Lífið

Ný bók Arnaldar heitir Reykjavíkurnætur

Nýjasta bók Arnaldar Indriðasonar heitir Reykjavíkurnætur og kemur út eins og allar hans bækur 1. nóvember næstkomandi. Í henni verður sögunni aftur vikið að rannsóknarlögreglunni Erlendi sem var fjarri góðu gamni í síðustu bók, Einvíginu.

Lífið

Fyrir hvern er þessi að pósa?

Sænska glamúr fyrirsætan Victoria Silvstedt fór vægast sagt hamförum á ströndinni á dögunum þegar ljósmyndari rakst á hana er hún lá ein í sólbaði. Eins og sjá má pósaði Silvstedt eins og enginn væri morgundagurinn og sýndi kroppinn sem mest hún gat og lét því þessa óvæntu myndatöku ekki fara til spillis.

Lífið

Undirbúa nýja plötu Gus Gus

Stuðboltarnir í Gus Gus eru nýkomnir heim frá útlöndum eftir vel heppnaða tónleikaferð. Í þetta sinn spiluðu Högni Egilsson og félagar meðal annars í Austurríki, Ungverjalandi og Króatíu en í þessum löndum fer aðdáendahópur þeirra sífellt vaxandi. Hljómsveitin er að semja lög á nýja plötu um þessar mundir og stefnt er á útgáfu á næsta ári.

Lífið

Britney keypti glæsivillu

Söngkonan og X-factor dómarinn, Britney Spears skrifaði nýverið undir kaupsamning á glænýrri glæsivillu. Höllin var að vísu reist 2010, en það er gott sem glænýtt. Á myndum í þessari frétt má sjá myndir af villunni sem er heldur betur ekki af lakari endanum og ætti ekki að væsa um söngkonuna og fjölskyldu hennar með sjö baðherbergi, sundlaugar og svefnálmu.

Lífið

Tilviljun eða hvað?

New girl leikkonan Hannah Simone mætti sláandi lík raunveruleikastjörnunni Kim Kardashian á rauða dregilinn í vikunni. Ekki mætti hún aðeins í svipuðum kjól og Kim sást í nýverið heldur var hún með nákvæmlega eins hárgreiðislu í þokkabót. Tilviljun eða hvað?

Lífið

Er Timberlake á leið upp að altarinu

Hávær orðrómur er um fyrirhugað brúðkaup söngvarans Justins Timberlake og unnustu hans til margra ára, Jessicu Biel. Það sást til þeirra þegar þau blésu til mikillar veislu, hugsanlegrar æfingarveislu fyrir kvöldið stóra, þar sem fjöldi þekktra gesta lét sjá sig. Athygli vakti þó látlaust yfirbragð veislunnar sem haldin var í kastala á Ítalíu en langur aðdragandi giftingarinnar hefur aukið eftirvæntingu aðdáenda parsins um heljarinnar glysveislu, að hætti Hollywood.

Lífið

Sport Elítan: Hið ósýnilega - ráðleggingar frá Röggu Nagla

Sport Elítan er hópur rúmlega 20 einstaklinga sem að hefur það að markmiði að bæta heilsu Íslendinga og hjálpa íþróttamönnum að ná lengra með því að bjóða uppá fjarþjálfun fyrir einstaklinga. Vísir og Sport Elítan verða í samstarfi frá og með deginum í dag og munu allir pistlar og hugleiðingar hópsins birtast á Vísi. Ragnhildur Þórðardóttir einkaþjálfari skrifar fyrsta pistilinn en hún er betur þekkt sem "Ragga Nagli."

Heilsuvísir

Uppteknir Íslandsvinir

Leikararnir og Íslandsvinirnir Emma Watson og Russell Crowe eru stödd í tökum á kvikmyndinni Noah í New York. Ef myndirnar eru skoðaðar má sjá að Russell er greinilega þreyttur enda nýskilinn við eiginkonu sína til níu ára en saman eiga þau tvo syni, 8 og 6 ára.

Lífið

Edda Björg Eyjólfsdóttir eignast stúlku

"Þá er hún fædd litla dóttir okkar, svo undurfögur og fullkomin. Lítill ljósberi sem hvílir nú vært hjá mömmu sinni, og öllum heilsast vel. 16 merkur og 51 cm af tærri hamingju, og foreldrarnir stoltir, glaðir og þakklátir," sagði Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona á facebook síðu sinni í gær.

Lífið

Gælir við konur og bíla

Kvikmyndastjarnan Zac Efron, 25 ára, er sjóðheitur í meðfylgjandi myndskeiði þar sem hann meðal annars dansar, gælir við konur og bíla. Um er að ræða auglýsingu fyrir John John gallabuxnaframleiðandann sem tekin var á götum Los Angeles.

Lífið

Nick Lachey fæddur í föðurhlutverkið

Hinn nýbakaði faðir, Nick Lachey sýndi heldur betur á sér nýjar hliðar í vikunni þegar hann frumsýndi nýfæddan son sinn og leikkonunnar Vanessu Minnillo. Drengurinn hefur hlotið nafnið Camden og er bæði hárprúður og fríður eins og foreldrarnir, sem bæði eru mætt í vinnu tæpum mánuði eftir fæðingu frumburðarins. Hér má sjá myndir af barninu.

Lífið

Sjóðheitur Pressuleikur

Þriðja serían af sjónvarpsþáttunum Pressa fór í loftið á Stöð 2 síðasta sunnudagskvöld. Af því tilefni hefur framleiðslufyrirtækið Sagafilm blásið til sérstaks Pressuleikjar á Facebook-síðu sinni.

Lífið

Hendrikka Waage lætur gott af sér leiða

Athafnakonan Hendrikka Waage, 46 ára, prýðir forsíðu Lífsins sem fylgir Fréttablaðinu í dag þar sem hún ræðir um ástina, skartgripalínuna hennar, nýja ilmvatnið sem hún setur á markað fyrir jólin og hennar hjartans mál – góðgerðarmálin.

Lífið

Systur opna nýjan markað

"Við systurnar verðum á markaðnum í dag föstudag og á morgun laugardag. Þetta virkar eins og Kolaportið. Margir með bása og miklu ódýrara," svarar Laufey Arnalds Johansen sem opnar í dag markað ásamt systur sinni Kitty Johansen við hliðina á Góða hirðinum.

Tíska og hönnun

Innlit til Siggu Heimis

Sindri Sindrason sjónvarpsmaður heimsækir Siggu Heimis iðnhönnuð á fallegt heimili hennar á Seltjarnarnesi, þar sem hún býr ásamt eiginmanni sínum og þremur börnum, í þættinum Heimsókn sem er í opinni dagskrá strax að loknum kvöldfréttum á Stöð 2 annað kvöld.

Lífið

Heilsusamleg Mila Kunis

Leikkonan Mila Kunis sást yfirgefa jóga tíma í Kaliforníu í gær en hún er dugleg að stunda jóga á milli þess sem hún leikur í heilu bíómyndunum. Að tímanum loknum rölti hún sér yfir á Starbucks og keypti sér kaffibolla.

Lífið

Má segja að ég sé feik ljóska

Kristrún Ösp Barkardóttir er ófeimin við að setja myndir af sér á Facebook-síðuna sína, bæði af sér og syni sínum Baltasar, sem hún á með lögfræðingnum Sveini Andra Sveinssyni. Það á líka við þegar hún fer í hárlitun eins og í vikunni sem leið. Lífið heyrði stuttlega í Kristrúnu. "Ég lita mig 12-14 sinnum á ári. Hermann, besti vinur minn, litar mig, hann á Modus í Smáralind,“ svarar hún þegar hún er spurð hve oft hún litar hár sitt. Ertu með dökkan háralit? "Já, ég er með skollitað hár svo það má segja að ég sé feik ljóska,“ segir Kristrún Ösp. "Hermann litar mig ljóshærða í rótina og setur flottan tóner yfir allt hárið frá Tigi Bedhead. Eftir það blæs hann hárið upp úr Maraccon-olíunni.“

Lífið

Með lag í þættinum Shameless

"Þetta verður örugglega hressandi innlegg í þennan þátt,“ segir tónlistarmaðurinn Daníel Ágúst. Lagið Yeah Yeah Yeah af síðustu sólóplötu hans, The Drift, verður notað í þættinum Shameless sem hefur slegið í gegn í Bandaríkjunum. "Ég hef ekki séð neinn þátt en af kynningarefninu að dæma virðist þetta vera mjög sniðug og skemmtileg þáttaröð.“

Tónlist

Þarna var sko tryllt stuð

Í vikunni voru haldnir upphitunartónleikar fyrir Iceland Airwaves í boði Símans. Tónleikarnir voru haldnir á efri hæðinni á Faktorý þar sem hljómsveitirnar Sykur, Berndsen og RetRoBot trylltu gesti sem voru glaðir.Ekki spillti fyrir að frítt var á tónleikana. Tónleikarnir eru liður í tónleikaröð Símans á Faktorý. Næsta miðvikudag, 24. október, munu Hljómsveitin Ég, Stafrænn Hákon og Tilbury troða upp og má búast við góðri stemningu.

Lífið

Sigrún Ósk sjónvarpskona barnshafandi

Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, einn stjórnenda þáttarins Ísland í dag, er konan á bak við sjónvarpsþættina Neyðarlínan sem eru á dagskrá Stöðvar 2 á fimmtudagskvöldum. Sigrún gengur með sitt annað barn en fyrir á hún tveggja ára son með sambýlismanni sínum, Jóni Þór Haukssyni.

Lífið

Í það heilaga á Airwaves

Lindsay Levkoff og Dean Diamond eru á meðal þeirra fjölmörgu erlendu gesta sem sækja Ísland heim yfir Iceland Airwaves-tónlistarhátíðina. Heimsókn Lindsay og Dean er þó sérstök fyrir þær sakir að þau ætla að gifta sig hér á landi þann 1. nóvember og enda brúðkaupsdaginn á tónleikum með Of Monsters and Men, sem er uppáhaldshljómsveit parsins.

Lífið

Sönnu sakamálin forsýnd

Sérstök forsýning á fyrsta þættinum í nýrri þáttaröð af Sönnum íslenskum sakamálum fór fram í hádeginu í gær í Bíói Paradís, en þátturinn verður frumsýndur á Skjáeinum á mánudagskvöld. Löggæslufólk var áberandi meðal gesta þegar Fréttablaðið kom á staðinn.

Lífið

Bombur í buxnadragt

Eins og sjá má í meðfylgjandi myndasafni eru kjólarnir ekki alltaf fyrsta val hjá Hollywood sjörnunum á rauða dreglinum. Hér má sjá hverja stjörnuna á fætur annarri klæðast fallegum og vel sniðnum buxnadrögtum í öllum regnbogans litum.

Tíska og hönnun

80.000 króna úlpa fyrir stjörnubarn

Fótboltaeiginkonan Coleen Rooney ákvað að spreða 419 pundum, rúmlega áttatíu þúsund krónum, í úlpu handa syni sínum Kai Rooney sem verður þriggja ára í næsta mánuði.

Lífið

Ég ætla aldrei aftur að keyra fullur

Leikarinn Matthew Fox var heldur betur hress þegar hann mætti í þátt Ellen DeGeneres í vikunni. Þessi 46 ára leikari talaði um þá lífsreynslu að vera handtekinn fyrir akstur undir áhrifum áfengis.

Lífið

Ragnar Jónasson fagnaði útkomu nýrrar bókar

Ragnar Jónasson rithöfundur fagnaði útkomu fjórðu bókar sinnar í verslun Eymundsson í Austurstræti í dag. Bókin, sem heitir Rof, er fjórða bók Ragnars. Fyrsta bókin hans, Fölsk nóta, kom út árið 2009. Rof segir frá tveimur ungum hjónum sem flytja árið 1955 í afskekktan eyðifjöðr. Dvölin fær snöggan endi legar önnur kvenanna deyr með dularfullum hætti. Hálfri öld síðar finnst gömul ljósmynd sem bendir til þess að hjónin hafi ekki verið ein í firðinum. Ari Þór lögreglumaður á Siglufirði reynir að fá botn í þetta sérkennilega mál með liðsinni fréttakonunnar Ísrúnar. Og í Reykjavík vindur óvænt sakamál upp á sig þegar ung fjölskylda er ofsótt af ókunnum manni.

Menning

Ég mun vinna Óskarinn

Hjartaknúsarinn Kellan Lutz er sjóðandi heitur í nýjasta hefti tímaritsins DuJour. Hann er með sjálfsöryggið í lagi þegar kemur að leiklistinni.

Lífið