Lífið

Alveg eins og pabbi

Grínistinn Adam Sandler bauð sinni yndislegu dóttur Sadie í hádegismat á veitingastaðnum Toscana í Brentwood í Los Angeles.

Lífið

Missa sig gjörsamlega í gleðinni

Meðfylgjandi myndir voru teknar í zumba tíma hjá Ester Júlíu kennara í World Class. Lífið forvitnaðist um íþróttina. "Það er ótrúlegt hvað maður verður háður þessari líkamsrækt og þeir sem prófa koma aftur og aftur og enda sem hálfgerðir zumbafíklar sem er bara gottt mál því þetta er frábær líkamsrækt. Styrkir og brennir hitaeiningum svo um munar," segir Ester. "Zumba er latínfitness, dans við geggjaða tónlist þar sem aðal uppistaðan eru latín dansar. Til dæmis Marengue, Reagetton, Samba, Salsa og fleira. Ég er þó ekki eingöngu með latíndansa en inn á milli slæðist diskó, rokk og kántrý svo fátt eitt sé nefnt. Þannig að það er mikil fjölbreyttni dansa í tímunum." "Tímarnir eru vinsælir ekki síst vegna þess hve auðvelt er að fylgja sporunum sem eru sáraeinföld. Ég kenni ekki sporin fyrirfram heldur leiðbeini í gegnum hljóðnema og með handabendingum. Þannig að það er engin pása, keyri tímann áfram lag eftir lag og við brennum ótrúlega mikið af hitaeiningum auk þess sem við styrkjum og mótum allan líkamann." "Ég hvet alla til að prófa zumba en íþróttin er fyrir alla, jafnt byrjendur sem lengra komna. Það er svo skemmtilegt með zumba að það er eins og fólk fari í sinn eigin heim, gleymi öllum í kringum sig og er bara það sjálft. Engin sýndarmennska. Tónlistin og dansinn hefur þessi áhrif á fólk. Þetta er viss heilun enda svífur fólk út úr tímanum í sæluvímu. Ég sjálf var í suðura-merískum og ballroom-dönsum í mörg ár. Var að keppa og vann til nokkura verðlauna. Ég elska að dansa og held að það sjáist alveg í zumba-tímunum mínum því ég á það til að missa mig gjörsamlega í gleðinni. Það smitar út frá sér. Allir verða glaðir og missa sig með mér," segir hún að lokum. Sjá nánar um zumbatímana hér.

Lífið

Ásgeir söng fyrir Stiller

Margt var um manninn á skemmtistaðnum Rúbín á fimmtudagskvöldið en þar var botninn sleginn í tökur á Hollywood-myndinni The Secret Life of Walter Mitty. Leikstjórinn og leikarinn Ben Stiller stýrði gleðskapnum og hélt meðal annars ræðu fyrir gesti.

Lífið

Rosalega er hún mjó

Beverly Hills 90210-stjarnan AnnaLynne McCord skemmti sér greinilega konunglega þegar hún tók upp senur fyrir sinn hundraðasta þátt í seríunni.

Lífið

Hann var alltof ungur

Leikaraparið Goldie Hawn og Kurt Russell er búið að vera saman í 29 ár en Goldie fannst hann fullungur þegar þau hittust fyrst.

Lífið

Beyonce ekki ólétt að öðru barn

Ofurhjónin og stoltu foreldrarnir Jay-Z og Beyonce ætla að láta sér það duga að eiga eitt barn í bili en fjöldi frétta þess efnis að þau eigi nú von á öðru barni hafa birst undanfarna daga og vikur. Jay - Z staðfesti það að þau ættu ekki von á sér í viðtali vestan hafs á dögunum og sagði konuna sína enga Tori Spelling en eins og þekkt er orðið er leikkonan búin að eignast fjögur börn á mjög stuttum tíma.

Lífið

Huggulegur haustfagnaður

Meðfylgjandi myndir voru teknar á árlegum haustfagnaði Hvatar félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík í Valhöll síðastliðinn fimmtudag...

Lífið

Bara vinir

Söngvarinn Chris Brown, 23 ára, og félagar hans mættu í vikunni í partí í Hollywood. Nú hljómar slúðursagan vestan hafs um að Chris og söngkonan Nicole Scherzinger hafi verið innileg hvort við annað umrætt kvöld mjög hátt...

Lífið

Kristen Stewart vekur athygli í París

Kristen Stewart leit einstaklega vel út þegar hún mætti á Balenciaga vor/sumar tískusýninguna í París í gær. Kannski ekki nema von þar sem hún og Robert Pattinson eru tekin saman á ný. Í meðfylgjandi myndasafni má sjá leikkonuna en hún mætti í gulum leðurjakka og lágbotna skóm enda þekkt fyrir örlítið rokkaðan stíl.

Lífið

Adele á besta Bond-lagið

Lag Adele úr nýjustu James Bond-myndinni er besta Bond-lagið sem hefur komið út í þrjátíu ár að mati bandaríska lagahöfundarins, upptökustjórans og Grammy-verðlaunahafans Ryans Tedder sem nýlega heyrði lagið.

Tónlist

Bannar Kardashian

Leikarinn George Clooney hefur bannað kærustu sinni Stacy Keibler að eiga samskipti við raunveruleikastjörnuna Kim Kardashian. Clooney komst að því að Keibler og Kardashian fóru út á lífið saman á tískuvikunni í New York í byrjun mánaðarins og varð víst æfur.

Lífið

Skemmtilegra að vinna í skipulögðu umhverfi

Skrifstofan er eitt af mínum uppáhalds "herbergjum“ í húsinu. Ástæðan er sú að oft á tíðum er ekki um herbergi að ræða heldur rými eða lítið vel skipulagt skot sem búið er að útbúa sem vinnuaðstöðu. Það er frá­bært að sjá hvernig fólk aðlagar heimili sín til þess að búa sér til vinnurými sem hentar þörfum hvers og eins.

Lífið

Saknar Ólafs Gauks

Hvers sakna ég? Ég sakna bara alls. Lífsins sem við áttum saman. Ferðalaganna. Út að borða. Að bera saman bækur okkar, ræða málin. Að sitja saman í rólegheitum í kaffi og jólaköku á sunnudögum. Fara í bíó og leikhús. Að vera með honum í Gítarskólanum. Ég sakna bara Gauks.

Lífið

Fallegir tónlistarmenn spila hipphoppbræðing

Árshátíð knattspyrnufélagsins KF Mjaðmar fer fram á Faktorý í kvöld. Í tilefni þess mun hljómsveitin Fallegir menn koma fram auk Prins Póló, Tilbury og FM Belfast. Fallegir menn var stofnuð í Menntaskólanum við Hamrahlíð og eiga hljómsveitarmeðlimir það allir sameiginlegt að vera vanir tónlistarmenn og fallegir ásýndum.

Lífið

Stöfuð þjáning

Haraldur brýtur Jobsbók niður í öreindir í nokkuð margbrotnu verki, en vekur um leið áhuga á þessari sögufrægu bók, og boðskap hennar.

Gagnrýni

Erpur fagnar með félögum

Johnny Naz eða öllu heldur Erpur Eyvindarson var umvafinn vinum þegar nýju sjónvarpsþættirnir hans hófu göngu sína á Skjánum í gærkvöldi eftir áralangt hlé. Steindi Jr. og Sölvi Tryggvason voru á meðal gesta í frumsýningarteitinu...

Lífið