Körfubolti

Helgi Már samdi við nýtt félag í Svíþjóð

Landsliðsmaðurinn Helgi Már Magnússon er búinn að semja við nýtt lið í sænska körfuboltanum en hann mun spila með 08 Stockholm HR í vetur. Helgi Már lék í fyrra með Uppsala Basket en hafði áður spilað með Solna Vikings og er þetta því þriðja félagið hans í sænska körfuboltanum.

Körfubolti

Byggja 7 þúsund manna völl á flugmóðurskipi

Fyrsti körfuboltaleikurinn á flugmóðurskipi verður leikinn 11. nóvember í San Diego í Bandaríkjunum. Forsvarsmenn bandaríska háskólakörfuboltans hafa, með leyfi bandaríska sjóhersins, ákveðið að byggja sjö þúsund manna völl á dekki flugmóðurskipsins USS Carl Vinson.

Körfubolti

Artest slær í gegn í dansþætti

Einhver vinsælasti þáttur vestanhafs er Dancing with the stars. Þar fara frægir í dansskóna og einn af þeim sem taka þátt er enginn annar en vandræðagemsinn Ron Artest sem breytti nafninu sínu nýlega í Metta World Peace.

Körfubolti

Búið að aflýsa æfingabúðunum fyrir komandi NBA-tímabil

NBA-deildin tilkynnti það í dag að hún hafi þurft að flauta af æfingarbúðirnar hjá NBA-félögunum í ár vegna verkfallsins sem er enn í fullum gangi. Æfingarbúðirnar áttu að byrja 3. október en þar sem ekkert er að gerast í samningamálum eigenda og leikmannasamtakanna er verkfallið þegar byrjað að hafa mikil áhrif á undirbúningstímabil NBA-félaganna.

Körfubolti

Rodman talaði aldrei við Jordan og Pippen

Dennis Rodman gaf það upp í nýlegu viðtali að hann hefði aldrei talað við hinar stórstjörnur Chicago Bulls, Michael Jordan og Scottie Pippen, öll þau þrjú tímabil sem Rodman var með Chicago. Hannsagði ekki orð við þá tvo.

Körfubolti

Keflavík, Haukar og Valur unnu leiki sína í kvöld

Það fóru þrír leikir fram í Lengjubikar kvenna í körfubolta í kvöld. Haukakonur eru búnar að vinna báða leiki sína í keppninni og Íslandsmeistarar Keflavíkur unnu sinn fyrsta leik sem fram fór í Hólminun. Valskonur eru búnar að vinna tvo leiki í röð eftir tap í Njarðvík í fyrsta leik.

Körfubolti

Kobe tilbúinn að lána leikmönnum pening á meðan verkfallinu stendur

Það er lítið að gerast í samningaviðræðum eiganda NBA-liðanna og leikmannasamtaka NBA-deildarinnar og það verður líklegra með hverjum deginum að nýtt NBA-tímabil hefjist ekki á réttum tíma. Stór hluti leikmanna NBA-deildarinnar eiga nóg af peningum en það eru aðrir sem gætu lent í vandræðum dragist verkfallið á langinn.

Körfubolti

Bannað að segja "ertu ekki að grínast" við körfuboltadómara í vetur

Nýtt tímabil er að hefjast í körfuboltanum og körfuboltadómarar fengu afhendar áherslur og starfsreglur fyrir komandi tímabil á árlegum haustfundi sínum sem fór fram um síðustu helgi. Það má búast við fleiri tæknivillum en áður í upphafi tímabilsins því dómaranefnd telur óásættanlegt að dómarar þurfi að þola mótmæli og athugasemdir í því mæli sem verið hefur undanfarin ár af hálfu leikmanna og þjálfara.

Körfubolti

Frakkar enduðu sigurgöngu Rússa og mæta Spánverjum í úrslitaleiknum

Frakkar eru komnir í úrslitaleik Evrópumótsins í fyrsta sinn eftir átta stiga sigur á Rússum í kvöld, 79-71, í undanúrslitunum á EM í körfu í Litháen. Frakkar mæta Spánverjum í úrslitaleiknum á sunnudaginn en Rússar spila á undan um bronsið við Makedóníumenn. Rússar voru búnir að vinna alla níu leiki sína á mótinu fyrir leikinn í kvöld.

Körfubolti

NBA-dómararnir búnir að semja

NBA-deildin og dómarar deildarinnar komu sér saman um nýjan fimm ára samning í nótt en það á síðan enn eftir að koma í ljós hvort dómararnir fái að dæma einhverja leiki í vetur því verkfall í NBA er enn í fullum gangi.

Körfubolti

Makedónar réðu ekkert við Navarro - Spánverjar í úrslitin á EM í körfu

Evrópumeistarar Spánverja eru komnir í úrslitaleikinn á þriðja Evrópumótinu í röð eftir tólf stiga sigur á Makedóníu, 92-80, í undanúrslitunum á EM í körfu í Litháen. Spánverjar lentu í vandræðum í þessum leik á móti spútnikliði Makedóníu en fyrirliðinn Juan Carlos Navarro átti stórleik og var öðrum fremur maðurinn á bak við sigur Spánverja.

Körfubolti

Undanúrslitin klár á EM í körfu - Rússar unnu Serba

Rússar héldu sigurgöngu sinni áfram á Evrópumótinu í körfubolta og tryggðu sér sæti í undanúrslitunum á EM í Litháen með því að vinna tíu stiga sigur á Serbum, 77-67, í átta liða úrslitunum í kvöld. Rússar mæta Frökkum í undanúrslitunum á morgun en í hinum leiknum mætast Spánverjar og Makedónar.

Körfubolti

Makedónía sló óvænt út heimamenn í Litháen á EM í körfu

Makedónía tryggði sér óvænt undanúrslitaleik á móti Evrópumeisturum Spánar á Evrópumótinu í körfubolta í Litháen eftir tveggja stiga dramatískan sigur á gestgjöfum Litháen, 67-65, í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld. Makedónía hefur aldrei áður komist svona langt í úrslitakeppni EM í körfubolta.

Körfubolti

Litháar sendu Þjóðverja heim á EM í körfu

Litháen varð í kvöld fjórða og síðasta liðið úr milliriðli eitt á Evrópumótinu í körfubolta í Litháen til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum. Litháar unnu þá níu stiga sigur á Þjóðverjum, 84-75, en Þjóðverjar gátu slegið gestgjafana út úr keppninni með sigri.

Körfubolti