Lífið

Litrík smekkleysa á hátíð barnanna

Verðlaunahátíðin Kids Choice Awards fór fram í Hollywood um helgina. Hátíðin er á vegum Nickelodeon-stöðvarinnar en það var kántrísöngkonan Taylor Swift sem vann aðalverðlaun kvöldsins en forsetafrú Bandaríkjanna, Michelle Obama, afhenti þau. Kynnir kvöldsins var Will Smith og Katy Perry var meðal þeirra sem komu fram. Klæðnaður stjarnanna var óvenju ósmekklegur í ár þar sem margir ákváðu að láta reyna á skrítnar fatasamsetningar með misgóðum árangri.

Lífið

Nýtt lag á þessu ári

Adele ætlar að gefa út nýtt lag á þessu ári og kemur það líklega út í lok ársins. Hún segir að það fari allt eftir því hversu fljót hún er að semja önnur lög.

Tónlist

Sigga Heimis í hópi þeirra bestu

Vefsíðan Stylepark.com fjallar um vöruhönnuðinn Sigríði Heimisdóttur í grein sinni um norræna, kvenkyns vöruhönnuði. Greinarhöfundurinn Anneke Bokern segir áberandi hversu margar norrænar konur hafa náð langt í greininni.

Tíska og hönnun

Grétu á forsýningunni

Veturhús, ný heimildarmynd eftir Þorstein J. Vilhjálmsson, var forsýnd á Eskifirði og Tjarnarbíói á dögunum. Myndin verður svo frumsýnd á Stöð 2 á Páskadag.

Lífið

Verður pabbi

Breski söngvarinn Robbie Williams og eiginkona hans, bandaríska leikkonan Ayda Field, eiga von á sínu fyrsta barni. Williams tilkynnti fréttirnar á bloggsíðu sinni fyrir helgi.

Lífið

Kanye í samræðum við Dior

Enn hefur ekki verið ráðið í stöðu yfirhönnuðar tískuhússins Dior eftir að John Galliano var rekinn vegna ummæla sinna í garð gyðinga. Fjölmargir hönnuðir hafa verið orðaðir við stöðuna undanfarið ár og nú síðast var rapparinn Kanye West orðaður við tískuhúsið.

Tíska og hönnun

Willis faðir í fjórða sinn

Bruce Willis er orðinn pabbi í fjórða sinn. Hinn 57 ára leikari og eiginkona hans, Emma Heming Willis, eru alsæl með dótturina Mabel Ray Willis sem kom í heiminn 1. apríl. Willis á fyrir dæturnar Rumer, Scout og Tallulah, sem eru 18 til 23 ára, með fyrrverandi eiginkonu sinni Demi Moore.

Lífið

Ætlar að toppa síðustu tónleika

"Þetta verður alveg geggjað. Ég held að við toppum þetta frá því í fyrra," segir Helgi Björnsson. Hann ætlar að endurtaka leikinn á þjóðhátíðardaginn og halda tónleika í Eldborg 17. júní undir nafninu Íslenskar dægurperlur. Þar mun stórskotalið íslenskra söngvara stíga á svið og flytja þekkt íslensk popplög undir stjórn Samúels J. Samúelssonar. Hann hefur sér til fulltyngis vaska sveit tónlistarmanna, þar á meðal lúðra- og fiðlusveit.

Tónlist

Unga Carrie Bradshaw

Átján ára leikkonan AnnaSophia Robb var mynduð í New York við tökur á nýrri sjónvarpsþáttaröð „The Carrie Diaries“ eða Dagbók Carrie Bradshaw sem leikkonan Sarah Jessica Parker lék eftirminnilega í Sex and the City kvikmyndunum og sjónvarpsþáttarö Eins og sjá má á myndunum er AnnaSophia ekkert svo ólík Söruh Jessicu.

Lífið

Ef Cobain væri á lífi

Endurgerða myndin A Star is Born sem er í undirbúningi fjallar um fyrrum söngvara Nirvana, Kurt Cobain, ef hann væri enn á lífi. Þetta segir Will Fetters, handritshöfundur myndarinnar.

Lífið

Leiðist ekki með Mikka Mús

Leikkonunni Sölmu Hayek leiddist ekki með Mikka Mús í Disneylandi í gær. Um var að ræða 20 ára afmælishátíð í skemmtigarðinum í París...

Lífið

Brást illa við í viðtali

Hótelerfinginn Paris Hilton lenti í útistöðum við ástralska sjónvarpsstöð eftir að hún var spurð út í dalandi frægð sína. Hilton var gestur í morgunþættinum Sunrise á sjónvarpsstöðinni Channel 7 vegna heimsóknar sinnar til Ástralíu.

Lífið

Átta af tíu í útliti

Nicole Scherzinger gefur útliti sínu átta af tíu í einkunn. Hin 33 ára söngkona, sem var áður í Pussycat Dolls, er ánægðust með kinnbeinin sín en er ekki sátt við lærin.

Lífið

Skjótur frami Nicki Minaj

Nicki Minaj sendir þessa dagana frá sér sína aðra plötu. Frægðarsól hennar hefur risið hratt upp á skömmum tíma. Önnur plata söngkonunnar Nicki Minaj, Pink Friday: Roman Reloaded, kemur í verslanir 3. apríl. Grípandi danspoppið er allsráðandi í fyrsta smáskífulaginu, Starships, sem kom út í febrúar og næsta lag, Right By My Side sem hún syngur með Chris Brown, er nýkomið í loftið.

Lífið

Gamall pylsuvagn verður hverfasjoppa

„Við vorum einfaldlega orðin langþreytt á því að þurfa alltaf að setjast upp í bíl til ná í einn mjólkurpott eða nýtt brauð," segir Sigurður Jens Sæmundsson sem ásamt eiginkonu sinni, Hildi Örnu Hjartardóttur, hefur opnað verslunina Braggann í Skerjafirði.

Lífið

Íslenskir fatahönnuðir fóru á kostum á RFF

Spennan var mikil þegar ellefu íslenskir hönnuðir sviptu hulunni í fyrsta skipti af haust- og vetrarlínum 2012 á Reykjavík Fashion Festival um helgina. Sýningarnar mæltust mjög vel fyrir en í meðfylgjandi myndasafni má sjá brot af því besta sem boðið var upp á.

Tíska og hönnun

Björk hittir Áhöfnina á Halastjörnunni

Karl Olgeirs, Jón Rafns og Kristinn Snær djassa upp íslensk popplög úr ólíkum áttum. Eins og nafnið á hljómsveitinni og plötunni gefur til kynna er Songs From The Top Of The World svolítið stíluð inn á erlenda ferðamenn. Íslendingar ættu samt ekki að láta það styggja sig. Þessi plata er ekkert síður fyrir þá.

Gagnrýni

Hringur Halle Berry

Bandaríska leikkonan Halle Berry sem trúlofaðist franska leikaranum Oliver Martinez í janúar á þessu ári sýndi ágengum ljósmyndurum trúlofunarhringinn sinn eins og sjá má í myndasafni...

Lífið

Magnús og Michelle verðlaunuð

Magnús Scheving hlaut viðurkenningu frá Mediterranean Foundation á fimmtudaginn fyrir að stuðla að auknu heilbrigði meðal barna. Viðurkenningin var veitt í Barcelona og hlaut Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, einnig viðurkenningu frá samtökunum í ár.

Lífið

Dansar fyrir fjölskyldu Jóns Hauks

Lóreley Sigurjónsdóttir alþjóðlegur Zumbakennari ætlar að styrkja unnustu Jóns Hauks Njálssonar sem lést af slysförum um borð í togaranum Sigurbjörgu ÓF í Ísafjarðardjúpi aðeins 24 ára en hann lætur eftir sig unnustu og tvö ung börn, eins og tveggja ára gömul en fjölskyldan er búsett á Ólafsfirði. Hvernig ætlar þú að styrkja fjölskyldu Jóns Hauks? "Ég ætla að vera með Zumba-tíma 7. apríl klukkan 12:00-13:00 í íþróttahúsinu á Ólafsfirði og það kostar 1500 krónur í tímann. Allur hagnaðurinn rennur óskiptur til fjölskyldu Jóns Hauks,“ svarar Lóreley sem hvetur alla til að mæta og sýna samhug í verki. Þá eru öll framlög einnig vel þegin inn á styrktarreikning sem stofnaður var fyrir fjölskyldu Jóns Hauks til að hjálpa fjölskyldunni að koma aftur undir sig fótunum eftir áfallið. Reikningurinn er stílaður á Ásdísi Maríu Ægisdóttur. 1127-05-402402. kt230888-3619.

Lífið

Komst á bragðið í Séð og heyrt

„Mig hefur lengi langað að gera eitthvað. Ætli ég myndi ekki teljast dálítið klassískt skúffuskáld,“ segir Svanur Már Snorrason sem hefur gefið út sína fyrstu bók, Fegurðardrottningin sem fitnaði.

Menning

Longoria á lausu

Leikkonan Eva Longoria, 37 ára, sem hætti nýverið með kærastanum Eduardo Cruz, var mynduð á ferðinni í Hollywood um helgina. Eins og sjá má á myndunum var leikkonan upptekin í símanum með sólgleraugu á nefinu. „Ég er mjög ánægð með hæð mína. Ég þekki svo margar konur sem eru með bakvandamál vegna brjóstastærðar meðal annars,“ lét Eva hafa eftir sér.

Lífið

Fögnuðu með Lohan

Leikkonan og vandræðagemlingurinn Lindsay Lohan fagnaði því að vera loks laus við skilorðið á lúxushótelinu Chateau Marmont fyrir helgina. Lohan, sem hefur verið inn og út úr dómsölum og fangelsum síðan árið 2007, bauð vinum og fjölskyldu út að borða á hótelinu en gleðskapurinn stóð fram undir morgun. Dómarinn sem lét Lindsay lausa á fimmtudaginn ráðlagði leikkonunni að hætta öllu partýstandi í bili. Lohan ætlar greinilega að taka því alvarlega því þó að áfengir drykkir voru á boðstólnum drakk Lohan ekki að sögn viðstaddra.

Lífið

Tískan tók völdin í Hörpu

Hin árlega tískuhátíð Reykjavík Fashion Festival fór fram í Hörpu um helgina. Fjöldi manns lagði leið sína í tónlistarhúsið og fylgdust með ellefu íslenskum hönnuðum sýna haust- og vetrarlínur 2012. Fatahönnuðurinn Mundi reið á vaðið og sýndi svarthvítar prjónaflíkur með grafískum mynstrum í hráu umhverfi bílakjallara Hörpunnar. Þetta er í þriðja sinn sem tískuhátíðin er haldin í Reykjavíkurborg og var ekki annað að sjá en að gestir voru spenntir fyrir íslenskri tísku.

Lífið

Kate Hudson á hlaupum

Leikkonan Kate Hudson var mynduð á LAX flugvellinum þegar hún kom heim frá Cancun í Mexíkó ásamt sonum sínum Ryder og Bing...

Lífið