Íslenski boltinn

Búinn að verja víti sex sumur í röð

Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslandsmeistara KR, var hetja sinna manna í 3. umferð Pepsi-deildar karla þegar hann varði víti frá Matt Garner í uppbótartíma og sá til þess að KR vann leikinn 3-2 og þar með sinn fyrsta deildarsigur í sumar.

Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin extra: Kjartan Henry kennir Hjörvari hvernig á að taka víti

Kjartan Henry Finnbogason er markahæsti leikmaður Pepsideildar karla að loknum þremur umferðum. Framherjinn úr KR skoraði þrennu í 3-2 sigri gegn ÍBV í síðustu umferð og öll mörkin skoraði hann úr vítaspyrnum. Hann er sá fyrsti sem nær slíkri þrennu í efstu deild. Hjörvar Hafliðason knattspyrnusérfræðingur Stöðvar 2 sport brá sér í Frostaskjólið og fékk Kjartan til þess að fara yfir það hvernig best er að taka vítaspyrnur.

Íslenski boltinn

Brendan Rodgers hafnaði Liverpool

Brendan Rodgers, stjóri Swansea City, hefur ekki áhuga á því að taka við Liverpool en Guardian segir frá því að Rodgers hafi hafnað viðtali við forráðamenn Liverpool. Rodgers kom til greina sem næsti stjóri Liverpool líkt og þeir Pep Guardiola, Fabio Capello, Roberto Martínez og André Villas-Boas.

Íslenski boltinn

Saman með 16 mörk

Haukar komust í sögubækurnar þegar að liðið vann sannkallaðan stórsigur á Snæfelli í 2. umferð bikarkeppni KSÍ í fyrrakvöld, 31-0. Tveir leikmenn skoruðu meira en helming allra marka í leiknum.

Íslenski boltinn

Meistararnir féllu báðir í fyrsta sinn

Mörg lið ætla að blanda sér í baráttuna um meistaratitilinn í Pepsi-deild kvenna ef marka má úrslitin í 1. umferð. Íslandsmeistarnir og bikarmeistararnir töpuðu báðir sínum fyrsta leik sem hefur aldrei gerst áður.

Íslenski boltinn

Hvert mark FH-inga er 2,3 stiga virði

FH-ingar hafa aðeins skorað þrjú mörk í fyrstu þremur umferðunum í Pepsi-deild karla í fótbolta en eru engu að síður í öðru sæti deildarinnar með sjö stig af níu mögulegum. Það hafa sjö lið skorað fleiri mörk en FH í sumar en aðeins Skagamenn hafa fengið fleiri stig.

Íslenski boltinn

Fyrsta þrenna KR-ings úr vítum

Kjartan Henry Finnbogason endurskrifaði glæsilega sögu KR á KR-vellinum í gær þegar hann skoraði þrennu af vítapunktinum í 3-2 sigri á ÍBV í 3. umferð Pepsi-deildar karla. Ólafur Brynjar Halldórsson, tölfræðingur KR-inga, hefur komist að því að þetta sé fyrsta þrenna KR-ings úr vítum í efstu deild. Þ:etta kemur fram á heimasíðu KR-inga.

Íslenski boltinn

Pepsi-deild kvenna: Katrín raðar inn mörkum í miðjum prófum

Katrín Ásbjörnsdóttir byrjaði frábærlega með Þór/KA í Pepsi-deild kvenna um liðna helgi. Hún skoraði tvö mörk og átti stóran þátt í því þriðja í 3-1 sigri á Íslandsmeisturum Stjörnunnar í 1. umferðinni. Það er skammt stórra högga á milli hjá Katrínu því hún þreytir þessa dagana stúdentspróf í MR.

Íslenski boltinn

Maggi Gylfa og Þórður Þórðarson í Boltanum á X977

Það gekk mikið á í gærkvöldi þegar þriðju umferð Pepsi-deildar karla lauk með fimm leikjum. Þjálfarar ÍBV og ÍA verða í viðtali í Boltanum á X-inu 977 í dag á milli 11-12. Magnús Gylfason þjálfari Eyjamann mun ræða við Valtý Björn Valtýsson um leik liðsins gegn KR og þá umræðu að Eyjamenn séu með marga erlenda leikmenn í sínum röðum. Þórður mun ræða um gott gengi Skagamanna sem eru efstir í deildinni með fullt hús stiga.

Íslenski boltinn

Pepsimörkin: Markaregnið úr 3. umferð

Það gekk mikið á í þriðju umferð Pepsideildarinnar í fótbolta karla sem lauk í kvöld með fimm leikjum. Skagamenn eru á toppi deildarinnar eftir þrjá sigurleiki í röð og Fram náði að landa sínum fyrstu stigum í mögnuðum leik gegn Grindavík. Kjartan Henry Finnbogason framherji Íslandsmeistaraliðs KR skoraði þrennu í 3-2 sigri KR gegn ÍBV þar sem vítaspyrnudómar voru allsráðandi. Öll tilþrifin og mörkin eru nú aðgengileg á Vísi.

Íslenski boltinn

Menn leikjanna í kvöld

Fimm leikir fóru fram í Pepsi-deild karla í kvöld og voru okkar menn að sjálfsögðu á staðnum. Einkunnir leikmanna liggja nú fyrir sem og hverjir voru valdir sem menn sinna leikja.

Íslenski boltinn

Pepsimörkin í beinni á Vísi

Leikjum kvöldsins í 3. umferð Pepsi-deild karla verða gerð skil í Pepsimörkunum á Stöð 2 Sport og verður hægt að sjá þáttinn í beinni útsendingu hér á Vísi. Þátturinn hefst klukkan 22.00.

Íslenski boltinn