Körfubolti

Umfjöllun: KR átti í engum vandræðum með Stjörnuna

KR-ingar settust í bílstjórasætið í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld þegar þeir unnu Stjörnuna, 101- 81, í þriðja leik liðanna og leiða því einvígið 2-1. KR keyrði yfir Stjörnuna í þriðja leikhlutanum og voru tuttugu stigum yfir þegar einn leikhluti var eftir. Marcus Walker átti enn einn stórleikinn og skoraði 33 stig.

Körfubolti

Hildur Sigurðardóttir samdi við Snæfell

Hildur Sigurðardóttir skrifaði í dag undir samning við Snæfell og mun hún leika með liðinu í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik næstu tvö árin. Hildur hefur verið lykilmaður í KR-liðinu undanfarin ár en hún er fædd og uppalinn í Stykkishólmi og mun hún styrkja hið unga lið Snæfells gríðarlega. Jón Ólafur Jónsson skrifaði einnig undir tveggja ára samning við Snæfell í dag.

Körfubolti

Marvin: Vildum sýna okkar rétta andlit

„Við vildum sýna fólki í kvöld að við værum ekki svona lélegir eins og í síðasta leik,“ sagði Marvin Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir dýrmætan sigur gegn KR-ingum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn.

Körfubolti

Hrafn: Maður er hundsvekktur eftir svona tap

„Ég er bara hundsvekktur eftir þetta tap,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir að lið hans hafði tapað fyrir Stjörnunni, 107-105, í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Staðan í einvíginu er því 1-1 og liðin eigast aftur við á sunnudaginn í DHL-höllinni. „Ég er bara hundsvekktur eftir þetta tap,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir að lið hans hafði tapað fyrir Stjörnunni, 107-105, í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Staðan í einvíginu er því 1-1 og liðin eigast aftur við á sunnudaginn í DHL-höllinni.

Körfubolti

Teitur: Sviðsskrekkurinn er núna farinn

„Núna mætti þessi sterka liðsheild okkar sem var búin að koma okkur þetta langt í mótinu,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn á KR í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Stjarnan vann KR 107-15 í hörku spennandi leik og jafnaði því einvígið 1-1.

Körfubolti

Umfjöllun: Dramatískur sigur hjá Stjörnunni

Það verður ekkert af því að KR sópi Stjörnunni í úrslitaeinvígi Iceland Express-deildar karla. Stjörnumenn svöruðu fyrir sig á heimavelli í kvöld, unnu leikinn, 107-105, og jöfnuðu þar með einvígið í 1-1.

Körfubolti

Fjögur af átta liðum hafa komið til baka eftir skell í fyrsta leik

Fjögur af átta liðum sem hafa fengið skell í fyrsta leik í úrslitaeinvígi karla (+20 stiga tap) hafa svarað því með því að jafna einvígið í næsta leik. Stjarnan tekur á móti KR í Ásgarði í kvöld en KR-ingar unnu fyrsta leikinn með 30 stiga mun í DHL-höllinni. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Körfubolti

NBA: Chicago Bulls endaði eitt á toppnum

Chivago Bulls vann sinn 62. leik á tímabilinu og tryggði sér heimavallarrétt út úrslitakeppnina þegar síðustu leikir deildarkeppni NBA-deildarinnar í körfubolta fóru fram í nótt. San Antonio Spurs missti af tækifærinu á því að vera með Chicago í efsta sætinu þegar liðið tapaði fyrir Phoenix Suns. Los Angeles Lakers þurfti framlengingu til þess að vinna Sacramento Kings en tryggði sér með því annað sætið í Vestrinu. Miami Heat vann án þeirra LeBron James, Dwyane Wade og Chris Bosh og Boston Celtics vann New York Knicks í upphitun, án flesta aðalleikaranna, fyrir einvígi liðanna í fyrstu umferð.

Körfubolti

NBA: Chicago og San Antonio jöfn á toppnum fyrir síðasta leik

Chicago Bulls komst upp að hlið San Antonio Spurs á toppi NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt eftir að Bulls-liðið vann New York Knicks og San Antonio tapaði fyrir Los Angeles Lakers. Verði liðin áfram jöfn eftir síðustu leikina í kvöld verður dregið um hvort liðið fær heimavallarrétt mætist þau í úrslitunum þar sem að innbyrðisárangur þeirra er jafn. Chicago tekur á móti New Jersey Nets í lokaleik sínum í nótt en San Antonio fer í heimsókn til Phoenix.

Körfubolti

Sundsvall komið í 2-0

Sundsvall Dragons tók í kvöld 2-0 forystu í rimmu sinni gegn Södertälje Kings í undanúrslitum úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta.

Körfubolti

Helena var ekki valin inn í WNBA-deildina

Helena Sverrisdóttir var ekki meðal þeirra 36 leikmanna sem valdir voru inn í WNBA-deildina í nýliðavalinu sem fram fór í nótt en hún var að klára fjögurra ára glæsilegan feril með TCU-háskólanum á dögunum.

Körfubolti

NBA: Miami Heat tryggði sér annað sætið í Austrinu

Miami Heat tryggði sér annað sætið í Austurdeildinni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann sigur á Atlanta Hawks á meðan að Boston Celtics tapaði fyrir Washington í framlengingu. Oklahoma City Thunder vann sinn fimmta leik í röð og Dallas Mavericks komst upp fyrir Los Angeles Lakers í baráttunni um annað sætið í Vestrinu.

Körfubolti

Brynjar: Frábær liðsheild skóp þennan sigur

"Þetta var bara frábær sigur hjá okkur og sigur liðsheildarinnar,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, eftir sigurinn í kvöld gegn Stjörnunni. KR valtaði yfir Stjörnuna, 108-78, í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland-Express deild karla í körfubolta.

Körfubolti

Teitur: Mætum klárir í næsta leik

"Við erum að fara á okkar heimavöll og fáum tækifæri til að gera betur. Í byrjun þriðja leikhluta þá missum við aðeins jafnvægið í okkar leik og þá koma þeir í bakið á okkur, en það var akkúrat það sem við vildum alls ekki,“ sagði Teitur.

Körfubolti

Kjartan: Við vorum bara ekki tilbúnir

„Við hreinlega mættum ekki til leiks,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, eftir að hafa tapað fyrir KR í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland-Express deild karla.

Körfubolti

Hrafn: Keyrðum yfir þá í síðari hálfleik

„Ég bjóst ekki við svona stórum sigri en ég var alveg viss um það að við myndum vinna þennan leik,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir sigurinn í kvöld. KR vann Stjörnuna, 108-78, í DHL-höllinni, en þetta var fyrsti leikur liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn.

Körfubolti

Umfjöllun: KR-ingar tóku Stjörnuna í kennslustund, 108-78

KR-ingar sýndu styrk sinn gegn Stjörnunni í fyrsta leiknum í úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik í kvöld. Stjarnan náði að hanga með KR-ingum í fyrri hálfleik en síðari hálfleik settu KR-ingar allt í gang og keyrðu hreinlega yfir lið Stjörnunnar. Lokatölur 108-78 og staðan er 1-0 fyrir KR en þrjá sigra þarf til þess að vinna þetta einvígi. Næsti leikur fer fram á fimmtudaginn á heimavelli Stjörnunnar.

Körfubolti