Lífið

Amman ánægð

Breska söngkonan Adele hefur þurft að þola ýmsa gagnrýni undanfarið en nú hafa fjölmiðlar verið að fjalla um aldursmunin á milli hennar og kærasta hennar, Simon Konecki. Hann er fjórtán árum eldri en söngkonan vinsæla sem þykir fullmikið af því góða. Nú hefur amma Adele, Doreen Adkins, stigið fram í The Sun og tekið upp hanskann fyrir barnabarnið. „Við erum í skýjunum með ráðhaginn. Við erum stolt af Adele og nú hefur hún fundið ástina.“

Lífið

Vinnur með stjörnuteymi

Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir hyggst gefa út sína aðra sólóplötu í upphafi sumars. Hún var aðeins átján ára gömul þegar hún sendi frá sér sína fyrstu sólóplötu.

Lífið

Liam gengur aftur í Batman

Staðfest hefur verið að Liam Neeson leiki í nýjustu Batman-myndinni, The Dark Knight Rises, sem kemur út í sumar. Hinn 59 ára leikari mun endurtaka hlutverk sitt sem Ra's al Ghul í myndinni en hann lék sömu persónu í Batman Begins.

Lífið

Danskir Eurovision-gaurar í góðum málum

Danska strákahljómsveitin A Friend In London er heldur betur búin að slá í gegn frá því hún mætti til Düsseldorf og söng lagið New Tomorrow fyrir hönd Dana í Eurovision-keppninni í fyrra.

Lífið

Ísland eins og tölvugrafík

"Ég elska landið þitt!" hrópar leikarinn Kit Harington upp yfir sig er blaðamaður kveðst vera frá Íslandi og vilja fá að ræða við hann um tökur þáttanna Game of Thrones sem fram fóru á Vatnajökli í nóvember síðastliðnum. "Það er einn af þessum stöðum sem ég myndi vilja flytja til. Ég elska það í alvöru! Ísland á sérstakan stað í hjarta mér."

Lífið

Nýja keðjan fær nafn

Tískukeðjan H&M hefur tilkynnt nafnið á nýrri og dýrari „lúxus“ línu sinni. Sænska dagblaðið Dagens Nyheter segir nafnið á línunni vera & Other Stories. Talsmaður H&M segist þó ekki vilja kalla nýju línuna lúxus-merki þó gæði hönnunarinnar verði meiri en hjá H&M og fötin dýrari eftir því. „Þetta verður verslunarkeðja sem hefur sömu markmið og H&M; að veita viðskiptavininum okkar besta verð miðað við gæði,“ var haft eftir talsmanni H&M.

Lífið

Nördalegustu húðflúr Íslands fundin

Keppni um nördalegasta húðflúr Íslands var haldin á vegum Nörda norðursins og Bleksmiðjunnar, á Facebook síðu þeirra fyrrnefndu. 69 myndir af nördalegum flúrum bárust í keppnina.

Lífið

Mátar hönnun sína

Fatahönnuðurinn Victoria Beckham segist sjálf máta frumgerð hönnunar sinnar svo hún sjái betur hvernig flíkurnar passi. „Það er fyndið að við mátum flíkurnar á himinháar, sautján ára gamlar fyrirsætur og svo kem ég og segi: „Jæja, nú ætla ég að máta. Ég stend fyrir hina venjulegu konu.“ Þannig finnst mér best að vinna og þetta er hluti af

Lífið

Hermann Ingi trúbador heitir núna Kaleb Joshua

„Þessi tvö nöfn Kaleb og Joshua hafa verið mér huglæg mjög lengi og það var í febrúar sem ég lét verða af þessu og breytti nafninu í tengslum við mínar lífsskoðanir,“ segir trúbadorinn og Kabbalistinn Kaleb Joshua sem hét áður Hermann Ingi Hermannsson. Hann byrjaði að kynna sér Kabbalah-fræðin fyrir fimm árum og í fyrra opnaði hann fyrstu miðstöð Kabbalah á Íslandi á Laugaveginum en tæplega fimmtíu Kabbalistar eru virkir hér á landi.

Lífið

Árni Sveins eins og fluga á vegg hjá Bubba

„Við Bubbi erum orðnir mestu mátar, hann kallaði mig allavega elskuna sína í morgun,“ segir kvikmyndagerðamaðurinn Árni Sveinsson sem er að leggja lokahönd á heimildamynd um tónlistarmanninn.

Lífið

Svartur á leik út á land

Tryllirinn Svartur á leik er á leiðinni í kvikmyndahús úti á landi og eru sýningar í þann mund að hefjast eða eru þegar hafnar á Dalvík, Selfossi, Ísafirði, í Borgarbyggð, Vestmannaeyjum og víðar.

Lífið

Reyndi fyrst fyrir sér í karókí

Lagið Tenderloin með hljómsveitinni Tilbury hefur hlotið mikið lof meðal íslenskra tónlistaráhugamanna sem segja frumraun sveitarinnar lofa góðu um framhaldið. Söngvari Tilbury er trommarinn Þormóður Dagsson sem lék áður með hljómsveitunum Skakkamanage, Jeff Who? og Hudson Wayne.

Lífið

John hefði líka dáið

Söngvarinn Elton John segir að það hefði auðveldlega getað farið eins fyrir honum og Whitney Houston, sem lést í febrúar langt fyrir aldur fram. Það hefði gerst ef honum hefði ekki tekist að verða allsgáður árið 1990.

Lífið

Vísindamenn rannsaka lyf gegn offitu

Bandarískir vísindamenn telja sig hafa fundið lyf sem eykur brennslu og er ætlað fólki sem þjáist af offitu. Lyfið, sem hefur áhrif á líkamsklukku fólks, gæti einnig hjálpað einstaklingum er þjást af háu kólesteróli og sykursýki.

Lífið

Hungurleikarnir að seljast upp

Hungurleikarnir, íslensk þýðing bókarinnar The Hunger Games eftir Suzanne Collins, er uppseld á lager Forlagsins. Fjögur þúsund eintök eru farin úr húsi en einhver eintök eru þó eftir hjá smásölum.

Lífið

Bítlar ekki á hjólastólum

Bítlarnir hafa komið í veg fyrir að hollenskt fyrirtæki noti nafn hljómsveitarinnar á hjólastóla sem það framleiðir. Apple Corps, sem Bítlarnir stofnuðu, hafði áður komið í veg fyrir að fyrirtækið notaði Bítlanafnið á önnur farartæki sem það framleiddi. Núna hefur Evrópudómstóllinn dæmt Apple Corps í hag og meinað hollenska fyrirtækinu einnig að nota Bítlanafnið á hjólastólana. Dómstóllinn taldi ekki við hæfi að hið góða orð sem færi af Bítlunum og það hversu góð söluvara þeir eru yrði notfært til að selja hjólastólana.

Lífið

Kolrassa Krókríðandi snýr aftur

Elíza Geirsdóttir Newman og vinkonur hennar í hljómsveitinni Kolrassa Krókríðandi vakna af værum blundi og koma saman aftur 1. apríl á sextíu ára afmælistónleikum Myllubakkaskóla í Andrews Theatre í Keflavík.

Lífið

Spurningum loks svarað

Leikstjórinn Ridley Scott segist lengi hafa dreymt um að leikstýra undanfara Alien-myndanna. Þetta kemur fram í viðtali sem birtist í tímaritinu Empire.

Lífið

Í rekstur með kærastanum

Jennifer Aniston hyggst koma á laggirnar framleiðslufyrirtæki í slagtogi við kærasta sinn, Justin Theroux. Aniston rak áður framleiðslufyrirtækið Plan B með þáverandi eiginmanni sínum, Brad Pitt.

Lífið

Harpa Einars hannar fyrir Gallerí 17

Samstarfsverkefni Gallerí 17 og fatahönnuðarins Hörpu Einarsdóttur kemur í verslanir byrjun apríl. Harpa er í skýjunum með afraksturinn og Gallerí 17 stefnir á áframhaldandi samstarf við íslenska hönnuði í framtíðinni.

Lífið

Dansstjarna á leið til landsins að kenna

"Hann er að koma til að kenna hipp hopp og breik, þannig að þetta er frábært tækifæri fyrir fólk sem hefur áhuga á þessum dansstílum,“ segir Nanna Ósk Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Dance Center, um komu So You Think You Can Dance-stjörnunnar Gev Manoukian til landsins.

Lífið

Hefði getað leikið betur

Leikkonan Kate Winslet er ekki hundrað prósent ánægð með frammistöðu sína í stórmyndinni Titanic sem kom út 1997. Þrátt fyrir að hafa verið tilnefnd til Óskarsins fyrir hlutverkið telur hún að hún hefði getað staðið sig betur.

Lífið

Stofna sína aðra ferðaskrifstofu

"Stefnan hjá okkur er að hrista aðeins upp í þessu, það er klárt mál,“ segir Þór Bæring Ólafsson. Hann hefur opnað ferðaskrifstofuna Gamanferðir ásamt Braga Hinriki Magnússyni. Þar verður áhersla lögð á ýmiss konar utanlandsferðir, þar á meðal á tónleika, fótboltaleiki og handboltaleiki. Einnig verða fjölskylduferðir, borgarferðir og ævintýraferðir í boði.

Lífið