Körfubolti

Öll úrslit kvöldsins í IE-deild karla

Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld. Stjarnan lagði Njarðvík, Tindastóll vann Hauka í háspennuslag og sama spennan var upp á teningnum í Keflavík þar sem Snæfell var í heimsókn.

Körfubolti

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Snæfell 101-100

Bikarmeistarar Keflvíkinga komust aftur á sigurbraut í Iceland Express deild karla í kvöld með því að vinna dramatískan 101-100 sigur á Snæfelli í framlengdum leik. Magnús Þór Gunnarsson skaut sína menn í gang í upphafi þriðja leikhluta, skoraði tvo rosalega mikilvæga þrista á lokakafla leiksins og skoraði alls 35 stig en það var hinn ungi Almar Guðbrandsson sem tryggði Keflavík 101-100 sigur á Snæfelli með því að setja niður víti þremur sekúndum fyrir lok framlengingarinnar. Leikurinn fór því framlengingu alveg eins og fyrri leikurinn í Hólminum.

Körfubolti

Delonte West svaf í búningsklefa Dallas | staurblankur og ráðvilltur

Delonte West, leikmaður NBA meistaraliðsins Dallas Mavericks, er líkt og margir aðrir NBA leikmenn í tómum fjárhagsvandræðum þrátt fyrir að hafa verið með myljandi tekjur undanfarin ár. Staðan hjá West var það slæm s.l. haust að hann svaf í búningsklefa Dallas á milli æfinga á meðan verkbann NBA stóð yfir. Og það kom einnig fyrir að West gisti í bifreið sinni á þessum tíma.

Körfubolti

Wade bað Kobe afsökunar

Dwayne Wade segir að hann hafi beðið Kobe Bryant afsökunar á að hafa nefbrotið hann í stjörnuleik NBA-deildarinnar um helgina. Hann segir að um óviljaverk hafi verið að ræða.

Körfubolti

Hildur ætlar að harka af sér í kvöld

KR og Snæfell mætast í DHL-höllinni í kvöld í einum af úrslitaleikjunum um sæti í úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna en liðin mega ekkert gefa eftir ætli þau að vera með í úrslitakeppninni í ár.

Körfubolti

Bryant með brákað nef og vægan heilahristing

Kobe Bryant, aðalstjarna NBA liðsins LA Lakers, er með brákað nef eftir viðskipti sín við Dwayne Wade leikmanna Miami Heat í Stjörnuleiknum í Orlando í gær. Forráðamenn Lakers greindu frá því að Bryant færi í skoðun hjá háls – nef og eyrnalækni í dag.

Körfubolti

Stjörnuhelgi NBA í Orlando | myndasyrpa

Það var mikið um að vera í Orlando um helgina þar sem að Stjörnuhelgi NBA fór fram. Í myndasyrpunni má finna helstu tilþrifin úr sjálfum Stjörnuleiknum og einnig troðslukeppninni sem fram fór á laugardag. Jeremy Evans leikmaður Utah sigraði í troðslukeppninni og Kevin Durant frá Oklahoma var valinn besti leikmaður Stjörnuleiksins. Kevin Love frá Minnesota sigraði í þriggja stiga keppninni.

Körfubolti

Lakers bauð Bynum fyrir Howard

Peter Vecsey blaðamaður á New York Post segist hafa heimildir fyrir því að Los Angeles Lakers hafi boðið miðherjan Andrew Bynum í skiptum fyrir miðherjan Dwight Howard hjá Orlando Magic en Magic hafi hafnað því og óskað eftir bæði Bynum og Pau Gasol í skiptum fyrir besta varnarmann deildarinnar undanfarin tímabil.

Körfubolti

Love sigraði þriggja stiga skotkeppnina

Kevin Love kraftframherji Minnesota Timberwolves sem er hvað þekktastur fyrir frákastagetu sína kom mörgum á óvart með því að sigra þriggja stiga skotkeppni Stjörnuliðshelgar NBA körfuboltans í nótt. Hann sigraði Kevin Durant í úrslitum.

Körfubolti

Jeremy Evans vann troðslukeppnina

Jeremy Evans stóð uppi sem sigurvegari í árlegri troðslukeppni NBA-deildarinnar í tengslum við Stjörnuleikshelgina vestanhafs. Evans er fyrsti leikmaður Utah Jazz sem vinnur keppnina.

Körfubolti

Nike byrjað að hanna Lin-skó

Jeremy Lin hefur komið eins og stormsveipur í NBA-deildina og í kjölfar velgengni hans hafa mörg stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna litið hýrum augum til kappans, ekki síst vegna gríðarlega möguleika á Asíumarkaði.

Körfubolti

Bikarmeistararnir sækja Þórsara heim | þrír leikir í kvöld

Þrír leikir fara fram í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í kvöld þegar 17. umferð lýkur. Botnlið Vals tekur á móti Tindastól á Hlíðarenda, Þór Þorlákshöfn leikur gegn nýkrýndum bikarmeisturum úr Keflavík. KR-ingar taka á móti Fjölni. Allir leikirnir hefjast kl. 19.15.

Körfubolti

NBA: Sigurganga San Antonio heldur áfram | Oklahoma vann Lakers

Sigurganga San Antonio á útivelli heldur áfram. Liðið landaði 114-99 sigri gegn Denver og var þetta níundi sigurleikur San Antonio í röð á útivelli. DeJuan Blair skoraði 28 stig og tók 12 fráköst í liði San Antonio en hann hefur aldrei skorað fleiri stig í NBA deildinni. Oklahoma lagði Lakers á heimavelli 100-85 og er Oklahoma með besta árangurinn í Vesturdeildinni það sem af er tímabilinu, 27/7.

Körfubolti

NBA: Jeremy Lin lenti á vegg gegn Miami Heat

Jeremy Lin, sem slegið hefur í gegn með New York Knicks í NBA deildinni, lék eins og óreyndur nýliði gegn stórliði Miami Heat í nótt. Lin náði sér aldrei á strik gegn sterku liði Miami sem sigraði 102-88. Þetta var áttundi sigurleikur Miami í röð.

Körfubolti

Söngleikur um Magic og Bird frumsýndur á Broadway í mars

Einvígi Earvin "Magic" Johnson og Larry Bird á níunda áratugnum er að mörgum talið vera ein af aðalástæðunum fyrir vinsældum NBA-deildarinnar í körfubolta. Kapparnir voru algjörar andstæður en áttu það sameiginlegt að vera frábærir liðsmenn og gera allt til þess að vinna. Þeir urðu síðan miklir vinir eftir að ferlinum lauk.

Körfubolti