Körfubolti

Ekkert gengur hjá Lakers á útivelli

Eftir þjálfaraskipti Los Angeles Lakers í sumar er eini stöðugleikinn sem liðið hefur sýnt á tímabilinu að liðið nær sér ekki á strik á útivelli. Liðið hefur tapað sjö af átta útileikjum sínum það sem af er tímabilinu en unnið tíu af tólf heimaleikjum.

Körfubolti

Brynjar með sjö stig í tapleik

Brynjar Björnsson og félagar í Jämtland Basket töpuðu þriðja leiknum í röð þegar liðið lá fyrir Uppsala Basket 85-81 í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Jämtland er í níunda sæti deildarinnar og minnka líkurnar á á liðið nái í úrslitakeppninna með hverju tapinu.

Körfubolti

Rekinn út úr húsi eftir eina flottustu troðslu ársins

Þær finnast varla flottari troðslurnar í körfuboltanum en sú sem Markel Brown náði í leik Oklahoma State og Missouri í bandaríska háskólakörfuboltanum í vikunni. Stærsta fréttin var þó sú að þetta var það síðasta sem strákurinn fékk að gera í leiknum.

Körfubolti

Grindvíkingar áfram á sigurbraut | Páll Axel með á ný

Grindvíkingar gefa ekkert eftir í Iceland Express deild karla í körfubolta og eru áfram með sex stiga forskot á toppnum eftir 34 stiga heimasigur á Fjölni í kvöld, 107-73. Grindavíkurliðið hefur nú unnið fimm deildarleiki í röð og alls tólf af þrettán deildarleikjum sínum í vetur.

Körfubolti

Engin kraftaverk á Króknum

Frá því að Bárður Eyþórsson sneri til baka í körfuna og settist í brúna á Tindastóls-bátnum hefur gengi liðsins gjörbreyst. Liðið hefur nú unnið tíu af síðustu tólf leikjum sínum og er komið í undanúrslit bikarsins.

Körfubolti

Fimmta tap Hauka í röð | Njarðvíkingar unnu lokakaflann 14-2

Njarðvíkingar áttu frábæran lokasprett í tíu stiga sigri sínum á Haukum, 85-75, í leik liðanna í 13. umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta sem fram fór í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn var jafn á flestum tölum en Njarðvíkingar unnu síðustu þrjár mínútur leiksins 14-2.

Körfubolti

Haukakonur aftur upp fyrir KR | Vonin orðin veik hjá Val

Haukakonur endurheimtu þriðja sætið í Iceland Express deild kvenna í körfubolta með því að vinna átján stiga sigur á Val, 84-66, á Ásvöllum í kvöld. Von Valskvenna á því að komast í úrslitakeppnina er nú orðin afar veik en liðið er nú tíu stigum á eftir Haukum og KR sem eru í 3. og 4. sæti.

Körfubolti

Miami á góðri siglingu án Dwayne Wade

Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt. Chris Bosh skoraði 35 stig fyrir Miami en nýliðinn Kyrie Irving skoraði 17 stig fyrir Cleveland, í 92-85 sigri Miami. LeBron James skoraði 18 stig fyrir Miami, en Dwayne Wade lék ekki með Miami en þetta er fimmti leikurinn sem hann missir af eftir ökklameiðsli. Miami hefur unnið 7 af 8 leikjum tímabilsins þar sem Wade hefur ekki verið með.

Körfubolti

Logi með sextán stig í fjórða sigurleiknum í röð

Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings eru á sigurbraut í sænska körfuboltanum en liðið vann sinn fjórða sigur í röð í kvöld með því að leggja Brynjar Þór Björnsson og félaga í Jämtland að velli, 81-72. Solna-liðið vann þarna sinn annan útisigur í röð sem hefur ekki gerst áður í vetur.

Körfubolti

NBA: Boston jafnaði félagsmet gegn Orlando

Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Boston Celtics tók Orlando í kennslustund á heimavelli sínum með 87-56 sigri á heimavelli. Boston hefur aðeins einu sinni áður fengið á sig eins fá stig í NBA deildinni. Boston lék án lykilmanna á borð við Rajon Rondo og Ray Allen. Paul Pierce skoraði 19 stig fyrir Boston en Dwight Howard var sá eini sem eitthvað lét að sér kveða í liði Orlando. Hann skoraði 18 stig.

Körfubolti

Pavel-lausir Sundsvall-menn töpuðu á heimavelli

Sundsvall Dragons tapaði sínum þriðja leik í röð í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld þegar liðið lá með sex stigum á heimavelli á móti Södertälje Kings, 78-84. Sundsvall hefði farið á toppinn með sigri en er nú í 5. sæti tveimur stigum á eftir toppliðum Borås og Södertälje.

Körfubolti