Lífið

Vill tvöfalt rúm

Þótt persóna hans, James Bond, sé ekki við eina fjölina felld ætlar Daniel Craig að passa upp á að það verði nóg pláss fyrir eiginkonuna, Rachel Weisz, á tökustað Skyfall, næstu myndar um James Bond. Hann hefur nefnilega beðið um hjónarúm í hjólhýsið sitt.

Lífið

Kraftaverkastelpan á kassanum

Bónusstelpan er prýðileg skáldsaga sem ef til vill ristir ekki sérlega djúpt, en státar af skemmtilegum persónum og byggir á frumlegri hugmynd.

Gagnrýni

Lady Gaga á móti einelti

Poppsöngkonan Lady Gaga undirbýr nú stofnun samtaka sem ætlað er að berjast á móti einelti. Samtökin munu bera sama heiti og plata hennar, Born This Way, sem kom út fyrr á þessu ári og hefur selst í rúmlega átta milljónum eintaka.

Lífið

Einstæð en ekki ein

Padma Lakshmi sagði í nýlegu viðtali að þótt hún væri einstæð móðir væri hún alls ekki ein um að ala upp dóttur sína, Krishnu Theu. Padma, sem er meðal annars stjórnandi þáttarins Top Chef, sagðist njóta liðsinnis fjölskyldumeðlima sinna og að dóttir sín nyti góðs af því.

Lífið

Kroppar með stóru K-ái

Meðfylgjandi myndir tók HjaltiVignis á Evrópumeistarmóti WBFF 2011 í Laugardalshöll um helgina. Eins og sjá má á myndunum stigu dökkbrúnir hörkurkroppar á svið...

Lífið

Hittir Sambora aftur

Bandaríska leikkonan Denise Richards er nú sögð vera að hitta gítarleikara rokksveitarinnar Bon Jovi, sjálfan Richie Sambora. Þau voru saman í ár fyrir fjórum árum þegar upp úr slitnaði hjá þeim en nú hafa þau ákveðið að gefa sambandi sínu annað tækifæri.

Lífið

Blóðugur undirbúningur fyrir Skrekk

Óskar, Kolbeinn, Heiða, Ármann, Saga og Anna eru öll nemendur í 10. bekk Hlíðaskóla. Þau ásamt fleirum hafa undanfarnar vikur staðið í ströngu við að undirbúa atriðið þeirra fyrir Skrekk, sem er árleg hæfileikakeppni fyrir grunnskólanemendur í Reykjavík...

Lífið

Mætti ekki á stefnumótið

Jared Leto átti stefnumót með Nicky Hilton á Chateau Marmont-hótelinu fyrir skemmstu. Leikarinn mætti þó ekki á tilsettum tíma og endaði það með því að Hilton yfirgaf staðinn.

Lífið

Mamma ósátt við J-Lo

Bradley Cooper er sagður vera að slá sér upp með hinni nýfráskildu Jennifer Lopez. Móðir Coopers er sögð ósátt við ráðahaginn og mun hafa beðið son sinn um að taka hlutunum með ró. Að sögn heimildarmanna var frú Cooper mjög hrifin af fyrrverandi kærustu sonar síns, leikkonunni Renee Zellweger, og saknar hennar sárt.

Lífið

Kynnir náttúru Íslands í háloftunum

"Þetta er alveg frábært og við höfðum fulla trú á að okkar tillaga væri flottust,“ segir vöruhönnuðurinn Hafsteinn Júlíusson, sem bar sigur úr býtum í samkeppni Icelandair og Hönnunarmiðstöðvarinnar.

Lífið

Englar Victoriu undirbúa sig fyrir undirfatasýninguna

Victoria’s Secret tilkynnti nýverið að fyrirsæturnar Candice Swanepoel og Erin Heatherton yrðu svokallaðir englar árlegrar tískusýningar undirfatamerkisins. Sýningarinnar er ávallt beðið með svolítilli eftirvæntingu enda er öllu til tjaldað svo hún verði sem glæsilegust.

Lífið

Lét deyfa í sér augun fyrir eina sekúndu

"Þetta var hræðilegt,“ segir grínistinn Steindi Jr. Steindi sendir frá sér aðra þáttaröð Steindans okkar á DVD fyrsta desember næstkomandi. Eins og hefðin er með slíka útgáfu fylgir ýmis konar aukaefni á diskunum, þar á meðal ferð Steinda til augnlæknis þar sem hann lét deyfa í sér augun fyrir tónlistarmyndband við lagið Alt mulig mand. Augu hans voru svo spennt upp fyrir atriðið sem varði aðeins í eina sekúndu í myndbandinu. Vel þess virði, að sögn Steinda.

Lífið

Jónsi samdi lag með Cameron Crowe

"Það er gaman að vinna með fólki sem maður hefur ekki unnið með áður, það er mikil ögrun,“ segir Jón Þór Birgisson, best þekktur sem Jónsi úr Sigur Rós.

Lífið

Fullbókað flugbransapartý

Troðfullt var út úr dyrum í flugbransapartý fram fór á veitingahúsinu Esju í Austurstræti síðasta föstudag. Gestum var boðið upp á Bombay G&T í fordrykk og stuðtónlist af bestu gerð...

Lífið

Hafsteini hrósað í Variety

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Á annan veg, er sagður vera hæfileikamaður sem kvikmyndaáhugafólk ætti að fylgjast vel með í náinni framtíð í kvikmyndabiblíunni Variety. Kvikmyndin sjálf fær prýðilega dóma og er kvikmyndatöku Árna Filippussonar hrósað sérstaklega. Hafsteinn er núna staddur á kvikmyndahátíð í Lübeck ásamt fleiri íslenskum leikstjórum og hann var að vonum ánægður með dóminn þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Og hann ber sig vel í þýsku borginni. „Það er mjög vel hugsað um okkur hérna,“ segir Hafsteinn en meðal þeirra sem eru að skemmta Þjóðverjanum með myndum sínum eru Rúnar Rúnarsson, Árni Ólafur Ásgeirsson og Sverrir Þór Sverrisson.

Lífið

Stórstjörnur með H&M

Donatella Versace hefur fengið stórstjörnurnar Prince og Nicki Minaj til að koma fram í útgáfuteiti í tilefni samstarfs hennar og tískurisans H&M.

Lífið

Pressa að leika Monroe

Leikkonan Michelle Williams viðurkennir að hana hafi mest langað að flýja fyrstu dagana í tökum á myndinni My Week with Marilyn. Williams, sem leikur sjálfa Marilyn Monroe í myndinni, fann fyrir mikilli utanaðkomandi pressu um það hvernig hún ætti að túlka leikkonuna ljóshærðu. „Ég var skíthrædd og bað leikstjórann um að taka af mér vegabréfið svo ég hoppaði ekki upp í næstu vél og styngi af,“ segir Williams í viðtali við Elle-tímaritið.

Lífið

Morðóðir aðdáendur

Aðdáendur Justins Bieber eru æfir út í Mariuh Yeater, stúlkuna sem heldur því fram að söngvarinn hafi getið barn með sér og hefur óskað eftir faðernisprófi til að sanna mál sitt. Aðdáendur söngvarans kalla sig Beliebers og eru nú um 14 milljón talsins. Flestir aðdáendurnir eru unglingsstúlkur og standa þær dyggan vörð um hag og heilsu átrúnaðargoðsins. Mariuh Yeater hafa borist ófáar líflátshótanir í gegnum samskiptave

Lífið

Madonna hannar skó og nærföt

Madonna víkkar út veldið sitt með því að stofna fatamerkið Truth or Dare by Madonna. Merkið á að höfða til viðskiptavina, á aldursbilinu 27-50 ára og til að byrja með verða til sölu skór, ilmvötn og töskur. Á næsta ári bætast hins vegar nærföt inn í línuna.

Lífið

Konunglegt framtíðarheimili ákveðið

Hertoginn af Cambridge, Vilhjálmur Bretaprins og Kate Middleton, hertogaynjan af Cambridge, hafa ákveðið að framtíðarheimili þeirra verði í Lundúnum en skötuhjúin hafa valið sér íbúð í Kensington-höll sem heimili. Margrét, systir Elísabetar Bretadrottningar og eiginmaður hennar Snowdown lávarður bjuggu lengi í íbúðinni. Eftir að þau skildu árið 1978 bjó Margrét ein í íbúðinni til ársins 2002 er hún lést. Vilhjálmur og Kate geta líklega ekki flutt inn fyrr en eftir tvö ár, því gera verður meiriháttar endurbætur á staðnum, m.a fjarlægja asbest af veggjum og setja nýjar lagnir en á meðan búa þau í annarri smærri íbúð í Kensington-höll.

Lífið

Lohan settur í einangrun

Það á ekki af Lohan-fjölskyldunni að ganga. Dóttirin Lindsay Lohan veit varla í hvorn fótinn hún á að stíga, móðirin ætlar að gefa út ævisögu þar sem hún kjaftar frá öllu og nú hefur pabbinn, Michael Lohan, verið settur í einangrun.

Lífið

Hvaða jólasveinar eru þetta eiginlega?

Það leiddist engum að heyra starfsfólk Ölgerðarinnar syngja nokkur vel valin jólalög þegar það gekk í skrúðgöngu á milli veitingahúsa í Reykjavík á föstudagskvöldið...

Lífið

Sætar skvísur fagna

Tískuverslunin SOHO/MARKET flutti í nýtt húsnæði á Grensásvegi 8 síðasta föstudag. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var haldið upp á flutningarnar...

Lífið