Lífið

Sendir spilara á stærsta pókermót heims

„Þetta er það stærsta sem hefur verið gert í pókernum hérlendis og jafnvel þótt víðar væri leitað,“ segir pókerkóngurinn Davíð Rúnarsson, Dabbi Rú, á Gullöldinni í Grafarvogi.

Lífið

Allir í stuði og svona

Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndarinn Sveinbi hjá Superman.is á tónleikum Dr Spock með Haffa Haff og Playboy-partýinu á veitingahúsinu Nasa um helgina. Eins og myndirnar sýna var gleðin alls ráðandi. Þá leiddist liðinu heldur ekki á veitingahúsunum Hressó og Hvíta Perlan.

Lífið

Framleiða kvikmynd

Breska hljómsveitin Coldplay tekur þátt í fjármögnun kvikmyndarinnar Ashes með Ray Winstone í aðalhlutverki. Um spennumynd er að ræða sem Mat Whitecross, sem hefur leikstýrt mörgum myndböndum fyrir Coldplay, mun leikstýra. Söngvarinn Chris Martin og félagar verða einnig titlaðir sem meðframleiðendur myndarinnar. Ekki hefur verið ákveðið hvenær ræman kemur út. Coldplay er þessa dagana að taka upp sína nýjustu plötu. Tvö ár eru liðin síðan sú síðasta, Viva la Vida or Death and All His Friends, kom út.

Lífið

Eigandinn fundinn

Í dag sótti Anna Helen, 9 mánaða hundinn sinn, Starsky, sem er af tegundinni Siberian Husky, en hann strauk af heimili sínu í Skerjafirði eldsnemma í morgun. Það var stuttu eftir að myndskeiðið af týndum Starsky birtist á Visi að Anna Helen sótti hann til fólksins sem fann hann á ráfi um Hliðarhverfi Reykjavíkur. Anna Helen vinnur nálægt Hlíðunum sem gæti verið ástæðan fyrir því að Starsky ráfaði þar um. Meðfylgjandi má sjá fagnaðarfundinn.

Lífið

Öskumyndband fær athygli

Tónlistarmyndband hljómsveitarinnar Vigra hefur vakið athygli erlendis. Það var tekið upp við rætur Eyjafjallajökuls síðasta sumar.

Lífið

Hundur leitar eigandans - látið berast

Ungur Siberian Husky hundur sem sjá má í myndskeiðinu fannst í Hlíðarhverfi í Reykjavík fyrir tæpri stundu. Hann er ómerktur, með gula ól um hálsinn. Hann er óöruggur en greinilega vel upp alinn. Hann er í góðum höndum og það er búið að láta lögreglu vita. Vinsamlegast aðstoðið okkur að finna eiganda hundsins með því að láta myndskeiðið berast áfram. Hafið samband við fréttastofu stöðvar Stöðvar 2 og Visis í síma: 5125200.

Lífið

Sungið fyrir heimilislausa og svanga Íslendinga (já þú last rétt)

Tónleikar til styrktar Kaffistofu Samhjálpar, sem gefur svöngum Íslendingum mat, voru haldnir í Háskólabíó í gærkvöldi. Það var áberandi góð stemning á meðal listamannanna baksviðs, á sviðinu og á meðal áhorfenda út í sal eins og myndirnar sýna en allir voru staðráðnir í að legga sitt af mörkum til að hjálpa heimilislausum sem leita í miklum mæli til Kaffistofu Samhjálpar. Ellen Kristjáns og Pétur Hallgríms, Hjálmar, Sniglabandið, Fjallabræður, Ferlegheit, Siggi Kafteinn, Blússveit Þollýar, KK og UNG komu fram. Þrátt fyrir að Reykjavíkurborg styðji Samhjálp í húsaleigumálum og birgjar séu örlátir þá vantar fjármagn og þess vegna var ákveðið að efna til tónleikanna sem voru vel sóttir. Samsala.is (styrkarfélag Smahjálpar).

Lífið

Fagnar tíu ára afmæli

Brettafélag Íslands fagnar tíu ára afmæli sínu í dag með mikilli hátíð. Frá klukkan 13 til 17 stendur félagið fyrir svokölluðu Jibb‘n skate. Þá er keppt á hjólabrettum á yfirbyggðum palli og svo á snjóbrettum þar sem notast er við handrið og rör. Þetta fer fram á Laugavegi 56, í Nikita-garðinum. Samhliða þessu mun Brettafélagið standa fyrir uppboði á munum sem velunnarar félagsins hafa gefið. Allur ágóði uppboðsins rennur óskiptur til Péturs Kristjáns Guðmundssonar, sem lamaðist fyrir neðan mitti þegar hann lenti í slysi í Austurríki 1. janúar og er í hjólastól. Um kvöldið verða afmælistónleikar Brettafélagsins á Dillon þar sem hljómsveitirnar Morgan Kane og Mighty Good Times koma fram.

Lífið

Gaga tískugoð ársins

Mörgum kom að óvörum að Lady Gaga skyldi vera valin tískugoð ársins þegar Fatahönnunarráð Bandaríkjanna sendi út tilnefningar til fatahönnunarverðlaunanna þar í landi á miðvikudagskvöld.

Lífið

Dúett með Doom

Thom Yorke, söngvari Radiohead, er að vinna að nýrri plötu með bandaríska rapparanum Doom. „Við erum að vinna að nokkrum dúettum,“ sagði Doom. Þetta er á byrjunarstigi en við munum örugglega taka upp stóra plötu saman.“ Yorke er mikill aðdáandi rapparans og endurhljóðblandaði lag hans, Gazzillion Ear, fyrir tveimur árum. Yorke hefur unnið með fleirum að undanförnu því stutt er síðan hann tók upp smáskífulag með Four Tet og Burial. Skömmu áður tróð hann óvænt upp sem plötusnúður á klúbbi í Los Angeles. Nýjasta plata Radiohead, The King of Limbs, kom út í síðasta mánuði.

Lífið

Stern er ekki sama

Hinn umdeildi útvarpsmaður Howard Stern prýðir forsíðu næsta tölublaðs Rolling Stone og ræðir meðal annars um skilnað sinn og seinna hjónaband sitt. Hann talar einnig um hegðun leikarans Charlie Sheen sem hann sagðist heillaður af.

Lífið

Dæmir ekki aðra

Leikkonan Claire Danes sagði í nýlegu viðtali að fólk ætti að varast það að dæma aðra og þá sérstaklega konur sem kjósa að fara í lýtaaðgerðir.

Lífið

Umhverfis jörðina: Ferðaþreytan segir til sín í Pakistan

Sighvatur Bjarnason heldur áfram ferð sinni umhverfis jörðina á 80 dögum til styrktar Umhyggju. Hann er nú kominn yfir til Pakistan og fer meðal annars til borgarinnar Karachi sem hann segir þá brjáluðustu sem hann hefur komið til. Þá tekur við 30 klukkustunda rútuferð í gegnum Pakistan.

Lífið

Stuð á Lebowski-hátíð

Ari Lár Valsson bar sigur úr býtum í búningakeppni sem var haldin í tengslum við hina árlegu Big Lebowski hátíð í Keiluhöllinni á dögunum. Ari Lár mætti sem brjálaður Eagles-leigubílstjóri sem kemur fram í myndinni Big Lebowski. Ari var duglegur við að spila Eagles-lög allt kvöldið úr hátalara sem var tengdur við iPod-spilara sem hann var með í farteskinu, auk þess sem hann vitnaði óspart í leigubílstjórann. Alls mættu 110 manns á hátíðina, mun fleiri en í fyrra þegar 65 mættu. Allar 22 keilubrautirnar voru notaðar og skemmtu gestir sér konunglega.

Lífið

Costner í Súperman

Leikstjórinn Zach Snyder hefur staðfest að Kevin Costner mun leika í nýrri kvikmynd hans Súperman. Orðrómur sem hefur verið uppi um að Costner taki að sér hlutverk Jonathans Kent, föður ofurmennisins Clarks Kent, hefur nú verið staðfestur. „Jonathan Kent er eina föðurímyndin sem Clark átti. Hann hjálpaði Clark að skilja hvernig hann ætti að haga sér sem Súperman,“ sagði Snyder. „Kevin mun sýna hinn hægláta styrk sem þessi bandaríski sveitamaður hafði yfir að ráða sem föðurímynd mestu hasarhetju allra tíma.“ Diane Lane leikur móður Súpermans en ofurmennið sjálft leikur Henry Cavill.

Lífið

Fjársjóðsleitin vinsæl hjá ungu kynslóðinni

Meðfylgjandi myndir tók Gullý Magg á frumsýningu barnaleikritsins Fjársjóðsleit með Ísgerði í leikhúsinu Norðurpóllinn á Seltjarnarnesi. Frumsýningargestir nutu sýningarinnar sem gengur út á að finna fjársjóð í nánu samstarfi við leikarana Ísgerði Elfu Gunnarsdóttur og Magnús Guðmundsson. Sjá nánar á midi.is og Facebook.

Lífið

Armani hannar fyrir Martin

Tískumógúllinn Giorgio Armani ætlar að hanna fötin sem Ricky Martin og aðstoðarfólk hans mun klæðast á væntanlegri tónleikaferð söngvarans.

Lífið

Ekki spennt fyrir eigin brúðkaupi

Söngkonan Jessica Simpson trúlofaðist unnusta sínum, fyrrum íþróttamanninum Eric Johnson, eftir aðeins sex mánaða samband. Parið hefur þó ekki ákveðið brúðkaupsdaginn sjálfan og er það farið að valda Johnson áhyggjum.

Lífið

Dylan til Víetnams

Bob Dylan ætlar að spila á sínum fyrstu tónleikum í Víetnam í næsta mánuði. Tónlistarmaðurinn ætlar að spila á átta þúsund manna stað hinn 10. apríl og verður þar vafalítið troðfullt af gestum.

Lífið

Rikka selur fötin sín í Kolaportinu í dag

"Við munum selja föt, skó og alls kyns glingur sem við höfum sankað að okkur í gegnum tíðina," stendur meðal annars í viðburðatilkynningu á Facebook sem þær Friðrika Hjördís Geirsdóttir fjölmiðlakona með meiru og vinkona hennar Svana Friðriksdóttir almannatengill standa fyrir. Vinkonurnar verða með sölubás fullan af spennandi fatnaði og fylgihlutum í Kolaportinu í dag í bás 2B. Sjá viðburðinn hér.

Lífið

Fær ógeðfelldar hótanir á netinu

„Ég vona að þú skerir þig.." er á meðal skilaboðanna sem þrettán ára Rebecca Black söngkona frá Anaheim í Kaliforníu fær frá netnotendum. Eftir að Rebecca birti myndband sitt við lagið Friday á Youtube 10. febrúar síðastliðinn hefur það verið skoðað yfir 16 milljón sinnum. Flestir halda því fram að lagið sé hræðilegt. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá viðtal sem var tekið við Rebeccu í sjónvarpsþættinum Good Morning America um þessa gríðarlegu athygli og umtal sem hún hefur hlotið undanfarið. Þá biður hún söngvarann Justin Bieber í lok viðtalsins að syngja með sér dúett.

Lífið

Sumir skemmtu sér betur en aðrir

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Enska barnum en þar fögnuðu menn og konur St. Patricksdeginum. Liðinu leiddist ekki að gleðjast á fimmtudegi eins og myndirnar sýna greinilega...

Lífið

Þessi kann að feika fullnægingu

"Ég hef alveg fengið það betra," sagði Jóel Sæmundsson einn af leikurum í sjónvarpsþáttum Tobbu Marínós, Makalaus, spurður hvernig honum fannst að kyssa aðalleikkonuna Lilju Katrínu Gunnarsdóttur sem fer með hlutverk Lilju aðalpersónu þáttanna.

Lífið

Kvensamur Cooper

Tímaritið Star heldur því fram að leikarinn Bradley Cooper hafi haldið framhjá kærustu sinni, leikkonunni Renée Zellweger með engri annarri en Jessicu Biel, fyrrum kærustu Justins Timberlake.

Lífið

Twilight stjarna á lausu

Söngvarinn Joe Jonas, 21 árs, og Twilight stjarnan, leikkonan Ashley Greene, 24 ára, eru hætt saman. Parið byrjaði að hittast í fyrra sumar en um var að ræða sameiginlega ákvörðun ef marka má yfirlýsinguna sem þau sendu frá sér. Söngvarinn, sem hefur átt í ástarsambandi við Taylor Swift, Camilla Belle, og Demi Lovato, lét hafaf eftir sér um Ashley: Ég verð að setja mínar eigin tilfinningar og langanir í fyrsta sætið og hún skilur að ég hef rosalega mikið að gera."

Lífið

Alltaf varkár í ástarmálum

Reese Witherspoon stígur varlega til jarðar þegar kemur að ástarsamböndum. Leikkonan er trúlofuð umboðsmanninum Jim Toth og undirbúningur fyrir brúðkaupið er í fullum gangi.

Lífið

Einleikurinn Afinn til útlanda

Einleikurinn Afinn er á leiðinni á fjalirnar á Norðurlöndunum og í Þýskalandi. Skrifað verður undir samninga um réttinn á einleiknum á næstunni. Fyrsta sýningin verður í Svíþjóð á næsta ári.

Lífið