Lífið

Fylla bæinn af beikonilmi

Stjórn Beikonfélagsins í Iowa er stödd hérlendis til að taka þátt í hátíðinni Reykjavík Bacon Festival sem verður haldin á Skólavörðustígnum á morgun.

Matur

Dýfir sér í kraumandi pott

Tónlistarmaðurinn Jakob Frímann Magnússon er aðalsprauta Jack Magnet-djasskvintettsins, sem spilar nýtt efni í bland við eldra í Hörpu á laugardagskvöld á Jazzhátíð Reykjavíkur.

Tónlist

Stærsta myndband Steinda hingað til

Fyrsti þáttur af Steindanum okkar 3 fór í loftið á Stöð 2 í gærkvöldi við mikinn fögnuð aðdáenda um allt land. Steindi og félagar enduðu þáttinn að venju á tónlistarmyndbandi og var það fyrsta af dýrari gerðinni. Lagið heitir Dansa það af mér og er myndbandið stórbrotið.

Tónlist

Lottóþula á lausu

Lottóþulan og flugfreyjan Katrín Brynja Hermannsdóttir flýgur nú ein síns liðs inn í framtíðina eftir breytta hjúskaparstöðu...

Lífið

Fyndnari í fullri lengd

Sigríður Lára Sigurjónsdóttir komst að því fyrir nokkrum árum að íslensk þýðing einnar eftirlætisbókar hennar, Önnu í Grænuhlíð, væri stytt útgáfa sögunnar.

Menning

Tom á djamminu

Á myndunum má sjá Tom Cruise, 50 ára, yfirgefa næturklúbb í gærkvöldi í London eftir að hafa fylgst með syni sínum Connor sem spilaði þar tónlist en hann er plötusnúður. Þegar leikarinn yfirgaf staðinn með lífvörðum sínum var hann skælbrosandi og virtist ánægður þrátt fyrir að vera nýskilinn við barnsmóður sína. Sólgleraugun voru samt sem áður á sínum stað. Sonur Tom skrifaði eftirfarandi á Instagram myndasíðuna hjá pabba sínum í nótt: “LONDON!!!! Couldn't have had more fun with you!! What a night at #chinawhite." sem þýðist lauslega á íslensku: London!!!! Hefði ekki getað skemmt mér betur með þér!! Þvílík nótt á Chinawhite.

Lífið

Kurteisir dyraverðir á Mánabar

"Við höfum áralanga reynslu í öllu sem viðkemur skemmtistaðarekstri og sjálfur byrjaði ég að vinna sem barþjónn á Gauknum þegar ég var átján ára gamall," segir Ásgeir Andri Guðmundsson, tónlistar- og viðburðarstjóri Mánabars sem var opnaður við Hverfisgötu 20 á menningarnótt.

Menning

Bæ bæ ljóska - halló brúnetta

"Ljóskan var kvödd í dag woohhaa!!," skrifar Marín Manda Magnúsdóttir athafnakona á Facebooksíðuna sína í gær ásamt mynd sem hún póstaði af sér með nýja háralitinn sem er ljósbrúnn...

Tíska og hönnun

Leikur tæfu í Glee og gerir það vel

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá leikkonuna Kate Hudson, 33 ára, leika kennara í vinsælu sjónvarpsþáttaröðinni Glee. Kennarinn sem hún leikur er fullur af sjálfstrausti og illa liðinn af nemendunum og það sem meira er, hún syngur lagið Dance Again sem Jennifer Lopez gerði vinsælt. Á myndunum má hinsvegar sjá Kate leiða manninn sinn Matthew Bellamy nýkomin úr ræktinni í Lundúnarborg.

Lífið

Norræn verk leiklesin

Um helgina verður brot úr nýjum norrænum leikritum leiklesin í Þjóðleikhúsinu í tengslum við Norræna sviðslistardaga.

Menning

Dallas hópurinn í sparifötunum í London

Í meðfylgjandi myndasafni má sjá leikara Dallas þáttanna í frumsýningarpartýi sem fram fór í London í gær en þar hafa leikararnir dvalið undanfarna daga til að kynna þættina. Eins og sjá má voru leikararnir prúðbúnir og flottir. Þættirnir hafa fengið góðar viðtökur hér á landi en þeir eru sýndir á stöð 2.

Tíska og hönnun

Spennandi tímar hjá RetRoBot

"Þetta er fyrsta tónleikaferðin okkar til útlanda svo við erum mjög spenntir,“ segir Daði Freyr Pétursson, meðlimur hljómsveitarinnar RetRoBot sem er nú stödd á tónleikaferðalagi í Hollandi.

Tónlist

Hasarhetjurnar snúa aftur

Hasarmyndin The Expendables 2 var frumsýnd í kvikmyndahúsum í gær. Hópur málaliða er sendur til Nepal í þeim erindagjörðum að bjarga lífi kínversks auðjöfurs.

Lífið

Skriðu gerð skil

Sagan af klaustrinu á Skriðu er heiti nýútkominnar bókar eftir dr. Steinunni Kristjánsdóttur fornleifafræðing.

Menning