Körfubolti

Andersen grunaður um vafasamt athæfi

Chris "Birdman" Andersen leikur ekkert með Denver Nuggets þessa dagana eftir að lögreglan leitaði á heimili hans. Deild lögreglunnar sem sérhæfir sig í glæpum gegn börnum sem eiga sér stað á internetinu stóð fyrir leitinni.

Körfubolti

Ewing gæti farið í vinnu hjá Jordan

Lélegasta lið allra tíma í NBA-deildinni, Charlotte Bobcats sem er í eigu Michael Jordan, er í leit að nýjum þjálfara og meðal þeirra sem koma til greina er fyrrum miðherji NY Knicks, Patrick Ewing.

Körfubolti

CSKA Moskva komst í úrslitaleikinn eftir æsispennandi leik

Rússneska félagið CSKA Moskva tryggði sér sæti í úrslitaleik Euroleague eftir 66-64 sigur á gríska liðinu Panathinaikos í fyrri undanúrslitaleik keppninnar en úrslitahelgin fer fram í Istanbul í Tyrklandi. CSKA Moskva mætir annaðhvort Olympiacos eða Barcelona í úrslitaleiknum en seinni undanúrslitaleikurinn stendur nú yfir og er í beinni á Sporttv.is

Körfubolti

Sverrir Þór tekur við Grindavíkurliðinu

Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Íslandsmeistara kvenna hjá Njarðvík og íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, verður næsti þjálfari Íslandsmeistara Grindavíkur. Grindvikingar voru fljótir að ganga frá eftirmanni Helga Jónasar Guðfinnssonar sem hætti með liðið í gær. Þetta kemur fram á karfan.is í kvöld.

Körfubolti

Grindvíkingar vilja ganga frá þjálfaramálum sínum sem fyrst

"Ég vissi það ekki fyrr en á mánudagskvöldið að Helgi ætlaði sér að hætta. Þá hringdi hann í mig og bað um fund. Mig grunaði strax um hvað sá fundur ætti að vera," sagði Magnús Andri Hjaltason, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, en Grindvíkingar eru þjálfaralausir þar sem Helgi Jónas Guðfinnsson er hættur.

Körfubolti

Helgi Jónas hættur með Grindavík

Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Íslandsmeistara Grindavíkur, mun ekki þjálfa liðið áfram en hann hefur tilkynnt stjórn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur að hann ætli að hætta með liðið. Þetta kemur fram á heimasíðu Grindavíkur.

Körfubolti

Heimsfriðurinn mætti sem gestur hjá Conan O'Brien

Metta World Peace eða heimsfriðurinn eins og best er að kalla hann upp á íslenska tungu er búinn að gefa sitt fyrsta alvöru viðtal síðan að hann var dæmdur í sjö leikja bann fyrir að gefa James Harden, leikmanni Oklahoma City Thunder, vænt olnbogaskot.

Körfubolti

NBA í nótt: Chicago tapaði aftur

Efsta lið Austurdeildarinnar, Chicago Bulls, er í tómum vandræðum eftir að hafa tapað aftur fyrir Philadelphia 76ers í nótt. Philadelphia er þar með komið yfir, 2-1, í rimmu liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta.

Körfubolti

Indiana með góðan útisigur gegn Orlando

Indiana er með 2-1 forskot gegn Orlando í átta liða úrslitum Austurdeildarinnar í úrslitakeppni NBA deildarinnar. Indiana náði að landa góðum sigri á heimavelli Orlando í nótt, 97-74. Danny Granger skoraði 26 stig fyrir Indiana og Roy Hibbert skoraði 18 og tók 10 fráköst.

Körfubolti

Memphis jafnaði metin gegn LA Clippers | San Antonio með yfirburði

Memphis náði að jafna metin gegn LA Clippers í átta liða úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA deildinni í nótt með 105-98 sigri á heimavelli. San Antonio styrkti stöðu sína gegn Utah með 114-83 sigri á heimavelli og er San Antonio 2-0 yfir. Það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst í undanúrslit Vesturdeildar.

Körfubolti

Benedikt: Bullock er sóðalegur

"Við gátum aldrei fundið leiðina til að stöðva Bullock í þessum leik. Hann bara nánast gerði það sem hann vildi. Ekki það að við vorum lélegir varnarlega, hann er bara ógeðslega góður!" sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs.

Körfubolti