Körfubolti

Keflavík í úrslit

Kvennalið Keflavíkur tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaeinvígi Iceland Express deildarinnar með 82-67 sigri á Íslandsmeisturum Hauka á heimavelli sínum. Keflavík vann einvígið 3-0. Grindavíkurstúlkur neituðu hinsvegar að játa sig sigraðar og lögðu KR í vesturbænum 66-78 og minnkuðu muninn í einvíginu í 2-1. Næsti leikur fer fram í Grindavík.

Körfubolti

Allt um sigurgöngu Houston Rockets

Sögulegri sigurgöngu Houston Rockets í NBA deildinni lauk í nótt sem leið þegar það tapaði heima fyrir toppliði deildarinnar Boston Celtics. Vísir skoðar þessa næstlengstu sigurgöngu allra tíma nánar.

Körfubolti

Úrslitakeppnin hefst 28. mars

Úrslitakeppni Iceland Express deildar karla í körfubolta hefst föstudaginn 28. mars næstkomandi og í gærkvöld varð ljóst hvaða lið mætast í fyrstu umferðinni þegar deildarkeppninni lauk.

Körfubolti

TCU komst ekki í NCAA-mótið

TCU, háskólalið Helenu Sverrisdóttur, fékk ekki boð um að leika í NCAA-úrslitakeppninni þar sem 64 bestu skólar landsins koma saman og leika samkvæmt útsláttarfyrirkomulagi.

Körfubolti

Justin Shouse valinn bestur

Úrvalslið Iceland Express deildar karla fyrir síðustu sjö umferðir deildarkeppninnar var valið nú í hádeginu. Snæfell á besta leikmanninn og besta þjálfarann.

Körfubolti

Þórsarar í úrslitakeppnina

Lokaumferðin í Iceland Express deild karla í körfubolta fór fram í kvöld. Þór Akureyri vann góðan sigur á Snæfelli og tryggði sér þar með sæti í úrslitakeppninni.

Körfubolti

Fjórir leikir í beinni

Stefnt er að því að hafa fjóra leiki í lokaumferð Iceland Express deildar karla í beinni lýsingu á heimasíðu KKÍ í kvöld.

Körfubolti

Keflavík í bílstjórasætinu

Keflavík vann Hauka í kvöld öðru sinni í rimmu þessara liða í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í körfubolta. Leikið var í Hafnarfirði en leikurinn endaði 85-96.

Körfubolti

KR í lykilstöðu gegn Grindavík

KR vann í kvöld öruggan sigur á Grindavík í öðrum leik liðanna í undanúrslitaeinvíginu í Iceland Express deild kvenna 82-65. KR leiðir því 2-0 í einvíginu og getur klárað dæmið á heimavelli sínum á miðvikudagskvöldið.

Körfubolti

Houston - LA Lakers í beinni á NBA TV

Stórleikur Houston Rockets og LA Lakers um toppsætið í Vesturdeildinni er sýndur í beinni útsendingu á NBA TV rásinni á Fjölvarpinu. Leikurinn hófst klukkan 19:30 en lið Houston hefur unnið 21 leik í röð í deildinni.

Körfubolti

Meistararnir töpuðu - Orlando í úrslitakeppnina

Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Meistarar San Antonio töpuðu fimmta leiknum sínum í röð á útivelli þegar þeir lágu fyrir Philadelphia 103-96. Þetta var fjórði sigur Philadelphia í röð og vantar liðið nú aðeins einn sigur til að komast í 50% vinningshlutfall.

Körfubolti

Keflavík lagði Hauka í framlengdum leik

Keflavíkurstúlkur sýndu mikla seiglu þegar þær lögðu Hauka 94-89 í framlengdum háspennuleik í Keflavík í dag. Þetta var fyrsta viðureign liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar.

Körfubolti

Maðurinn er puttabrotinn

Framherjinn Carmelo Anthony hjá Denver fann sig knúinn til að leiðrétta fjölmiðlamann í nótt þegar hann var að tala um meiðsli bakvarðarins Allen Iverson.

Körfubolti

Fyrsti leikur Keflavíkur og Hauka í dag

Fyrsta viðureign Keflavíkur og Hauka í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna verður í Keflavík í dag klukkan 17. Ljóst er að hart verður barist enda eru Haukar Íslandsmeistarar og lið Keflavíkur tryggði sér deildarmeistaratitilinn á dögunum.

Körfubolti

TCU tapaði í undanúrslitum

Helena Sverrisdóttir og stöllur hennar í bandaríska háskólaliðinu TCU þurftu að sætta sig við tap gegn San Diego í undanúrslitum Mountain West deildarinnar í nótt 69-67 í hörkuleik.

Körfubolti

Meiðsli Allen koma á slæmum tíma fyrir Boston

Stórskyttan Ray Allen hjá Boston þurfti að fara meiddur af velli í fyrsta leikhlutanum í tapleik liðsins gegn Utah á heimavelli í nótt. Hann er tæpur fyrir næsta leik Boston og segja má að meiðsli hans komi á slæmum tíma fyrir þá grænklæddu.

Körfubolti

Gasol missir af næstu þremur leikjum

Spánverjinn Pau Gasol getur ekki spilað með liði LA Lakers næstu þrjá leikina í það minnsta eftir að hann sneri sig á ökkla í tapinu gegn New Orleans í nótt. Þetta þýðir að þrír af miðherjum Lakers-liðsins eru á meiðslalista.

Körfubolti

21 sigur í röð hjá Houston

Þrír stórleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt en segja má að þeir hafi fallið í skuggann af sigri Houston á Charlotte þar sem Houston vann 21. leik sinn í röð. Þetta er næstlengsta sigurganga í sögu deildarinnar.

Körfubolti

KR vann Grindavík

KR vann í kvöld sigur á Grindavík í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna, 81-68.

Körfubolti

Keflavík deildarmeistari

Keflavík vann í kvöld sigur á Skallagrími í Borgarnesi, 84-76, og tryggði sér þar með deildarmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla.

Körfubolti