Lífið

Sandra Bullock og sonurinn

Leikkonan Sandra Bullock, 47 ára, var með hatt og sólgleraugu þegar hún ásamt vini og syni sínum Louis voru mynduð á ferðinni í Kaliforníu á laugardaginn var...

Lífið

Friðrik fertugur

Leikarinn Friðrik Friðriksson fagnaði 40 ára afmæli sínu með pompi og prakt síðastliðið miðvikudagskvöld. Friðrik bauð vinum og vandamönnum í veislu í Þjóðleikhúskjallarann þar sem boðið var upp á heimatilbúnar veitingar frá afmælisbarninu og fjölda skemmtiatriða.

Lífið

Myndbandið unnið upp úr sjónvarpsmynd frá 1987

Lagið Tenderloin með hljómsveitinni Tilbury hefur hlotið mikið lof meðal íslenskra tónlistaráhugamanna sem segja frumraun sveitarinnar lofa góðu um framhaldið. Hljómsveitin hefur nú gefið út myndband við Tenderloin og vekur það mikla lukku. Myndbandið er unnið upp úr sjónvarpsmynd Viðars Víkingssonar, Tilbury frá árinu 1987, en hún er byggð er á samnefndri smásögu eftir Þórarinn Eldjárn. Nafn hljómsveitarinnar er einmitt vísun í smásöguna og umrædda mynd. Klipping og vinnsla var í höndum 10.000 milligrömm.

Lífið

Popparar á La Bohéme

Óperan La Bohéme var flutt í sjötta og síðasta sinn í Eldborgarsal Hörpunnar á laugardagskvöld við góðar undirtektir. Svo virðist sem hópur poppara hafi viljað víkka út sjóndeildarhring sinn á óperunni því á meðal gesta voru Daníel Ágúst og Högni Egilsson úr hljómsveitinni GusGus, plötusnúðurinn Margeir Ingólfsson og bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant. Hann er einmitt að vinna að næstu sólóplötu sinni hér á landi í samstarfi við Bigga Veiru úr GusGus. Hópurinn var að fagna afmæli Stephans Stephansen tónlistarmanns í GusGus.

Lífið

Sölvi sótti Haiti heim

„Þó að aðstæðurnar séu frumstæðar eru börnin bæði glöð og þakklát. En nú er svo komið að það vantar allan stöðugleika og heimilið lifir frá mánuði til mánaðar....

Lífið

Geislandi í Giambattista Valli kjól

Leikkonan Michelle Williams, 31 árs, stillti sér upp á rauða dreglinum klædd í munstraðan Giambattista Valli kjól á frumsýningu kvikmyndarinnar Take This Waltz á Tribeca kvikmyndahátíðinni í New York í gær. Sagan segir að kærasti Michelle, Jason Segel, hafi mætt baksviðs til að styðja unnustu sína á frumsýningunni.

Lífið

Fjallað um Kríu í NY Times

Jóhanna Methúsalemsdóttir, skartgripahönnuður, sendi nýverið frá sér nýja línu sem unnin er úr þorskabeinum. NY Times Magazine fjallaði um línuna á síðum sínum í byrjun vikunnar.

Tíska og hönnun

Fer til New York í sumar

Gyða Katrín Guðnadóttir sigraði Eskimo/Next fyrirsætukeppnina sem haldin var í Hörpu á miðvikudaginn var. Ellefu stúlkur kepptu um titilinn og kom sigurinn Gyðu Katrínu töluvert á óvart.

Tíska og hönnun

Bjuggu til teknó í frístundum

Ólafur Arnalds og Janus Rasmussen úr Bloodgroup hafa nýlokið sínu fyrsta tónleikaferðalagi með teknóhljómsveit sína, Kiasmos. Um þrenna tónleika í Þýskalandi var að ræða og gengu þeir fyrstu, sem voru í Hamborg á fimmtudaginn, mjög vel. Þeir síðustu voru í Dresden á laugardagskvöld.

Tónlist

Spila þungarokk á skemmtiferðaskipi

"Það er óhætt að segja að þetta verður fullkominn endir á skemmtilegu ári hjá okkur,“ segir Aðalbjörn Tryggvason söngvari Sólstafa sem spila í sérstakri skemmtiferðasiglingu fyrir þungarokksaðdáendur í lok árs. Skemmtiferðasiglingin ber heitið Barge To Hell og eru Sólstafir ein af fjörutíu sveitum sem spila á skipinu. Lagt er af stað frá Míamí þann 3. desember næstkomandi, þar sem siglt er til Bahama-eyja og komið aftur til Míamí fjórum dögum síðar. "Þetta verður okkar fyrsti Ameríku-túr og hverjum hefði grunað að við mundum byrja á því að spila á skemmtiferðaskipi. Þetta verður án efa mikið ævintýri og ég veit ekki hvaða hálfvita datt í hug að skella 3.000 þungarokkurum saman á rúmsjó,“ segir Aðalbjörn, eða Addi eins og hann er kallaður, hlæjandi.

Tónlist

Flottar fléttur

í meðfylgjandi myndasafni má sjá nokkrar flottar Hollywood stjörnur sem hafa verið með flottar fléttur í hárinu á opinberum viðburðum undanfarið.

Lífið

Bieber kyssir kærustuna á tökustað

Kærustuparið Justin Bieber og Selena Gomez voru ófeimin við að tjá tilfinningar sínar er Gomez heimsótti Bieber á tökustað við gerð nýja tónlistarmyndbandsins, Boyfriend.

Lífið

Vöðum í djúpri reggítjörn

"Þetta hefur verið dálítið langt og hægt ferli. Það má eiginlega segja að við séum eins og risaskjaldbaka," segir Arnljótur Sigurðsson, bassaleikari, söngvari, og einn lagahöfunda reggísveitarinnar Ojba Rasta, en sveitin á eitt allra vinsælasta lag landsins um þessar mundir, Baldursbrá, sem situr meðal annars í efsta sæti á vinsældalista Rásar 2. Alls eru meðlimir sveitarinnar ellefu og þar með talin þrjú systkini Arnljóts: Unnur Malín (kölluð Malla), sem leikur á barítónhorn, trommarinn Gylfi Freeland og Valgerður Freeland, sem spilar á klarínett.

Tónlist

Gleðibankinn í öllum partíum

Kvikmyndagerðar- og tónlistarkonan Vera Sölvadóttir myndi vilja fá Kára Stefánsson til að búa til nýjan forseta. Leikaranum Vigni Rafni Valþórssyni líst illa á kúluhatt trommara Of Monsters and Men. Kjartan Guðmundsson hitti rökstólapar vikunnar.

Menning

Tekst á við drykkjuna

Ítalska sjónvarpskonan Elisabetta Canalis er hætt með asnaprikinu Steve-O úr sjónvarpsþáttunum Jackass. Canalis var áður með leikaranum George Clooney í tvö ár.

Lífið

Saknar sonar síns mikið

Robert Downey Jr. hefur saknað nýfædds sonar síns mikið á meðan hann hefur verið að kynna hasarmyndina The Avengers. Þar leikur hann Iron Man eins og hann hefur áður gert í tveimur myndum.

Lífið

Handverk í formi málverks

Helga Sigríður Valdemarsdóttir myndlistakona á Akureyri notar útsaumsmunstur kvenna í málverk og skúlptúra. „Textíll hefur alltaf hentað mér vel. Ég lauk námi úr Myndlistaskólanum á Akureyri og fann mig frekar í að setja saman liti og munstur en að mála tré og portrettmyndir," segir Helga.

Tíska og hönnun

Óþægilegt að horfa með mömmu

Leikarinn Zac Efron segir að það hafi verið óþægilegt að horfa á myndina The Lucky One með móður sinni. Í myndinni er þónokkrar djarfar senur með Efron og leikkonunni Taylor Schilling. "Mamma sat fyrir framan mig í bíóinu og ég sökk niður í sætið í hvert skipti sem ég fækkaði fötum í myndinni því ég skammaðist mín svo mikið,“ segir Efron í samtali við People eftir forsýningu myndarinnar.

Lífið

Útgáfu Korter fagnað í Eymundsson

Í vikunni kom út ný íslensk skáldsaga, Korter, eftir Sólveigu Jónsdóttir. Þetta er hressileg saga um fjórar dætur Reykjavíkur sem eiga fátt sameiginlegt annað en 101 Reykjavík og griðastaðinn Café Korter. Bókin fjallar um lífið, ástina og að "þetta reddist allt saman að lokum.“...

Lífið

Stubbur á kodda

Ragnhildur Anna Jónsdóttir vinnur barnaföt undir merkinu Jónsdóttir & co. Nýjasta varan er unnin upp úr gamalli barnasögu.

Tíska og hönnun