirleitt viðþolslaus þangað til ég get miðlað því til sem flestra," segir Vala Matt sem tekst nú á við ný verkefni í fjölmiðlaheiminum...

Lífið

Úrslitakvöldið verður fjölbreytt

"Ég held að úrslitakvöldið á laugardaginn verði mjög skemmtilegt þar sem þetta eru rosalega fjölbreyttar hljómsveitir sem eru að keppa, það eru engar tvær hljómsveitir í sama stílnum,“ segir Einar Indra, umsjónarmaður Músíktilrauna 2012.

Lífið

Engum leiddist á CCP hátíð í Hörpu

Árleg "Fanfest hátíð“ CCP náði hámarki með tónleikum HAM og GusGus í Hörpu síðasta laugardagskvöld. Eins og sjá má á myndunum og meðfylgjandi myndskeiði leiddist engum. Frá árinu 2004 hefur CCP haldið árlega Fanfest hátíð sína í Reykjavíkurborg. Viðburðurinn hefur vaxið ár frá ári og fór fram í Hörpu í fyrsta sinn. Dagskrá Fanfest var fjölbreytt og samanstóð m.a. af sýningum, fyrirlestrum og óvæntum uppákomum. Fjöldi erlendra gesta sótti hátíðina heim en þeir voru um 300 talsins; spilarar EVE Online, blaðamenn og starfsmenn tölvu- og afþreyingariðnaðarins. Tónleikarnir - Party at the Top of the World Lokahóf Fanfest hátíðarinnar, Party at Top of the World tónleikarnir, fór fram á laugardagskvöldinu þar sem engu var til sparað í hljóði, ljósum og annarri umgjörð.

Lífið

Í kuldaskóm í tökum

Leikkonan Blake Lively, 24 ára, var mynduð í tökum á sjónvarpsþættinum Gossip Girl í gærdag klædd í fallega tvílita kápu, bleika skó, með túrkislitað veski sem toppaði heildarútlitið. Í meðfylgjandi myndasafni má sjá að Blake er klædd í kuldaskó og mótleikkona hennar vefur úlpu um sig miðja.

Lífið

Óhefðbundin tískusýning

Frumsýning á vorlínu hönnuðanna er reka tískuverslunina Kiosk fór fram á Hótel Lind fyrir helgi og þótti óhefðbundin og skemmtileg. Tískusýningin var með óhefðbundnum hætti því fötin voru sýnd á dúkkulísum í raunstærð í stað þess að nota fyrirsætur. Fjölmennt var á sýningunni og nutu gestir bæði veitinga og tískunnar ásamt hönnuðum Kiosk.

Lífið

Bera virðingu fyrir líkamanum

"Markmið samtakana er að stuðla að jákvæðum breytingum á viðhorfum sem tengjast holdafari og útliti fólks,“ segir Sigrún Daníelsdóttir, sálfræðingur og formaður nýstofnaðra íslenskra baráttusamtaka um líkamsvirðingu.

Lífið