Lífið

Fersk efnisskrá

Marlon Brando hafði í fyrstu ekki áhuga á að leika Guðföðurinn. Hann vildi ekki taka þátt í að upphefja mafíuna. Síðar skipti hann um skoðun, eins og frægt er. Eitt af því sem upphefur mafíuna er tónlistin í kvikmyndinni.

Gagnrýni

Kristján og Rósa trúlofuð

Þeir sem fullyrða að stjórnsýsla sé alltaf þurr og leiðinleg þurfa eiginlega að endurskoða viðhorf sitt því nú hefur það verið sannað að eldheitar tilfinningar rúmast innan skrifræðisins. Það hefur spurst út að Krisján Guy Burgess, aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra, og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, upplýsingafulltrúi í fjármálaráðuneytinu, eru trúlofuð og hafa þrætt hlekki á fingur sína til merkis um það.

Lífið

Leikur með mömmu Angelinu

Vivienne Jolie-Pitt, 4 ára dóttir Angelinu Jolie og Prad Pitt mun leika í nýjustu Disney mynd Angelinu, Maleficent, sem kemur út árið 2014. Stúlkan mun leika prinsessu Aurora þegar hún var yngri. Leikkonan Elle Fanning leikur prinsessuna þegar hún vex úr grasi...

Lífið

Beckham gengið án lífvarða

David Beckham, 37 ára, og Victoria Beckham, 38 ára voru mynduð í Los Angeles í gær. Victoria var klædd í einn af kjólunum sem hún hannaði sjálf með sólgleraugun á réttum stað á meðan David var afslappaður í strigaskóm með húfu á höfði, klæddur í grænar stuttbuxur. Hann hélt á dóttur þeirra Harper sem dafnar vel eins og sjá má. Drengirnir þeirra, Romeo og Cruz voru einnig með í för en Brooklyn elsti sonur þeirra var fjarri góðu gamni.

Lífið

Tók upp tónlistarmyndband í fjórum löndum

"Tökurnar gengu vel fyrir sig og það slasaðist enginn,“ segir grínistinn Steinþór Steinþórsson, eða Steindi jr. eins og hann er oftast nefndur, um tökur á þriðju þáttaröð Steindans okkar. Fyrsti þátturinn verður frumsýndur á Stöð 2 í kvöld.

Tónlist

Harry virðist skammast sín

Meðfylgjandi myndir voru teknar af Harry Bretaprins í Los Angeles einni klukkustund eftir að nektarmyndirnar af honum fóru um internetið eins og eldur í sinu í gær...

Lífið

Frost semur tónlistina í Frost

"Þetta er mest "hardcore" tónlist sem ég hef búið til," segir tónskáldið Ben Frost sem þessa dagana er að leggja lokahönd á tónlistina fyrir kvikmyndina Frost sem verður frumsýnd þann 7. september næstkomandi.

Tónlist

Anthony Hopkins er yndislegur

Tökum lauk á kvikmyndinni Noah í leikstjórn Darrens Aronofsky í fyrrakvöld á Íslandi og var haldið heljarinnar lokapartí í gær. Athonhy Hopkins fer með hlutverk Metúsalems, afa Nóa í myndinni, og hefur verið hér á landi undanfarið. Hann er mörgum kunnur sem mannætan Hannibal Lecter en virðist vera ljúfur sem lamb ef marka má hinn tólf ára Mími Bjarka Pálmason.

Lífið

Nektarsenur - nei takk!

Leikkonan Blake Lively á ekki í vandræðum með að leika í kynlífssenum að eigin sögn en hún hefur einfaldlega ekki áhuga á því...

Lífið

Fantasíur rjúka beint á toppinn

Fantasíur, samansafn Hildar Sverrisdóttur af kynferðislegum hugarórum kvenna, er mest selda kilja síðustu vikunnar. Bókin kom út á fimmtudaginn síðasta og rýkur beint á toppinn. Hún er sömuleiðis þriðja mest selda bókin í öllum flokkum.

Menning

Bieber vill hitta fyrirsætur

"Og hver vill ekki hitta fyrirsætur...," segir poppstjarnan Justin Bieber í meðfylgjandi myndskeiði þar sem hann hvetur fólk til að mæta á tískuviðburðinn fashionsnightout.com. Þá má einnig sjá Taylor Swift kántrísöngkonu í myndskeiðinu....

Lífið

Páll Valsson nýr ritstjóri Skírnis

Páll Valsson hefur verið ráðinn ritstjóri Skírnis - Tímarits Hins íslenska bókmenntafélags. Hann tekur við af Halldóri Guðmundssyni nýráðnum framkvæmdastjóra Hörpunnar.

Menning

Nektarmyndir af Harry Bretaprins

Harry Bretaprins, 27 ára, skemmti sér í Las Vegas á föstudaginn var. Í gær birtust myndir af honum þar sem hann var að skemmta sér umkringdur léttklæddum stúlkum við sundlaugarbakka. Nú hafa fleiri myndir af Harry skotið upp kollinum á TMZ . Þar má sjá prinsinn án klæða ásamt naktri konu. Myndirnar eru teknar á MGM Grand hótelinu í Las Vegas en prinsinn leigði svítu ásamt félögum.

Lífið

Michelle Obama æfir klukkan 4:30 á næturna

Það verður seint sagt að forsetafrú Bandaríkjanna Michelle Obama sé löt því hún fer á fætur fyrir allar aldir og tekur nokkrar líkamsæfingar klukkan 4:30 á hverjum degi áður en hún skellir sér í sturtu og fer út í daginn. Micelle vaknar á þessum tíma svo hún geti æft áður en stúlkurnar hennar vakna. Barack og ég vinnum mikið hvern einasta dag. Ég vakna yfirleitt á undan honum og geri 30 mínútna rútínuna mína. Þá tek ég armbeygjur, magaæfingar og hnébeygjur með 30 sekúndna millibili, sagði Micelle.

Lífið

Umboðsmaður Blur á leiðinni

Chris Morrison, sem starfaði lengi sem umboðsmaður bresku hljómsveitanna Blur og Gorillaz, verður meðal fyrirlesara á fræðslukvöldi ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, í Norræna húsinu 10. september. Þar verður umboðsmennska umfjöllunarefnið.

Tónlist