Körfubolti

Lakers vann borgarslaginn

Tólf leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt þar sem meðal annars bar til tíðinda að Carmelo Anthony og félagar í NY Knicks töpuðu fyrir lélegasta liði deildarinnar.

Körfubolti

Boston-menn ætla treysta á hinn 39 ára gamla Shaq

Shaquille O’Neal heldur upp á 39 ára afmælið sitt í næstu viku (6. mars) og eftir skipti gærdagsins í NBA-deildinni í körfubolta þá er ljóst að Boston Celtics ætlar að treysta á framgöngu "The Diesel" þegar kemur að því að verja teiginn í komandi úrslitakeppni.

Körfubolti

KR-ingar áfram ósigraðir á árinu 2011 - unnu á Króknum

Marcus Walker átti stórleik þegar nýkrýndir bikarmeistarar KR-inga fóru á Krókinn og unnu ellefta sigurinn í röð á árinu 2011. KR vann leikinn 85-82 en þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum á móti heimamönnum í Tindastól. Walker skoraði 38 stig í leiknum og hitti úr 65 prósent skota sinna (15 af 23).

Körfubolti

Bradford og Helgi Jónas spiluðu með Grindavík sem vann Hamar

Nick Bradford og Helgi Jónas Guðfinsson spiluðu báðir stórt hlutverk í 87-76 sigri Grindavíkur á Hamar í Iceland Express deild karla í Grindavík í kvöld. Nick er nýkominn til liðsins og þjálfarinn Helgi Jónas spilaði með í kvöld en hann hefur nánast ekkert verið með í vetur. Saman skoruðu þeir þrettán stig í lokaleikhlutanum þar sem Grindavík tryggði sér sigurinn með því að vinna fjórða leikhlutann 28-15.

Körfubolti

ÍR-ingar stöðvuðu sigurgöngu Stjörnunnar í Seljaskóla

ÍR-ingar fóru á kostum í seinni hálfleik í 19 stiga sigri á Stjörnunni, 100-81, í leik liðanna í Seljaskóla í kvöld í Iceland Express deild karla í körfubolta. Stjörnumenn voru búnir að vinna þrjá leiki í röð fyrir leikinn en fengum slæman skell í Breiðholtinu í kvöld.

Körfubolti

Fjórða tapið í röð hjá Helga Má og félögum

Helgi Már Magnússon og félagar í Uppsala Basket töpuðu stórt á útivelli fyrir Norrköping Dolphins í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Norrköping vann leikinn 111-88 eftir að hafa verið 16 stigum yfir í hálfleik, 60-44.

Körfubolti

NBA: Tap hjá Miami og Boston

Aðeins tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt eftir hraustlegan lokadag á félagaskiptamarkaðnum. Bæði Miami og Boston máttu sætta sig við tap að þessu sinni.

Körfubolti

Guðjón : Grófum okkar eigin holu

"Við klúðruðum þessum leik alveg sjálfir,“ sagði Guðjón Skúlason, þjálfari Keflvíkinga, eftir tapið í kvöld. Keflvíkingar töpuðu fyrir erkifjendunum í Njarðvík 104-102 eftir framlengdan leik.

Körfubolti

Einar Árni: Getum endað tímabilið með stæl

,,Þetta var kærkomin sigur og gríðarlega mikilvægur,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, annar þjálfari Njarðvíkinga, eftir sigurinn í kvöld. Njarðvík vann magnaði sigur gegn Keflvíkingum 104-102 eftir framlengdan leik í Ljónagryfjunni í Njarðvík.

Körfubolti

Fjölnir vann á Ísafirði og sendi Hamar niður í fallsæti

Fjölnismenn unnu dýrmætan 101-94 sigur á KFÍ á Ísafirði í Iceland Express deild karla í kvöld en tapið þýðir að Ísfirðingar þurfa nú kraftaverk til þess að bjarga sér frá falli úr deildinni. Fjölnir er hinsvegar i betri málum því liðið komst upp fyrir Hamar og upp úr fallsæti með þessum sigri.

Körfubolti

Níu þristar Magnúsar ekki nóg - Njarðvík vann Keflavík í framlengingu

Njarðvík vann 104-102 sigur á nágrönnum sínum í Keflavík eftir framlengdan leik í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Magnús Þór Gunnarsson hjá Keflavík skoraði níu þriggja stiga körfur í leiknum á móti sínum gömlu félögum en það dugði ekki til og heimamenn unnu seiglusigur eftir að hafa verið undir stóran hluta leiksins.

Körfubolti

Snæfellingar rúlluðu Haukum upp og náðu 4 stiga forskoti á toppnum

Snæfell náði fjögurra stiga forskot á toppi Iceland Express deildar karla eftir 42 stiga stórsigur á Haukum, 119-77, í Stykkishólmi í kvöld. Snæfell hefur unnið alla tíu heimaleiki sína í deildinni í vetur og sigurinn í kvöld var aldrei í hættu. Snæfell hefur fjögurra stiga forskot á KR sem á leik inni á móti Tindastól á Sauðárkróki á morgun.

Körfubolti

Logi með 22 stig á 21 mínútu í stórsigri Solna

Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings unnu auðveldan 37 stiga útisigur á 08 Stockholm HR, 101-64, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Logi skoraði 22 stig á 21 mínútu í leiknum en hann var hvíldur allan lokaleikhlutann þegar úrslitin voru ráðin.

Körfubolti

Nýi Kani Fjölnismanna er nafni þess gamla

Fjölnismenn hafa gert enn eina breytinguna á bandarískum leikmanni liðsins. Grafarvogsliðið lét Brandon Springer fara og fékk í staðinn nafna hans Brandon Brown. Brandon Brown spilar sinn fyrsta leik með Fjölni þegar liðið sækir KFÍ heim á Ísafjörð í kvöld.

Körfubolti

Jón Halldór: Stoltur af stelpunum

"KR er með ótrúlega vel mannað lið og ég er stoltur af stelpunum að hafa unnið þær bæði í bikarnum og svo aftur hér í kvöld,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn á KR í kvöld.

Körfubolti

Hamarskonur fóru létt með Hauka á Ásvöllum

Kristrún Sigurjónsdóttir og Slavica Dimovska áttu stórleik á móti sínum gömlu félögum í Haukum þegar Hamarskonur unnu 31 stigs sigur, 90-59, á Ásvöllum í A-deild Iceland Express deildar kvenna í kvöld. Hamar er með þessum sigri nánast búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn.

Körfubolti

Deron Williams farinn frá Utah til New Jersey Nets

Deron Williams hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Utah Jazz í NBA-deildinni í körfubolta því félagið skipti stjörnuleikstjórnanda sínum til New Jersey Nets í kvöld fyrir Devin Harris, Derrick Favors og tvo valrétti í fyrstu umferð.

Körfubolti

DeRozan sár og svekktur eftir troðslukeppnina

DeMar DeRozan, bakvörður Toronto Raptors í NBA-deildinni er sár og svekktur eftir troðslukeppnina sem fram fór á Stjörnuhátíð NBA-deildarinnar um helgina. DeRozan sýndi flott tilþrif í troðslukeppninni en þau dugðu samt ekki til að komast í úrslit keppninnar.

Körfubolti

Nick Bradford staðfestir að hann sé á leiðinni

Nick Bradford hefur staðfest það á twitter-síðu sinni að hann sé búinn að semja við Grindvíkinga í Iceland Express deild karla í körfubolta og muni klára tímabilið með liðinu. Bradford leysir af bakvörðinn Kevin Sims sem var látinn fara fyrr í dag.

Körfubolti

Fjölnir vann lífsnauðsynlegan sigur á Snæfelli

Fjölnir vann gríðarlega mikilvægan sigur í baráttunni fyrir lífi sínu í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld þegar Fjölnisstelpur unnu ellefu stiga sigur á toppliði B-deildar, Snæfelli, í Grafarvogi, 67-56. Snæfell tapaði þarna sínum öðrum leik í röð en liðið er samt enn á toppi B-deildarinnar með sextán stig eða átta stigum meira en Fjölnir sem komst upp að hlið Grindavíkur með þessum sigri.

Körfubolti

Nick Bradford aftur til Grindavíkur

Víkurfréttir segja frá því á vefsíðu sinni í kvöld að Nick Bradford sé á leiðinni til Grindavíkur og muni klára tímabilið með liðinu. Bradford fór á kostum með Grindavíkurliðinu veturinn 2008 til 2009 en hann þekkir allt körfuboltaáhugafólk á Íslandi endaer Bradford búinn að spila hér mörgum sinnum á síðasta áratug.

Körfubolti