Íslenski boltinn

Brynjar meiddur og Grétar tæpur

Það er skarð fyrir skildi í íslenska landsliðinu að Brynjar Björn Gunnarsson getur ekki spilað leikinn í kvöld. Hann meiddist í leik með Reading um síðustu helgi og hefur enn ekki jafnað sig.

Íslenski boltinn

Helmingslíkur á að við vinnum þennan leik

Undankeppni EM 2012 hefst í dag. Fyrsti mótherji Íslands í keppninni er kunnuglegur en frændur vorir Norðmenn sækja okkur heim á Laugardalsvöllinn í kvöld. Ísland og Noregur voru einnig saman í riðli í síðustu undankeppni og þá enduðu báðir leikirnir með jafntefli.

Íslenski boltinn

Drillo: Þurfum að ná fram hefndnum

Undankeppni EM 2012 hefst á morgun. Ísland mætir Noregi á Laugardalsvelli í fyrsta leik en þessi tvö lið mættust einmitt í síðasta leik Íslands í undankeppni HM 2010. Þá gerðu liðin 1-1 jafntefli og Noregur tapaði dýrmætum stigum í baráttunni um að komast í umspil í undankeppninni.

Íslenski boltinn

Gunnleifur byrjaður að kvarta undan hávaðanum

„Þetta var heldur betur stórleikur og frábært að ná að vinna hann,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson, sem var með landsliðshópnum í go-kart þegar undirritaður náði á hann. Gunnleifur sat þó ekki sjálfur undir stýri heldur lét yngri leikmenn um að þeysast um brautina.

Íslenski boltinn

Búið að selja 5000 miða

Búið er að selja tæplega 5.000 miða á leikinn gegn Norðmönnum á morgun. Leikurinn er sá fyrsti í undankeppni EM 2012. Laugardalsvöllur tekur alls 10.000 manns í sæti og því er rúmlega helmingur miðanna eftir.

Íslenski boltinn

Alfreð Finnbogason: Pólland var aldrei draumastaðurinn

Lengi vel leit út fyrir að Alfreð Finnbogason væri á leið til Póllands. Félag þar í landi, Lechia Gdansk, var í viðræðum við Blika um að kaupa Alfreð. Félögin sendu tilboð sín á milli en á endanum var pólska félagið ekki tilbúið til að borga setta upphæð fyrir framherjann.

Íslenski boltinn