Körfubolti

Benedikt: Bullock er sóðalegur

Elvar Geir Magnússon í Þorlákshöfn skrifar
Bullock fagnar í leikslok með félögum sínum. Hann var ótrúlegur í þessu einvígi.
Bullock fagnar í leikslok með félögum sínum. Hann var ótrúlegur í þessu einvígi. mynd/daníel
"Við gátum aldrei fundið leiðina til að stöðva Bullock í þessum leik. Hann bara nánast gerði það sem hann vildi. Ekki það að við vorum lélegir varnarlega, hann er bara ógeðslega góður!" sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs.

Þór tapaði í kvöld fyrir Grindavík á heimavelli sínum í Þorlákshöfn. Grindavík varð þar með Íslandsmeistari með 3-1 sigri í einvíginu.

"Það vantaði ekki mikið upp á. Við vorum kaldir í skotunum fyrir utan."

"Yfir veturinn reiknaði enginn með neinu frá okkur en um leið og búið var að taka okkur góða og gilda þá var búið að afskrifa okkur fljótlega eftir það. Ég verð að hrósa mínu liði, þessir strákar hafa verið uppteknir við að skrifa hvern kaflann á fætur öðrum í sögubækurnar og geta farið stoltir út úr þessu tímabili," sagði Benedikt.

"Á móti verð ég að hrósa Grindavík. Þetta er verkefni sem gekk upp. Þeir settu saman súper-lið síðasta sumar. Helgi fékk þá til að spila vel sem lið, Watson stjórnaði þessu eins og herforingi, íslensku strákarnir gáfu eftir sitt egó til að geta sett saman svona lið og svo er Bullock sóðalegur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×