Körfubolti

Friðrik Ragnarsson farinn að þjálfa aftur hjá Njarðvík

Friðrik Ragnarsson hefur tekið að sér þjálfun hjá Njarðvíkingum til þess að leysa skyndilegt brotthvarf Örvars Þórs Kristjánssonar. Þetta verður í fyrsta sinn í sex ár sem Friðrik þjálfar á sínum heimaslóðum. Örvar tók við meistaraflokki Fjölnis af Tómasi Holton en Njarðvíkingar hafa fengið tvo reynslubolta til þess að leysa hann af hjá sínum yngri flokkum.

Körfubolti

Arenas gerði sér upp meiðsli

Byssubrandurinn hjá Washington Wizards, Gilbert Arenas, heldur áfram að gera það gott en hann hefur nú verið sektaður af félaginu fyrir að gera sér upp meiðsli.

Körfubolti

LeBron haltraði af velli

Stuðningsmenn Miami Heat fengu fyrir hjartað þegar ofurstjarnan LeBron James haltraði af velli í sýningarleik gegn rússneska liðinu CSKA Moskva.

Körfubolti

Allen Iverson gæti endað í tyrknesku deildinni

Allen Iverson á nú í viðræðum við tyrkneskt lið um að spila með því á þessu tímabili. Þessi fyrrum besti leikmaður NBA-deildarinnar (valinn 2001) hefur átt erfitt uppdráttar síðustu árin en gæti fengið tækifæri til að spila með Besiktas Cola Turka í vetur.

Körfubolti

Íslensku strákarnir skoruðu saman 61 stig í Íslendingaslagnum

Logi Gunnarsson var stigahæstur í sigurleik í sínum fyrsta leik með Solna Vikings í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í gær en hann mættir þá Sundsvall þar sem spila Hlynur Bæringsson og Jakob Sigurðarson sem áttu báðir góðir leik. Solna vann leikinn 98-96 á körfu á síðustu sekúndu leiksins.

Körfubolti

Tómas Holton hættur með Fjölnisliðið eftir aðeins tvo leiki

Tómas Holton er hættur að þjálfa Fjölni í Iceland Express deild karla eftir aðeins tvo leiki. Tómas Holton tilkynnti Steinari Davíðssyni, formanni körfuknattleiksdeildar Fjölnis, þetta í gær samkvæmt frétt á karfan.is. Fjölnir hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á móti Snæfelli og Stjörnunni.

Körfubolti

Helgi Jónas byrjar vel með Grindavíkurliðið

Helgi Jónas Guðfinnsson byrjar vel með Grindavíkurliðið því Grindvíkingar hafa unnuð tvo fyrstu leiki leiki sína í Iceland Express deild karla í körfubolta. Grindavík vann níu stiga sigur á nýliðum KFÍ, 96-87, í hörkuleik í Röstinni í Grindavík í kvöld.

Körfubolti

Jón Arnór með fimm stig á móti Barcelona

Jón Arnór Stefánsson og félagar í CB Granada töpuðu 78-85 á heimavelli á móti Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag en Granada-liðið hefur þar með tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á tímabilinu.

Körfubolti

Helena í hópi 30 bestu leikmanna bandaríska háskólaboltans

Körfuboltakonan Helena Sverrisdóttir fékk mikla viðurkenningu fyrir helgi þegar í ljós kom að hún væri á John R. Wooden listanum. Á þessum lista eru 30 leikmenn í bandaríska háskólaboltanum sem kom til greina sem leikmaður ársins í vor og verða þessar stelpur því undir smásjánni hjá valnefndinni fyrir John Wooden verðlaunin í vetur.

Körfubolti

Keflavík, Hamar og Haukar öll með fullt hús í kvennakörfunni

Keflavík, Hamar og Haukar eru öll með fullt hús eftir aðra umferðina í Iceland Express deild kvenna en Íslandsmeistarar KR hafa hinsvegar tapað tveimur fyrstu leikjum sínum eftir tap á heimavelli á móti Keflavík í stórleik dagsins. Haukar byrjuðu daginn á því að fara á toppinn með stórsigri á Grindavík en Keflavík og Hamar bættust í hópinn seinna um daginn.

Körfubolti

Haukakonur unnu auðveldan sigur á Grindavík

Haukakonur létu ekki fjarveru þjálfarans, Hennings Henningssonar, hafa áhrif á sig þegar þær unnu sinn annan leik í röð í Iceland Express deild kvenna á Ásvöllum í dag. Haukar unnu þá 24 stiga sigur á Grindavík, 60-36, og eru eins og er á toppi deildarinnar. Umferðin klárast síðan seinna í dag.

Körfubolti

LeBron og Bosh með 45 stig saman í sigri Miami Heat í nótt

Miami Heat byrjar undirbúningstímabilið vel fyrir komandi NBA-tímabil og það þrátt fyrir að hafa misst Dwyane Wade í meiðsli eftir aðeins nokkrar mínútur í fyrsta leik. Miami-liðið vann 7 stiga sigur á Oklahoma City Thunder í nótt, 103-96 og hefur því unnið tvo fyrstu leiki sína með sannfærandi hætti.

Körfubolti

Barcelona vann Los Angeles Lakers

Barcelona vann 92-88 sigur á NBA-meisturum Los Angeles Lakers í æfingaleik í gær en leikið var á Spáni. Pau Gasol, framherji lakers, mætti þarna sínu gamla félagi.

Körfubolti