Körfubolti

Helgi Már og félagar unnu Sundsvall eftir þríframlengdan leik

Helgi Már Magnússon og félagar í 08 Stockholm HR héldu sigurgöngu sinni áfram í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld og unnu 96-90 sigur á Sundsvall Dragons í mögnuðum þríframlengdum leik í Stokkhólmi. Þetta var sjötti sigur 08 Stockholm í röð og liðið komst með honum upp fyrir Sundsvall í töflunni.

Körfubolti

Brynjar skoraði meira en Logi fagnaði sigri

Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings unnu 18 stiga sigur á Brynjari Þór Björnssyni og félögum í Jämtland Basket, 102-84, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Solna-liðið endaði þar með tveggja leikja taphrinu en Jämtland tapaði sínum öðrum leik í röð.

Körfubolti

Chris Paul gæti farið til Clippers

Chris Paul hefur síðustu daga verið á leið til Los Angeles Lakers en ekki náðist að ganga frá samningum. Paul gæti verið á förum til Los Angeles en þó ekki til Lakers. Nú er nefnilega hermt að hann sé við það að semja við LA Clippers.

Körfubolti

Chris Paul var kominn til Lakers en David Stern sagði nei

NBA-deildin stoppaði stór skipti í nótt en þá leit allt út fyrir það að leikstjórnandinn Chris Paul myndi spila við hlið Kobe Bryant hjá Los Angeles Lakers í vetur. Bandarískir fjölmiðlar segja að aðrir eigendur deildarinnar hafi kvartað og því hafi David Stern, yfirmaður NBA, ákveðið að leyfa ekki skiptin.

Körfubolti

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Njarðvík 92-72

Keflavík vann öruggan tuttugu stiga sigur, 92-72, á nágrönnum sínum í Njarðvík í Iceland-Express deildinni í gærkvöldi. Keflvíkingar leiddu allan leikinn og voru þeir alltaf skrefinu á undan Njarðvíkingum sem spiluðu illa.

Körfubolti

Baker tryggði Njarðvík sigurinn í Hólminum

Shanae Baker var hetja Njarðvíkurliðsins í Stykkishólmi í kvöld en hún kórónaði frábæran leik sinni með því að skora sigurkörfuna rétt fyrir leikslok. Njarðvík vann leikinn 72-69 og komst upp að hlið Keflavíkur á toppnum.

Körfubolti

Peter Öqvist: Nokkrir riðlar hefðu verið auðveldari fyrir okkur

Íslenska karlalandsliðið lenti í nær hreinræktuðum austur-evrópskum riðli þegar dregið var í undankeppnina fyrir komandi Evrópukeppni landsliða í körfuknattleik í höfuðstöðum FIBA Europe í gær. Ísland er í sex liða riðli en leikið verður heima og að heiman dagana 15. ágúst til 11. september næstkomandi. Með Íslandi í riðli eru Serbía, Ísrael, Svartfjallaland, Eistland og Slóvakía.

Körfubolti

Bullock með tröllatölur í DHL-höllinni

Grindvíkingar héldu sigurgöngu sinni áfram og tryggðu sér Lengjubikarinn í DHL-höllinni um helgina. Grindvíkingar, sem voru búnir að vinna alla fimmtán leiki sína í vetur fyrir úrslitaleikinn, lentu í kröppum dansi á móti Keflavík í úrslitaleiknum.

Körfubolti

Haukur og félagar með nauman heimasigur

Haukur Helgi Pálsson og félagar hans í Assignia Manresa unnu 80-75 sigur á Blancos de Rueda Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Manresa-liðið er nú í 5. sæti deildarinnar með 5 sigra í 10 leikjum en Valladolid er áfram á botninum.

Körfubolti