Körfubolti

NBA: Oklahoma skellti Miami

Oklahoma Thunder vann sinn fimmta leik í röð í NBA-deildinni í nótt er það mætti sólstrandargæjunum í Miami Heat. Þetta var fyrsta tap Miami í fjórum leikjum.

Körfubolti

Chicago náði efsta sæti Austurdeildarinnar

Deildarkeppnin í NBA körfuboltanum nær hámarki á næstu vikum en liðin 30 eiga nú 15-20 leiki eftir af alls 82. Alls komast 16 lið í úrslitakeppnina, 8 úr Austurdeild og 8 úr Vesturdeild og er nú hart barist um þau sæti í báðum deildum.

Körfubolti

Sundsvall tapaði á heimavelli í kvöld

Sundsvall Dragons tapaði með tíu stigum á heimavelli á móti LF Basket, 89-99, í uppgjöri tveggja efstu liðanna í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Þetta var aðeins þriðja tap Sundsvall á heimavelli á tímabilinu en liðið er fyrir nokkru búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn.

Körfubolti

Davíð Páll fékk lengra bann en Darko

Aga- og úrskurðanefnd hefur tekið fyrir slagsmálin sem urðu í leik Hauka og KFÍ í lokaumferð Iceland Express deildar karla á fimmtudaginn var. Þrír leikmenn fá leikbönn en fimm leikmenn fá aðeins áminningu.

Körfubolti

Miami sýndi styrk sinn í San Antonio

Að venju var nóg um að vera í NBA deildinni í körfubolta í gær og fóru 9 leikir fram. Boston tapaði gegn New Jersey Nets, 88-79. Boston og Chicago deila nú efsta sæti Austurdeildarinnar og er mikil spenna framundan á lokasprettinum. Miami náði loksins að vinna eitt af bestu liðum deildarinnar en San Antonio Spurs tapaði gegn "ofurliðinu“ 110-80. Meistaralið LA Lakers sýndi styrk sinn gegn Orlando með 97-84 sigri á heimavelli.

Körfubolti

Dwayne Wade fékk forræði yfir tveimur sonum sínum

Dwayne Wade leikmaður NBA liðsins Miami Heat hefur staðið í ströngu utan vallar vegna forræðisdeilu við fyrrum sambýliskonu. Dómstóll í Chicago hefur bundið enda á það mál með því að úrskurða að Wade fái fullt forræði yfir sonum sínum – en málaferlin hafa staðið yfir í tvö ár.

Körfubolti

KR sló út Snæfell - rafmagnið fór af húsinu í lokin

KR-konur tryggðu sér sér sæti í undanúrslitum í Iceland Express deild kvenna í körfubolta eftir átta stiga sigur á Snæfelli, 84-76, í Stykkishólmi í kvöld. KR mætir Keflavík í undanúrslitunum en liðin hafa mæst í öllum keppnum á tímabilinu og hefur Keflavík haft betur í öllum leikjunum. Leikurinn í Hólminum í kvöld tafðist nokkuð undir lokin eftir að rafmagnið fór af húsinu en Stykkishólmur var rafmagnslaus um tíma í kvöld.

Körfubolti

Sigurganga Njarðvíkurkvenna heldur áfram - slógu út Hauka

Njarðvík tryggði sér sæti í undanúrslitum í Iceland Express deild kvenna í körfubolta eftir 28 stiga sigur á Haukum, 83-55, í kvöld í öðrum leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Njarðvík vann einvígið 2-0 og er í undanúrslitum í fyrsta sinn síðan 2003. Njarðvík mætir deildarmeisturum Hamars í undanúrslitunum.

Körfubolti

Logi og félagar unnu fimmta heimaleikinn í röð

Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings héldu áfram sigurgöngu sinni í Solna-hallen þegar liðið vann þriggja stiga sigur á Borås Basket, 75-72, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Logi skoraði 15 stig í leiknum og næststigahæstur í liði Solna en þetta var fimmti heimsigur liðsins í röð.

Körfubolti

Jón Ólafur og Hrafn kosnir bestir í seinni hlutanum

Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, og Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, voru í dag kostnir bestir í umferðum 12 til 22 í Iceland Express deild karla. Valið var tilkynnt á blaðamannafundi hjá KKÍ en þá kom einnig í ljóst hverjir voru valdir í fimm manna úrvalslið.

Körfubolti

Boston fékk aðeins á sig 56 stig gegn Milwaukee

Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í gær. Boston setti félagsmet með því að fá aðeins á sig 56 stig gegn Milwaukee. Kevin Love leikmaður Minnesota skoraði aðeins 6 stig gegn Golden State en hann hafði náð tvöfaldri tvennu í 53 leikjum í röð. Indiana kom verulega á óvart með góðum sigri gegn New York á útivelli.

Körfubolti

Valur og Þór Akureyri mætast í úrslitum

Valur og Þór Akureyri tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum um eitt laust sæti í Iceland Express deildinni í körfubolta. Eitt lið mun fylgja Þór Þorlákshöfn upp í efstu deild og keppa fjögur lið um eitt laust sæti í 1. deildinni.

Körfubolti

KR komið í 1-0

KR tók í dag forystu í einvígi sínu gegn Snæfelli í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna í dag.

Körfubolti

Úrslitakeppni kvenna af stað í dag

Úrslitakeppni kvenna í körfubolta hefst í kvöld með fyrsta leik í einvígum Hauka og Njarðvíkur annarsvegar og KR og Snæfells hinsvegar. Þau lið sem fyrr vinna tvo leiki tryggja sér sæti í undanúrslitununum þar sem bíða tvo efstu liðin í deildarkeppninni, Hamar og Keflavík.

Körfubolti

Kobe fór á 90 mínútna skotæfingu strax eftir Miami-leikinn

Kobe Bryant var allt annað en sáttur með sjálfan sig eftir 94-88 tap Los Angeles Lakers á móti Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami vann þarna sinn fyrsta sigur í sex leikjum og endaði jafnframt átta leikja sigurgöngu meistarana. Í stað þess að svekkja sig yfir tapinu þá dreif hann sig strax aftur út í sal og fór á einka-skotæfingu á meðan starfsmenn íþróttahúsins hreinsuðu til eftir leikinn.

Körfubolti

Þórsarar og Valsmenn komnir í 1-0

Úrslitakeppnin í 1. deild karla í körfubolta hófst í kvöld. Þór Akureyri og Valur komin í 1-0 í einvígum sínum og vantar aðeins einn sigur til viðbótar til þess að tryggja sér sæti í lokaúrslitunum um sæti í Iceland Express deild karla á næsta tímabili.

Körfubolti

Davíð Páll og Darko biðjast afsökunar

Haukamaðurinn Davíð Páll Hermannsson og KFÍ-maðuriinn Darko Milocevic hafa báðir sent frá sér fréttatilkynningu, sitt í hvoru lagi, þar sem þeir biðjast innilegrar afsökunar á framkomu sinni í leik Hauka og KFÍ í lokaumferð Iceland Express deildar karla í gærkvöldi.

Körfubolti